Greifameðferð og snilldarráð gegn þessu gula!

Sjórinn er fallegur núna, eins og svo oft, og búinn að vera það í dag. Öldurnar reyndar bara sæmilega háar en tærar og Miðjarðarhafslegar og nú flæðir að í kappi við myrkrið ... þær fara nefnilega stækkandi og ég á því miður ekki nætursjónauka.

Hringdi á góða veitingastaðinn á Akranesi, Galito, og gerðist bara greifi við sjálfa mig. Eftir 30 mínútur (fyrr ef ég þekki þau rétt) kemur tandoori-kjúklingur og meðlæti til mín ... nenni nefnilega ekki að elda. Orðið ansi langt síðan ég pantaði mér eitthvað síðast og ég á þetta alveg skilið. Fínasta fiskisúpa í gær kveikti hreinlega í mér. Nenni ekki að elda frosna fiskinn minn með rifsberjahlaupi og súrsuðum gúrkum ... eða hvað þetta er sem ég á í ísskápnum.

 

Picture 412Pappírs- og álbakkinn undan afmælistertunni í fyrra hefur loksins komið í góðar þarfir. Ég hef ekki tímt að fleygja honum, einhverra hluta vegna en ekki verið viss um hvort ég hefði nokkur not af honum. Þegar sólin fór virkilega að angra mig hér við skrifborðið áðan fór ég að hugsa um hvað ég gæti notað til að bjarga líftórunni ... og mundi eftir bakkanum inni í þvottahúsi.

Hann hvíldi hluta úr deginum uppi á þríarmakertastjakanum eftir Guðmund frá Miðdal. Snilld!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 561
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 472
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband