Ég vil vera memm!

StrákarÞað má alveg kalla mig femínistabelju (dirfist bara) ... en mér finnst of mikil slagsíða, allt of fáar konur, í stöðu „vitringanna/álitsgjafanna“ í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Á RÚV (í tölvunni minni) eru núna Hallgrímur Helgason og Óli Björn Kárason, alveg stórfínir báðir, en hvar eru stórskemmtilegu og vitru konurnar? Það síast inn í fólk að karlar hafi einir vit á stjórnmálum þegar bara karlar eru sýndir. Hundrað allra nánustu bloggvinir mínir vita að ég er vitlaus í karlmenn, þetta er ekki karlahatur, enda er það útbreiddur misskilningur að fimínismi snúist um það. Ég vil bara vera memm!

Þessi slagsíða getur vissulega breyst þegar líður á nóttina, vonandi, en þá verð ég sofnuð. Möguleg uppsetning litlu svalanna neyddi mig til að vakna fyrir allar aldir. Ætli maður hafi ekki heil fjögur ár til að láta úrslitin síast inn, svona ef maður tekur pollýönnuna á þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Anna fór víst með Hallgrími, á Grand Hótel sagði hún.  Hefði nú samt viljað sjá hana í útsendingu.  Kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 13.5.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 1526528

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 430
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Hjúkrunarneminn
  • Sófamorðingi 2
  • Sófamorðinginn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband