Sætukarlastoppistöðin tæmd ... hviður á Kjalarnesi

VindurÞað hvein dásamlega í öllu í morgun og ég bjóst við að rokið úti væri rosalega mikið. Svo var þó ekki og hviður á Kjalarnesi náðu kannski mest 26 m/sek skv. Vegagerðinni á Netinu.  

Vagninn fylltist hjá Íþróttahöllinni og þó voru tvær eða þrjár stoppistöðvar eftir á Skaga ...  skilaboðin gengu á milli okkar vagns og aukavagns.

Gleði mín í lífinu, sætukarlastoppistöðin eins og hún lagði sig, var hirt upp af aukabílnum sem tók líka fólkið á Kjalarnesi og Karítas í brekkunni. Okkar bíll hékk þó fyrir aftan aukabílinn til öryggis þar til við komum í Mosó, það var nefnilega skrambi hvasst, eða eins og brosmildi bílstjórinn orðar það: „Það er meira að segja hvasst þarna í logni!“ Hann kemur alltaf fólki í gott skap. Svo hatar hann Bylgjuna á morgnana, eins og sumir aðrir ósmekklegir farþegar (of mikill hressileiki, læti og hlátur), og lætur Rás 2 eða jafnvel Rás 1 lulla.

Þar sem við ókum frekar hægt í gegnum Kjalarnesið hljóp ég upp á von og óvon út úr vagninum á Vesturlandsveginum, hvött af Sigþóru, og rétt náði leið 18. Bílstjórinn brosti svo sætt til mín þegar ég kom móð og másandi að hann fær atkvæði mitt hvenær sem er! Hann lítur út fyrir að vera pólskur ... en það hélt ég reyndar fyrst með brosmilda bílstjórann af því að hann hefur þetta flotta LekkWalesa-yfirvaraskegg!

Þetta var fínasta morgunbyrjun, vona að framhaldið verði eitthvað svipað og vona að dagurinn ykkar, elsku bloggvinir, verði alveg hreint dásamlegur!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sömuleiðis

Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 08:15

2 identicon

kikka (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 10:14

3 identicon

Broskallarnir mínir koma aldrei þegar ég ætla að hafa þá eina í póstinum. Hmmm... dularfullt Vona að þú eigir líka dásamlegan dag.

kikka (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband