Spennandi læknisheimsókn og daður í matsalnum

Fékk aukabíltúr með strætó í hádeginu. Stjórnstöð hafði samband við bílstjórann þar sem hann sat og beið eftir að klukkan yrði 12.50 og sagði að honum hefði yfirsést farþegi í Mosfellsdalnum, stúlkukind sem faldi sig í skýlinu þrátt fyrir gott veður. Þar sem Skagabílstjórarnir eru með betri mönnum dreif þessi sig beint upp í dal og sótti dömuna sem var afar þakklát. Þetta seinkaði okkur þó ekki nema um fimm mínútur sem er ekkert fyrir hugarró mosfellsdalískrar stúlku sem þurfti að komast í Mosó.

Hjá lækninum ...Tók saman nokkur tímarit (sem hlaðast upp í himnaríki) og færði dúllunum mínum á sjúkrahúsinu á Akranesi. Veit að þau verða lesin upp til agna. Fyrst af konunum í afgreiðslunni, síðan sjúklingum uppi á deildum og síðast fólkinu á biðstofunni.

Læknirinn sagði að ég væri kasólétt og myndi eignast guðdómlegt barnabarn þegar ég hefði aldur til. Fyrir þetta bull greiddi ég 700 krónur.

Eyddi meira fé á Skrúðgarðinum, átti inni fríbolla af latte og bætti við eins og einni flís af súkkulaðiköku í tilefni af undankeppni Evróvisjón. Skrúðgarðinum verður lokað kl. 18 í stað 21, enda verða væntanlega flestir gapandi yfir Eiríki í kvöld. Mér finnst lagið okkar flottara með hverri hlustun. Ég treysti á Zordísi, Steinunni og Katrínu Snæhólm að koma okkur yfir í aðalkeppnina á laugardaginn.

Daður í matsalnumDaðraði aðeins við tvo útlendinga í matsalnum í morgun. Þeir voru að fá sér TE og ég gat ekki stillt mig um að benda þeim á að maður fengi sér ekki te þegar guðdómlegt kaffi væri á boðstólum. Þetta eru tæknisnillingarnir sem halda utan um kosningasjónvarp Stöðvar 2. Annar er Íri og ég hrósaði landinu hans helling, enda hef ég farið til Dublin og þaðan með lest til Belfast ... síðan með rútu aftur frá Belfast til Dublin. Sagðist hafa smakkað kaffi í lestinni og það hafi verið alveg skelfilega vont. Írinn sagði að ég hefði frekar átt að panta mér te. Geri það næst!

Held að ég hafi ekki daðrað við fleiri í dag, enda fínt að ná tveimur í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 247
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 1473
  • Frá upphafi: 1502749

Annað

  • Innlit í dag: 219
  • Innlit sl. viku: 1218
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 208

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband