Allt fullt ... af einhverju ...

Langamma tvíburi með dúllurnarDagurinn í dag er ekta dagur til að fara í heitt freyðibað og lesa ... horfa svo á sjónvarpið eða DVD-spólu og lesa meira. Svona letidagur til að hvíla sig. Mér tókst að sofa til tvö! Fór reyndar ansi seint í háttinn í gær ...

Hér heyrist ekkert nema gnauðið í vindinum, það er ekki einu sinni rigning til að auka fjölbreytnina ... sem betur fer. Gluggarnir eru fullir af þurrum handklæðum ... Sjórinn er fullur af pínulitlum hraðskreiðum gárum ... ég er full ... af leti.  

Mamma með langömmustrákana sína. Hún er tvíeggja tvíburi eins og þeir. Úlfur t.v. og Ísak.  

Já, hann Halldór frændi. Einu sinni sat hann inni í eldhúsi hjá Hildu systur og við vorum nokkur saman að brjóta saman einhvern bækling eða setja límmiða á hann ... man það ekki alveg.
Hann ruggaði sér næstum stöðugt á hvíta plaststólnum (útihúsgagn) þrátt fyrir að Hilda segði að hann gæti brotnað. Og hann brotnaði og Halldór skall í gólfið.
Þrátt fyrir að Hilda hlæi alltaf tryllingslega ef einhver meiðir sig nógu mikið (beiskjufull minning) þá spurði hún umhyggjusöm hvort Halldór hefði nokkuð meitt sig.
Halldór stundi, brölti á fætur og sagði: „Nei, þetta eru gleðitár!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

hahaha góður.

Hilda er sem sagt svona eins og ég...spurðu bara Einar...ég græt enn úr hlátri við tilhugsunina þegar hann BRAUT nýja útilegustólinn þar sem við vorum stödd á tjaldstæði í Hamborg...dýrðleg sjón...hann meiddi sig ekkert mikið...held ég...

SigrúnSveitó, 31.3.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 16:06

3 Smámynd: Saumakonan

LOL

Saumakonan, 31.3.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hahahahahahaha.....hahahahahah....nei, bíddu hehehehe, góður

Bertha Sigmundsdóttir, 31.3.2007 kl. 16:37

5 Smámynd: www.zordis.com

Hef prófað að húrra í gólfið af TRéStól .... nú nýlega, hélt á sofandi syni mínum í fanginu og stóllinn sem var að liðast í sundur gaf sítt síðasta rugg .... Ég er með þann ljótasta blett á rasskinninni ever, trúðu mér og ég hló eins og brjálæðingur en syni mínum brá!

www.zordis.com, 31.3.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 74
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 1164
  • Frá upphafi: 1515169

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 1011
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldhúslampinn
  • Fatahengið
  • Smiður og eftirlitsköttur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband