5.12.2021 | 17:40
Dagur hinna tíu handklæða
Veðrið hefur verið ósköp skítsæmilegt hér við sjóinn, þannig séð, gluggar orðnir tandurhreinir fyrir jólin, eins og þetta hafi verið sérstaklega pantað, en við höfum svo sem ekki prófað að fara út, þetta er bara samkvæmt sérlegri gluggarannsókn. Aðalfjörið hefur víst verið undir Hafnarfjalli og svo var líka hvasst á Kjalarnesi, flott hjá strætó að fara ekki. Að vísu er austurhlið Himnaríkis viðkvæmari í svona blautu veðri og ég þarf einhvern veginn að loka betur eldhúsglugga og litlusvalahurð til að lárétt regnið (8 mm) frussist ekki inn. Nætur hinna þúsund handklæða eru löngu liðnar hér, hélt ég, en þetta er svo sem ekkert venjulegt veður. Eiginlega svolítið dagur hinna tíu handklæða, eldhúspappírs og dagblaða.
Þegar myndin var tekin, lék allt í lyndi í eldhúsglugganum, enda veður í rólegri kantinum, nú snemma í haust. Þarna sannast mál mitt að karlar kjósi alltaf að koma tveir og tveir saman í Himnaríki; löggur, vottar, sendlar, smiðir, rafvirkjar, organistar, garðyrkjumenn o.fl. Ég endurnýti þessa mynd því ég á erfitt með að setja inn nýjar myndir, kannski er Moggablogg að refsa mér - eða ég hef farið yfir mörk í notkun mynda?
Það að ég skuli voða lítinn mun sjá á svíninu sem er í vörumerki Bónus, gæti þýtt að ég eigi lítið erindi í rannsóknarlögregluna sem mér finnst virðast spennandi starf en krefst án efa góðrar eftirtektar. Sumir eru að missa sig, nötra og skjálfa af hryllingi þegar þeir sjá nýja svínið, ég sé engan mun, þetta er bara teiknað svín, bara vörumerki ... sem ekki grafískur hönnuður æsi ég mig ekkert yfir einu eða neinu svona, frekar yfir skiltum sem grafískir hönnuðir hafa sett upp og ekki hirt um að láta lesa yfir ... þannig að hástafir eru kannski í hverju orði. Það er ekki flott, það er rangt. Það pirrar mig en ekki alveg alla.
Ef ég verð einhvern tímann uppgötvuð sem Snapchat-áhrifavaldur, og aðdáendur mínir verði fleiri en 30 (þarf bara að muna að snappa oftar og ekki bara af kisunum) ætla ég ekki að breyta mér ... heldur halda áfram að vera svona æðisleg eins og ég verð ef ég breyti snappinu mínu aðeins. Hef séð nokkra uppgötvast í gegnum t.d. Íslendingar í útlöndum, fólk fer að fylgja þeim - eftir þessa þrjá leyfilegu daga á þeim miðli - og fer að krefjast þess að fólkið tali meira og sjáist oftar - og þar með er skaðinn skeður. Allt í einu fer hressa fólkið að sitja fyrir framan símann sinn og tala í óratíma um ekkert, segja skoðun sína á öllu, bara til að geðjast aðdáendum sínum og sjást meira - og skemmtilegheitin hverfa. Fyrir kisuaðdáendur er ég gurrih - en ég get ekki sagt að ég sé mjög virk eða sérlega skemmtileg en kettirnir bæta það upp.
Ég ætla að gera eitt sem ég geri aldrei, ætla að leggja mig, þetta veður sem mér finnst ekkert athugavert við, gerir mig svo syfjaða. Samt svaf ég næstum til hádegis. Ég þrái að leggjast ofan á rúmteppið og loka augunum í klukkutíma áður en ég fer að elda ofan í okkur stráksa. Nú skil ég betur þegar fólk talar um kósíheit undir teppi í vissu veðri ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 6
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 563
- Frá upphafi: 1525319
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 488
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.