Sápan fyrir svefninn 6. hluti

Á Ísafirði: Katrín lætur hugann reika. Hvenær ætlar Harry prins að skiljast að hún vill hann ekki. Ekki á meðan hann er í þriðja sæti. Verst að Karl er of gamall og mikið fyrir hross.

Nýfædda prinsessanÁ fæðingardeild Sjúkrahúss Akraness: Svava heldur á nýfæddu barni og ruggar því þegar Doddi gengur inn í herbergið. „Hér er dóttir þín, erfingi að gimsteinanámunni ef þú ert réttfeðraður Sólskinssonur,“ segir hún blíðlega. Doddi klökknar. „Er hún fædd, elsku litla femínistastelpurúsínurassgatið!“ segir Doddi og tekur barnið í fangið. Ekki tekur hann eftir því að litla, fallega stúlkan hefur dökkan hörundslit og er skáeygð. Hann er greinilega ekki blóðfaðir hennar. Hulda, Gerða og Grafarþögn, dulbúnar sem ljósmæður horfa með samúð á hann. Skyldi Fannberg vita af þessu og hvernig getur Tiddi falið slóð sína? Nú vantar að fá Ágúst með verkfræðimenntun sína til að útskýra. Á vöggustofunni frammi liggur alvörudóttir Dodda og sefur vært. Búið er að skipta um merkimiða á henni.

Maja undir borðiKaupmannahöfn: Maja liggur undir borði og hlustar á samtal Halkötlu og Agnýjar. Til að tryggja algjört öryggi tala þær saman á úrdú en Maja dvaldi lengi í Pakistan á námsárum sínum og skilur hvert orð.

Kanada: Stína kyssir Kela bless og biður hann um að skila kveðju til Önnu. Áður en hann gat spurt hvaða Önnu hafði Stína lokað hurðinni. Maður bankar ekki aftur hjá konu eins og Stínu. Nú myndi sendiferðin tefjast á meðan hann hringdi í Önnu Björnsson, Önnu Kristjáns, Katrínu Önnu, Guðnýju Önnu, Annie og jafnvel Helgu Völu til öryggis.

 
Mun Saumakonan tala af sér í afmælisveislu Halls? Hver gleymdi að setja vín í bolluna? Fer Gua á límingunum yfir samdrætti Zordisar og Hólmgeirs? Hvar kemur Tiddi inn í myndina? Mun Pétur finna týnda erfingjann? Hvert reikaði Hugarfluga í íbúfenvímunni eftir að Karólína hvarf? Kikka veit allt en mun hún tala við Vilborgu eftir að hún sveik Elenu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fararstjórinn

Vá, þetta er orðið svo spennandi, ég mun verða andvaka frameftir til að fá botn í fléttu dagsins! Hver þarf rugl eins og Lost eða ER þegar maður hefur Blog and the bjútífúl, alger snilld!

Fararstjórinn, 1.3.2007 kl. 00:02

2 identicon

Ég vona að barnamálin mín og allt komist á hreint svo augljóst verði hvern ég erfi! --- Æðisleg framvinda málanna, Gurrí.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: halkatla

mig hlakkar til þegar ég fæ að vita hvað það er sem ég veit - hí hí

halkatla, 1.3.2007 kl. 01:08

4 Smámynd: Agný

Svei mér þá..þú ættir sko að senda þessum Hollywood gæjum þína útgáfu af sápu"löðri" ég er sko viss um að það yrði algjört "freyðibað " á þeim bænum þá.. þú ert alveg magnaður penni..alla mína 10 þumla upp fyrir þér

Agný, 1.3.2007 kl. 03:46

5 identicon

Já verður ansi fróðlegt að sjá hvar ég kem inn í myndina... Bíð spenntur eftir næsta þætti

TIDDI (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 06:39

6 Smámynd: Gerða Kristjáns

hahaha það verður spennandi að sjá framhaldið

Gerða Kristjáns, 1.3.2007 kl. 07:39

7 identicon

Komin með svima af flækju og einskærri hrifningu

kikka (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 08:23

8 Smámynd: Ólafur fannberg

flækju svimi hjámér lika

Ólafur fannberg, 1.3.2007 kl. 08:25

9 Smámynd: Saumakonan

ROFL!!!!      óboyyy... það er eins fallegt að sleppa bollunni.... eða.. tjaa.. ef það gleymdist að setja vín í hana þá ætti hún að vera í lagi og ég verð mér ekki til skammar og blaðra frá öllu í annarlegu ástandi.   En er orðin svo mikilll kjúklingur að það þyrfti nú örugglega ekki meira en að lauma smá úr vasapela í glasið mitt og þá væri ég dansandi uppá borðum, hangandi á hálsinum á öllum sætu gæjunum hvíslandi krassandi leyndarmálum í eyrun á þeim...   það er að segja eftir að ég færði afmælisbarninu þessa líka flottu demanta ermahnappa sem ég lét sérsmíða sérstaklega úr demöntum sem...........              ái ái.. get ekki meir... maginn minn er komin í vandamál úr hlátri!!!!!   ROFL!!!

Saumakonan, 1.3.2007 kl. 08:28

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

HVaða Önnu??? Og maður bankar ekki aftur hjá konu eins og stínu.....Hahahahahaha!!!

Glimrandi að byrja morguninn á svona hlátri með kafffinu. Út með vínarbrauðin og inn með sápu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 08:39

11 identicon

þetta er æði ... flækjusviminn er á hárréttu stigi, það er engin sápa án flækjusvima... ég er svo spennt að lesa meira ...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:40

12 Smámynd: bara Maja...

Þetta er bara snilld Gurrí...  hahahaha ég held að ég sé alveg búin að ná þræðinum, þá kemur þú með tvist sem flækir allt uppá nýtt... snillingur  flækjusvimi á háu stigi...

bara Maja..., 1.3.2007 kl. 12:27

13 Smámynd: Hugarfluga

Íbúfenvíma? Þetta var sko rauðvín, Gurrí mín!  °hic og skál í boðinu! Þetta er tær schnilld!

Hugarfluga, 1.3.2007 kl. 16:10

14 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ég er hættur að kveikja á sjónvarpinu, þú verður að fara að innheimta áskriftargjald og það auðvitað á Visa boðgreiðslum, frábært hjá þér.

Pétur Þór Jónsson, 1.3.2007 kl. 17:11

15 Smámynd: Svava S. Steinars

Kannski er ég faðir barnsins hennar Önnu Nicole Smith ?  Ég heimta móðernismál !

Svava S. Steinars, 2.3.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1505980

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband