Frábært jólafrí í nánd

Jól í himnaríkiÞá er þessu allt of stutta páskafríi lokið. Það leið a.m.k. ansi hratt. Hversdagurinn hefst á morgun með öllum sínum gleðilegu strætóferðum, skemmtilegu samstarfsfólki og spennandi verkefnum. Það styttist til jóla en jólafríið verður óvenjulangt í ár. Aðfangadagur er á mánudegi sem er alveg dásamlegt!

Veðrið í dag hefur verið mjög undarlegt, ýmist sólarglenna eða hellirigning. Samt sé ég masókista á öllum aldri í göngutúr niðri á Langasandi ... hetjurnar!  

Annar í páskum hefur boðið upp á fleira spennandi en veðrið og heimsókn. M.a. heljarinnar sinadrátt í annan kálfann sem olli því að ég hef haltrað um allt himnaríki í dag. Skárra en ekkert, myndu sumir segja.

Í þessarri viku kemur smiðurinn minn almáttugur og lagar allt í kringum nýju svaladyrnar og við getum síðan farið að pæla í nýju eldhúsi og baði.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jólin eru bara handan við hornið.  Jiiiiii ég hlakka til

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 19:02

2 identicon

Spaklega mælt... lítið betra en ekkert, þó á vitlausum stað sé

P.s.  5 Óskara + Bafta + Emmy + Grammy

Jónsi (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:22

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð að segja að þú ert engum öðrum lík Gurri mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.4.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Guðný M

Svona á að gera þetta...alltaf að líta á björtustu hliðarnar á björtustu hliðunum! Sjáumst á morgun.

Guðný M, 9.4.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nú á ég nýjan uppáhaldsleikstjóra og handritshöfund. Guess who?

Góða strætóferð á morgun!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2007 kl. 00:31

6 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Þú verður fyndnari með hverjum degi, hvernig er það eiginlega hægt?????? Það hlýtur að hafa eitthvað með himnaríki að gera, the happiest place on earth...fyrir utan mitt himnaríki Kossar og knús

Bertha Sigmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 01:11

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Sinadráttur er ekki skárri en enginn dráttur, amk er það mín bitra reynsla.  Bollywood hefur greinilega flust yfir á Akranes

Svava S. Steinars, 10.4.2007 kl. 01:16

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott video. því miður eru páskarnir búnir, en það er gott að sjá sinn innri mann

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1505972

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband