Ammmmæli

AfmæliNú er aðeins hálftími í afmælið hennar Sigþóru og ég bara búin að afreka baðferð og linsuísetningu. Var með Stöð 2 plús á sem ruglaði tímaskynið, fréttirnar ekki byrjaðar heima hjá mér ... en best að drífa sig og tjútta svolítið. Á allt of lítið af fínum fötum, neyðist til fara í plussdressinu mínu, fyrirferðarmiklu og fitandi og mér líður alltaf eins og plusssófa þegar ég er í því.

Kann eiginlega ekki við að pakka afmælisgjöfinni inn í jólapappír, hlýt að finna eitthvað annað. Fæ far báðar leiðir, heppin.

Þarf stundum að pína mig til að fara á mannamót, líður best í frábærum félagsskap sjálfrar mín ... djók, ég er bara löt við að fara út nema eitthvað áríðandi bíði, og hvað er meira áríðandi en afmælisveisla strætóvinkonu minnar?

Engar tertur, bara fiskisúpa en ég ætla samt að fara ... algjör hetja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Fiskisúpa fengi mig til að fara upp í næstu flugvél!  Vona að veislan verði frúnni til hæfis og gleði.

www.zordis.com, 3.2.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Ekkert mál að pakka inn í jólapappír, hefur hann bara á röngunni.  Myndi frekar fara út úr húsi fyrir fiskisúpu en kökur, ég elska fiskisúpur  En kveldinu mun ég einmitt eyða með sjálfri mér, ef þú vilt frétta hvernig ég eyddi fyrri part kvöldsins kíktu á bloggið mitt

Svava S. Steinars, 3.2.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 579
  • Frá upphafi: 1529574

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 489
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband