Ný höfuðborg Íslands og afmælispælingar

LandmælingarFékk þetta líka dásamlega SMS frá Ástu í morgun og far með limmósínunni hennar upp að dyrum í vinnunni í kjölfarið. Þegar við náðum í skottið á strætó í Mosó kom í ljós að tveir stórir bílar stóðu í gripaflutningunum ... Með þessu áframhaldi verður Akranes höfuðborg Íslands einn góðan veðurdag. Grunur minn um það kviknaði fyrst þegar Landmælingar voru færðar upp eftir! Nú eru allir búnir að gleyma því.

HallgrímskirkjaNæst verður það Hallgrímskirkja og þegar allir verða búnir að gleyma því býst ég við að fá lögreglustöðina við Hlemm. Þetta er spennandi líf.  

Ohhh, svo kemur Ásta upp úr þrjú og sækir mig. Dóttir hennar fermist um næstu helgi og það er mikið stress í gangi. Ég var svo vön að halda upp á stórafmælin okkar erfðaprinsins á hverju ári að ein ferming var harla lítið mál. Ég var atvinnulaus þegar drengurinn fermdist en mikið atvinnuleysi ríkti á þessum tíma. Launin mín þá höfu verið 140 þúsund á mánuði og ég lækkaði niður í 40 þúsund (atvinnuleysisbæturnar). Einhvern veginn reddaðist allt ... Mamma keypti marsipantertuna, Laufey kransakökuna ... osfrv.

BarnaafmæliÞað komu yfirleitt 10-15 krakkar í afmælin hjá erfðaprinsinum en mun fleiri til mín (eina partíið á árinu ... og hver slær hendinni á móti fermingarveislu að sumri til?) en samt var ég þreyttari eftir barnaafmælin!

Fór ekki að trúa á líf eftir barnaafmæli fyrr en börnin hennar Önnu vinkonu (Ó.Björnsson) voru síðust heim og fóru að taka til eftir veisluna og sýndu syni mínum hvernig maður bæri sig að.

Hef alltaf haft afmælin mín stranglega bönnuð börnum því að ef bara 20 vinum dytti í hug að taka bara eitt barn með sér væri allt sprungið. Samt elska ég þessa grislinga og eitt af þeim elstu er t.d. í læknisfræði í Ungverjalandi núna, er ekkert smáhreykin af dýrinu! Foreldrar vilja líka stundum komast frá englunum sínum  ... og tala við fullorðið, gáfað, gullfallegt og stórskemmtilegt fólk á meðan það úðar í sig brauðtertum, marsipantertum og drekkur guðdómlegt kaffi með.

madonna

Ja, hérna. Hver ætli vilji svo elska 49 ára kerlingu eftir miðjan ágúst?

Guði sé lof fyrir Madonnu, jafnöldru mína næstum upp á dag. Hún minnir mig reglulega á að þótt við séum kannski ekki ungar miðað við 23 ára grislinga þá erum við bara krakkar miðað við gamla fólkið á elliheimilinu!

Ég hika ekki við að miða mig við 94 ára öldung og verð ósjálfrátt svo miklu léttari í spori þegar ég geri það!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Það þarf ekki mörg börn til að maður verður eins og undin tuska eftir eitt stykki barnaafmæli hahaha

Gerða Kristjáns, 15.3.2007 kl. 10:02

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Búin að merkja við í dagbókina, mæti alveg örugglega ef ég verð búin að jafna mig eftir fimmtugsafmæli bóndans sem er tæpum mánuði fyrr

Sigríður Jósefsdóttir, 15.3.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þið náið sko ekki kallinum í spottanum frá mér! Við eigum orðið í skemmtilegu huglægu ástarsambandi! 

Heiða B. Heiðars, 15.3.2007 kl. 12:43

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á dóttur fædda 17. ágúst 1978.  Hún er falleg, góð, greind, klár, húmoristi,uppfinningasöm og..og..og.  Meiriháttar fólk á þessum tíma og ég er EKKI að tala um Maddonu.  Þú ert einfaldlega helmingi flottari.

BTW Barnaafmæli eru sko veislur sem slá í gegn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: gua

Hehehehe talandi um aldur ég fór með mömmu (85) til hjartalæknis í morgunn þar hitti hún konu sem hún hefur ekki séð í nærri 30 ár sú hrópaði upp yfir sig í undrun og gleði og spurði: hvað ert Þú að gera hérna, vinnuru kannski hér ?  en mamma vann nú hérna áður fyrr við heilsugæslustörf.  Við sögðum lækninum frá þessu skemmtilega samtali og hann hló við og sagði að þó það vantaði fólk þá væri nú takmörk fyrir því hvursu gamal fólk væri þegar það væri ráðið.  Er búin að hlægja að þessu síðan.

gua, 15.3.2007 kl. 13:28

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ertu í alvöru að meina það að þú og Madonna séuð næstum nákvæmlega jafngamlar??? Jésús Pétur..og ég sem hélt hún væri miklu eldri en þú!!!! Flott að mæta á limmu í vinnuna og ég segi það hér með og skrifa að brauðterturnar þínar eru engu líkar. Nammi namm...hvað eru aftur margir dagar í afmælið???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 16:11

7 identicon

man þegar að ég fermdist fannst mér mútta hundgömul, ekki orðin þrítug.... margt búið að breytast síðan..

núna veit ég hvað aldur er afstæður ...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:25

8 identicon

Ég var að skoða bloggin þín nýi bloggvinur. Rosalega er þú komin í flott himnaríki. Vona að hið eina sanna sé með jafn dásamlegu útsýni. Ég og minn ektamaki G.Ben. verðum að fara að leggja lykkju á leið okkar þegar við förum í Flatey og heimsækja þig í  "heaven".

Olga Clausen (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:54

9 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Ég var að skoða bloggin þín nýi bloggvinur. Rosalega er þú komin í flott himnaríki. Vona að hið eina sanna sé með jafn dásamlegu útsýni. Ég og minn ektamaki G.Ben. verðum að fara að leggja lykkju á leið okkar þegar við förum í Flatey og heimsækja þig í  "heaven".

Guðrún Olga Clausen, 15.3.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 42
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 1530957

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband