Á heimleið ...

akranes - vísirSit hér næstum ein og næstum því sauma ... hér komu upp tafir sem bitna á tímasetningu heimferðar ... væl, væl. Má teljast heppin ef ég næ strætó á sæmilegum tíma ... en ef ég missi af 18.30 vagninum er ég svo gott sem dauð ... úr spælingi. Þyrfti þá að bíða í tvo tíma eftir næsta og missi af hluta X-Factor. Annað hvort er ævintýraþráin horfin eða morðingjum hefur fjölgað til muna á Íslandi því mig langar ekki á puttanum heim. En helgin er fram undan með öllu sínu brimi og guðdómlegum „húsverkjum“. Tókst meira að segja að lesa blöðin í dag ... sem er afrek.  

Ásta á stórafmæli um þessar mundir, varð 45 ára í gær og heldur upp á það í Húsafelli um helgina, skildist mér á einum strætóbílstjóranum í fyrradag. Sendi henni SMS áðan með hamingjuóskum.

Sigþóra er orðin fimmtug og heldur upp á það annað kvöld, minnir mig. Mér er boðið þannig að það er eins gott að finna boðskortið svo að ég mæti ekki sólarhring of seint!!! Vona að það verði á morgun. Kannski maður tæti svolítið í körlunum, rifji upp gamla takta ... en bara þeim ókvæntu, auðvitað!

Ég á líka stórafmæli næst, enn stærra þarnæst og vá, tryllingslega stórt þar á eftir ... osfrv. ... auðvitað á maður stórafmæli á hverju ári ... ég hef t.d. aldrei áður verið svona gömul eins og ég er nákvæmlega í dag! Samt svona ung!P.s. Næ strætó kl. 18.30 frá Mosó, er að fara út núna, jesssss! Bless í bili!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góða helgi

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 17:44

2 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert stórkostugleg!  Eigðu æðislega og fjöruga helgi, svona wild weekend.  Það er bara spennandi að fá "hristauppíkörlum" sögu frá þér ....    

www.zordis.com, 2.2.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 1529611

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 500
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband