King Crimson, mysingur og normalbrauð

Þegar sumir gengu inn í morgun kl. 8.26 horfði ég fast á tölvuskjáinn minn og bauð ekki góðan dag, ekki frekar en á miðvikudaginn. Fékk hátt og skýrt „Hæ!“ Batnandi manni er best að lifa. Jamm.   ------------------------------------------------------------------- 

Í hádeginu:

eminemJón Óskar: „... myndin byrjaði á Court of the Crimson King sem allir ættu að þekkja.“

Gurrí: „Ummmm, King Crimson, ég elska þá.“

Mikki: „Um hvað eruð þið að tala?“

Jón Óskar: „Við Gurrí erum svo þroskuð og þekkjum góða tónlist. Þið Tinni eruð of ungir.“

 Gurrí: „Ja, eitt besta lag í heimi er nú frekar nýtt og heitir The Way I am og er með Eminem.“

Viðurkenningaraugnaráð frá Tinna. Gurrí roðnar af gleði. Allar stundirnar fyrir framan MTV hafa greinilega borgað sig. Samræðurnar leystust síðan upp í bulli um Slim Shady.  

-----------------------------------------------------------------------------  

Forsíðustúlka Séð og heyrt, Vélstýran sjálf, kom akandi hingað áðan og færði mér normalbrauð og klikkaði ekki á mysingsdollu með í þetta skiptið. Þetta gæti orðið að vana. Hilda og allt hennar hyski ætti að stórgræða á þessu, ég fer þangað eftir vinnu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég keypti Vikuna áðan...var að lesa viðtalið við Hildu.  Verð að segja, eftir að hafa séð myndirnar af henni...þið eruð ekki ólíkar.  

Jæja, ég er farin að lesa lífsreynslusöguna þína!! 

SigrúnSveitó, 20.4.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð að kaupa Vikuna það er engin spurning.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ummmm...Mysiningur!!!!!! Full teskeið af mysingi sem maður leiti úr meðan maður rólaði...er æskuástin mín!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

sleikti...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

King Crimson rúlar og það gerir þú líka

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 19:34

6 identicon

Þegar við Hilda vorum litlar héldu margir að við værum tvíburar ... ekkert skrýtið þótt það sjáist systrasvipur. Elsta og yngsta barn mömmu búa yfir þessarri frönsku, dökku fegurð ... en millibörn mömmu hafa þá köldu, yfirþyrmandi, sjúklega æðislegu ljósari fegurðina ... við Hilda sko. Ekkert ólíkt Eminem ...
Er sko hjá Hildu, dauðhrædd við Makkann hennar ... kannski get ég bloggað í kvöld, kannski ekki.

Gurrí sem kemst ekki inn í eigin blogg (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:42

7 Smámynd: www.zordis.com

það eru ekki allir jafn heppnir og geta keypt vikuna sísonnnna!  Ég gæti sennilega ekki hillað ungdóminn með þekkingu á hljómsveitum síðustu ára

www.zordis.com, 20.4.2007 kl. 20:52

8 Smámynd: halkatla

ég er búin að vera á leiðinni að setja in the court of the crimson king á tónlistarspilarann, það er svo geggjað lag, enda líka bara æðisleg hljómsveit. En ég fíla ekki manninn á myndinni...

halkatla, 20.4.2007 kl. 20:56

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þar sem þetta er að leysast upp í einkunnagjöf þá eru mín atkvæði hér: King Crimson rokka, Eminem er frábær og mysingur er ekki að virka, engan veginn. Sorrí.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.4.2007 kl. 21:16

10 Smámynd: gua

Mér finnst flott hjá þér að takla fyndna manninn á sálfræðinni hehehehe, mín reynsla er sú að ef maður hunsar viðkomandi vill hann ólmur vera vinur

gua, 20.4.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband