Blús í morgunsárið

Hefði gjarnan viljað segja góða sögu af honum Tomma mínum strætókarli svona í morgunsárið en ... Ásta var á bíl. Hún spilaði Steve Ray Vaughan á hæsta á leiðinni og núna man ég hvers vegna ég elska blús ... hann er himneskur ... á meðan djass er frá helvíti ... hehehehe, sum lögin alla vega og þá sérstaklega þau sem eru í útvarpinu, á Rondó, stöðinni minni. Stundum er þar ekki þverfótað fyrir djassi!!! Það er virkilega gaman á djasstónleikum ... æ, þetta er kannski eins og með grænu baunirnar sem ég fór ekki að borða fyrr en 11 ára ... þetta kemur með aldrinum.

-------------                   -------------                ---------------             --------------

 Samstarfsmaður minn, SW, kom inn kl. 7.57 á háværum skóm sem ískraði óþægilega í. Ég hugsaði: „Vondan daginn!“ Nei, djók ... ég bara bauð ekki góðan daginn, fleygi ekki perlum fyrir svín á hverjum degi ... leit bara niður og þóttist vera mjög upptekin. Ef hann horfði ekki alltaf í áttina til mín (fegurð Guðríðar) þá skipti þetta engu. Kannski finnst honum fyndið að neyða mig með augnaráðinu til að bjóða góðan dag og svo er brandarinn fólginn í því að svara mér ekki. Hmmm! Sumir æða bara inn, sjá ekkert nema kaffivélina í hillingum og maður býður þeim ekki góðan dag fyrr en fimm mínútum síðar. Hehehheehe! -----              ------------                ---------------               -------------------            --------- Vikan var að koma út ... og mér finnst ótrúlega skrýtið að horfa á Hildu systur á forsíðunni. Við á Vikunni vorum að velta upp ákveðnu dæmi sem okkur langaði að skrifa um, manneskju sem hefur helgað líf sitt börnum, og ég segi að ég skuli spyrja Hildu systur hvort hún þekki einhverja ... (Hilda hefur helgað líf sitt börnum). Alla vega vildi ritstjórinn ólm fá Hildu í viðtal! Ég vissi reyndar að hún hefði mikla sögu að segja en maður horfir aldrei á einhvern svona nálægt sér. Ég alla vega harðneitaði að skrifa viðtalið og önnur var fengin í verkið. Hilda lenti í algjörri martröð sem au pair þegar hún var 18 ára ... fimm ára strákur sem hún var að passa hljóp fyrir bíl og dó. Þetta breytti öllu lífi hennar. Mjög sorglegt viðtal ... ég passaði þennan sama dreng tveimur árum áður þegar ég var í London.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ótrúlega óheppin að vera boðið far.......  

Rétt hjá þér að dissa bara suðvestrið (SW) hehehehehehehe

Verð að kaupa vikuna, hrikalegt fyrir hana að lenda í þessu

Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2007 kl. 08:46

2 Smámynd: Bragi Einarsson

kvitt fyrir blúsinn

Bragi Einarsson, 18.4.2007 kl. 09:28

3 Smámynd: Ester Júlía

Gott hjá þér að dissa samstarfsmanninn og henda ekki perlum í hann!  Ég verð að kaupa þessa viku..skelfilega sorgleg lífsreynsla sem hún systir þín hefur lent í. 

Bið að heilsa, elska BB-King ..    ( tónlistina)

Ester Júlía, 18.4.2007 kl. 10:21

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jazz getur líka verið himneskur...sérstaklega acid jazz

Heiða B. Heiðars, 18.4.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband