Þessir iðnaðarmenn .... eru hreint snillingar

Smiðurinn minn hefur verið hjá mér í morgun ... þetta er séntilmaður sem hlær ekki að rammskakkri skvísu sem staulast um á náttfötunum (mjög siðsömum) og í náttslopp.

Picture 958Við erum greinilega miklir snillingar saman þegar við tökum okkur til. Ekkert ný eldhúsinnrétting-kjaftæði ... við nýtum það sem til er og gerum bara allt miklu flottara ... með þessari komu sinni og góðum hugmyndum hefur hann sparað mér um 200 þúsund, jafnvel meira.

Ég á mjög skemmtilegan IKEA-glerskáp sem var of hár til að komast inn í eldhús þegar ég flutti. Smiðurinn getur minnkað bilið milli glerskápsins og neðri hlutans þar sem eru tvær skúffur og tveir skápar og þá smellpassar þetta inn.

Ég er alveg búin eftir þessa heimsókn, ketillinn er að sjóða vatn í hitapokann og nú ætla ég beint upp í rúm ... hlíti góðum ráðum ... bólgueyðandi, liggja, bólgueyðandi, liggja ... ég sagði smiðnum bara að nota lyklana þegar hann kæmi eftir hádegið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iðnaðarmenn arg búin að hafa þá í næsta húsi við gluggaísetningar síðan árla morguns.

Flottur skápur og svo mættirðu alveg búa til svona "himnaríkishýbílaþátt" og leyfa manni að sjá dýrðina í heild sinni, þe þegar þú ert búin að jafna þig í bakinu.  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Saumakonan

hmm.. geturu ekki sent þennan mæta mann hingað til mín??? mig SÁRVANTAR iðnaðarmenn!!!   Og að spara 200þús kall hljómar ekki svo galið... allavega þegar maður þarf að plana heila eldhúsinnréttingu plús tæki! *stuna*   Já svo vantar mig pípulagningamann líka!!!    urrgggggggggg!!!!!  

 btw... skápurinn er flottur    Koddu þér svo í bælið kella og náðu þessum helvvv þurs úr þér!

Saumakonan, 24.4.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Agalegt ástand á bakinu á þér !!! Eru viss um að þú sért að taka bólgueyðandi ?  Kannski eru bara að taka bólgufreyðandi töflur !  Bestu óskir um góðan bata !!!

Svava S. Steinars, 24.4.2007 kl. 15:04

4 identicon

Skessuhorn:

Eru aðeins fimm kettir á Akranesi?

24. apríl 2007

Einungis fimm kettir hafa verið skráðir á Akranesi, en frá og með 1. janúar sl. var skylt að hafa leyfi fyrir köttum í bæjarfélaginu. Bæjarstjórn samþykkti að banna kattahald frá áramótum, en hægt væri að sækja um undanþágu frá því banni. Til að fá þá undanþágu þarf að skrá köttinn, framvísa vottorðum um ormahreinsun og örmerkingu og samþykki nágranna ef um fjölbýlishús er að ræða. Akraneskaupstaður ábyrgðartryggir alla skráða ketti sem greitt er leyfisgjald af hjá viðurkenndu tryggingafélagi og er lágmarkstryggingarupphæð 10 milljónir króna. Skráning kostar 3.500 krónur.

Samkvæmt upplýsingum frá Laufeyju Sigurðardóttur, heilbrigðisfulltrúa hafa einungis fimm kettir verið skráðir í bænum. Hún taldi kettina þó mun fleiri í bænum, en það gengi fremur rólega að fá fólk til skrá kettina. Hún telur að fólk þurfi aðlögunartíma en ljóst sé að enginn komist hjá því að skrá köttinn sinn. Fyrirhugað er að breyta starfi hundaeftirlitsmanns bæjarins í dýraeftirlitsmann. Hann mun þá einnig hafa það verkefni undir höndum að fylgjast með köttum. Væntanlega mun hann hafa nóg að gera, enda víst að kettir bæjarins eru fleiri en fimm. Í það minnsta fullyrðir íbúi við Jaðarsbraut við blaðamann að séu kettir bæjarins ekki fleiri en fimm talsins sé það sérkennileg tilviljun að þeir séu allir til húsa við sömu götuna; þ.e. við Jaðarsbraut!

Gluggagægir (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 15:06

5 identicon

Elsku dúlla - ég vona að hlýjar batakveðjur að norðan hjálpi eitthvað til. Knús og kossar líka!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband