31.1.2021 | 13:44
Þrjú líf af níu ...
Keli, 10 ára, grár og hvítur, og Krummi, 9 ára, svartur og hvítur, fluttu hingað fyrir tæpum níu árum. Sá fyrrnefndi hafði fundist í Heiðmörk, einn af níu kettlingum sem eitthvert ógeðið hafði hent í poka ofan í gjótu á ísköldum desemberdegi.
Þeir fundust loks, tveir lifðu af, bjuggu í Kattholti í tæpt ár og fengu svo heimili um sama leyti. Keli flutti hingað. Þegar ég ætlaði að taka hinn líka nokkrum dögum seinna var hann kominn með heimili.
Keli var mjög var um sig, það mátti ekki halda á honum og honum brá við allar snöggar hreyfingar eða hljóð og þaut í burtu. Mánuði seinna eignaðist hann vininn Krumma sem var þriggja mánaða, gekk undir nafninu Tjúlli (vegna mikils æskufjörs) hjá Dýralæknastöðinni í Grafarholti, en búið var að borga fyrir að láta lóga honum. Með leyfi fólksins var hann auglýstur og við Einar sóttum hann skömmu seinna. Krummi og Keli urðu samstundis algjörir perluvinir og sofa oft í faðmlögum.
MYNDIN til vinstri er reyndar af Mosa og Kela.Fann enga af Kela og Krumma hér í tölvunni minni, bæti úr því síðar, á fullt af myndum af þeim í símanum.
Svo kom MOSI ...
Eitt sinn, á meðan Einar bjó enn hjá mér var hann á heimleið (fótgangandi) og í nærliggjandi götu rakst hann á kettling sem vældi svo sárt að Einar kom með hann heim.
Sá litli var greinilega týndur í þessum kulda og myrkri ... Hann tók gleði sína um leið og hann kom inn og frá því fyrsta dýrkaði hann Kela og Krumma, nuddaði sér upp við þá en þeir færðu sig undan og hrylltu sig, en hvæstu ekkert á hann.
Í ljós kom að hinn bröndótti Mosi hafði bara alls ekki nennt að ganga heim, hann bjó í sömu götu og við.
Við Einar vorum kolfallin fyrir þessari dásemd og sögðum eigandanum að ef þyrfti pössun fyrir hann værum við til.
Íbúarnir á neðstu hæðinni urðu stundum varir við skælandi kött fyrir utan húsið og sögðu mér frá því - ég vissi að það væri Mosi sem langaði að koma í heimsókn.
Svo fluttu eigendurnir frá Akranesi og spurðu hvort ég vildi taka Mosa. Ég sagði nei, nóg að vera með tvo, en Einar tók hann til sín. Eftir að Einar dó flutti Mosi svo til mín og þrátt fyrir að eitthvað væri hvæst og svona í fyrstu, tók ekki nema tvær vikur að koma á friði. Fyrri kynni hafa án efa hjálpað mikið til. Yfirleitt tekur lengri tíma en þetta að venjast.
Mosi hafði fundist ofan í vél á bíl sem kom til að gefa fyrsta eigandanum rafmagn og engin leið að vita hvar hann hafði villst upp í bílinn en bíll konunnar fór í gang og hún var orðin eigandi að ótrúlega sætum ketti. Sem var sturlaðislega hræddur við óhljóðin í ryksugunni þar til hann sá Krumma og Kela nánast sallarólega yfir þeim.
Á myndinni hér til hægri má sjá Mosa prófarkalesa spennandi skjal ... Ég hafði brugðið mér fram til að sækja kaffi og kom að honum svona. Sennilega beið hann spenntur eftir fuglamyndbandi af YouTube en ég sýni honum slíka dýrð annað slagið. Sjórinn minn var sérlega flottur þennan dag - himinninn æði.
Mosi er ansi forvitinn, eiginlega alveg rosalega mikill glanni, og þegar hann slapp eitt sinn út á svalir um miðja nótt (biluð hurðin þá) endaði hann á svölunum niðri hjá Hildi og Gumma. Hildur kom með hann næsta morgun, alveg gáttuð á þessari heimsókn á svalirnar á næstum þriðju hæð - ef við teljum jarðhæðina sem fyrstu hæð, er þetta sú þriðja og ég á fjórðu. Þarna fór annað lífið hans af níu.
Þegar endurbæturnar áttu sér stað í fyrra, voru kettirnir lokaðir inni hjá mér, ég vann í tölvunni, og fóru ekki fram fyrr en eftir að smiðirnir voru farnir, klukkan fjögur. Þá þurfti að taka allt út. Eitt sinn tók ég eftir því að eldhúsglugginn var galopinn og fór til öryggis að leita að Mosa, sem skoðar allt fyrst og spyr svo. Hann fannst ekki, hafði greinilega stokkið eða dottið út um gluggann, svo ég fór út og kallaði - óttaðist svo að hann hefði farið lengra. Inga vinkona kom og við ókum um nágrennið. Við gáfumst upp eftir korter og ég ákvað að leita frekar fótgangandi. Þegar við ókum að húsinu spegluðust bílljósin í skelkuðum augum Mosa sem hafði leitað skjóls bak við öskutunnurnar. Við Inga urðum ofsaglaðar og Mosi líka. Honum var fagnað vel af Kela sem er einhvern veginn miklu meiri vinur hans en Krummi er, enda þvær Mosi Kela mjög vandlega nánast daglega sem nautnabelginum og kelirófunni Kela (já, hann breyttist mikið með árunum) kann svo sannarlega að meta.
Mosi er búinn með þrjú líf af níu, jafnvel fleiri ... svo hans verður vel gætt.
Á neðslu myndinni má sjá þá skoða það nýjasta sem smiðirnir höfðu brallað þann daginn. Það lítur út fyrir að þeir hafi verið mjög ofvirkir. Þeir voru það. Þarna má sjá gluggann sem Mosi fór út um ... óskiljanlegt að hann hafi ekki slasað sig neitt. Hann var mjög óttasleginn, eðlilega en ég þekki hann það vel að ég veit að hann lærir ekki af reynslunni. Forvitnin og allt það.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 17
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 651
- Frá upphafi: 1506004
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 528
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.