Hæ, blokkarar

Hvort skal veljaAð vakna svona aftur og aftur fyrir níu á hverjum morgni finnst mér grunsamlegt, vægast sagt, sennilega bólusetningunni að kenna eða einhverju þaðan af verra. Eða meiri birtu? Ég er líka farin að fá nýjar og ferskar hugmyndir - eins og húsakaupin í Reykjavík en tími samt ekki að selja himnaríki. Að flytja í svona stórt getur samt þýtt vesen. Mér skilst að það sé mikill hörgull á ráðsmönnum (butlerum) hérlendis sem setur í raun allt í uppnám. Hver á að tilkynna gestakomur? Svo þarf ég að ákveða hvar búseta mín Reykjavíkurmegin hafsins verður, í stóra húsinu (2) eða garðhýsinu (1) ... Þetta er fínasta hverfi. Ég myndi segja að ég byggi í „170 Akranes“, við sjóinn, en ef ég léti rífa nokkur hús við Laufásveginn sæi ég næstum sjó ... eða beint niður að Reykjavíkurtjörn. Það verður alla vega haldin afmælisveisla í ár. Á Laufásvegi eða í himnaríki.

- - - - - - - - - 

Nýja blokkin til hægriVið Inga fengum okkur arabískan mat á Flamingo í gær og hittum þar myndarmann sem við könnuðumst nú vel við og sagði: „Hæ, blokkarar!“ Við Inga litum forviða hvor á aðra, við höfðum aldrei blokkerað þennan myndarlega mann á Facebook og hefðum aldrei gert. Ekki sagði hann bloggarar því Inga bloggar ekki. Ég var samt glöð og hreykin í 1/100000 úr sekúndu yfir því að hann hefði kannski lesið bloggið mitt en svo mundi ég að það eru bara þeir sem ég býð í afmælið mitt eða ég borga á annan hátt sem lesa það. Eftir um það bil sekúndu (við erum engir bjánar) áttuðum við okkur á því hvað hann meinti. Við ólumst öll upp um tíma í sama húsi á Skaganum, Nýju blokkinni sem stendur við Höfðabraut og töldumst vera frumbyggjar þar. MYNDIN er tekin úr Gömlu blokkinni minni, og það sést bara rétt í endann á Nýju blokkinni lengst til hægri. Ekki eru mörg ár síðan við hittumst í frumbyggjaveislu sem blásið var til, svona Pálínuboði þar sem allir komu með eitthvað, spjölluðu saman og spurði frétta um hvernig síðustu áratugir hefðu verið ... ótrúlega skemmtilegur hittingur. Hann Steini í Dúmbó bjó í þessari blokk, ekki lengi samt, en hann var fyrsta stóra ástin í lífi mínu, ég var sex ára með þessar heitu tilfinningar í margar, margar vikur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 1533329

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DV í denn
  • DV í denn
  • DV í denn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband