7.12.2021 | 18:19
Bleikt og bannað og draumur um Hótel Hollt
Stráksi smitaðist af magapest um helgina, veiktist í gær og er heima í dag, orðinn ágætlega frískur en mér pínku flökurt. Þetta átti að verða stór og mikill dagur hjá mér á morgun, örvun og tannsi, en ég frestaði bara tannlækninum og stramma mig af. Þegar ég tók hættu-að-reykja-lyfin, var mér stanslaust flökurt, mig dreymdi hroðalega drauma og var orkulaus þær sjö vikur sem ég tók lyfin - svo ég kvíði ekki aukaverkunum af örvunarskammtinum.
Fór í gegnum AZ-bóló án vesens fyrr á árinu en fæ núna Fæser. Finnst að fyrirsagnir hér væru réttari svona: Tugþúsundir finna ekki fyrir neinu eftir bólusetningu ... en áður en við stráksi fórum í Karíbahafið 2018 vorum við bólusett við mörgum smitsjúkdómum í einu. Ég fann ekki fyrir neinu, hann varð hálflasinn daginn eftir en við sluppum við öll Karíbasmit. Myndin hér að ofan tengist textanum ekki beint, mér fannst hún bara fyndin.
Það sem hefur bjargað okkur drengnum er bleika kvikindið, Pepto Bismol, saklaus magamixtúra sem má ekki kaupa hér á landi, af því bara. Hún bjargaði líka þeim sem var veikur í Reykjavík um helgina. Ég gaf nefnilega nokkrum einstaklingum bleika flösku í bland í poka-jólagjöf fyrir tveimur árum, reyndar fengu einhverjir alveg óvart sérstaka niðurgangsútgáfu af því en það virkar samt alveg á ógleði og uppköst.
Er verið að hugsa um sérhagsmuni einhverra sem græða minna ef þetta verður leyft? Þetta er selt í öllum matvörubúðum í USA og þykir jafnsjálfsagt að eiga og íbúfen í íslenskum baðskápum. Hefði haldið að það fengist í Costco en þung hönd forsjárhyggjunnar leyfir ekki einu sinni gott tannhvíttunartannkrem. Til hvers að hafa sjálfstæðisflokk við völd hér í áratugi, flokk sem segist standa fyrir frelsi einstaklingsins en samt er okkur ekki treyst til að kaupa magamixtúru sem slær víst meira að segja á ofát sem gæti verið ríkafólkssjálfstæðiskvilli sko (ég var að lesa á flöskuna). Erum við almenningur kannski bara einhver skilgreindur hópur, múgur, öreigar, hinir sem þarf að hafa vit fyrir - og frelsi einstaklingsins felist þá í að bjóða upp á aðrar lausnir en PB í apótekinu sínu? Bara á meðan ég skrifa þetta dettur mér eitt hræðilegt í hug, að þetta sé bara grímulaust kvenhatur eftir allt saman. Bleikur litur ... þetta nánast segir sig sjálft.
Mér hefur alla tíð verið frekar illa við breytingar og hef til dæmis unnið mín störf (ég er Íslendingur, ég vinn nokkur störf) í nokkur friðsæl og góð ár hér við tölvuna heima. Nú á að fara að skipta um kerfi í einni vinnunni minni og það skelfir mig meira en orð fá lýst. Ég íhugaði að sjálfsögðu að segja upp en svo mundi ég eftir hetjudáðum mínum í fyrra, þegar hirðsmiðirnir gjörbreyttu Himnaríki - hafði það einhvern hrylling í för með sér? Nei. Upplifðir þú ömurlegheit, frú Guðríður, þegar hægri umferð komst á í maí 1968, það voru stórbreytingar? Vissulega ekki, en ég var bara barn þá. Upplifðir þú skelfingu og viðbjóð þegar skipt var um grís í merkinu hjá Bónus? Nei, ég sá engan mun. Hættu þá þessu væli, breytingar geta verið alveg ágætar, sumar, stundum.
En í gær uppfærði borðtölvan sig án míns samþykkis og nú er nánast allt svart sem áður var hvítt (hræðilega ömurlegt) og ég íhugaði alveg að hætta bara alfarið í tölvunni, þetta er algjör viðbjóður svona og Davíð frændi svarar ekki örvæntingarfullu SMS-inu frá mér, meira að segja myndskreyttu. Kannski er hann bara enn að hlæja. Ég myndi örugglega lifa ágætu tölvulausu lífi, gæti horft út um gluggann á síbreytilegt hafið og dundað mér við að telja ljósin á höfuðborgarsvæðinu og skrásetja það á pappír. Drekka kaffi og lesa. Það gæti vantað fólk við að taka til á Langasandi, raka yfir sandinn með hrífu eftir Mótokross-mótin.
Skaganesti hætti sem sjoppa á meðan ég bjó í Reykjavík. Lengi var þar eitthvað sem heitir Kvikk og fínasta þjónusta þar ef eitthvað vantaði, nú er það hætt og eitthvað sem heitir Sbarro kemur í staðinn. Ég gúglaði það og líst ljómandi vel á. Af hverju fáum við ekki KFC? spurði drengurinn. Í gær hringdi vinkona sem er búin að bjóða okkur út að borða skömmu fyrir jól. Leyfðu drengnum að velja staðinn, sagði hún, væri það ekki sniðugt? Nú, nú langar þig á KFC? spurði ég ofsaspennt (djók).
Draumastaðurinn minn er staður sem gæti heitið Hótel Hollt. Með flottri þjónustu og geggjuðum HOLLum mat án þess að allt sé mengað með hnetum eða döðlum, rúsínum eða möndlum, hvað þá kúrennum. Það má örugglega láta staðinn heita þetta þótt það minni óneitanlega á lúxusstaðinn dýrlega, Hótel Holt í Þingholtunum. Ég veit það því ég fór nefnilega með Hildu systur á einkaleyfastofu fyrir mörgum árum:
Hilda: Góðan dag. Ég ætla að fá einkaleyfi á nafnið Ævintýraland, takk, það er starfsemi fyrir börn.
Einkaleyfastofa: Já, það kostar marga peninga.
Hilda borgar marga peninga.
Einkaleyfastofa: Nú ertu komin með einkaleyfi.
Nokkru síðar, síminn hringir á stofnun í Reykjavík:
Einkaleyfastofa: Einkaleyfastofan, góðan dag.
Hilda: Það var verið að opna stað í Kringlunni með sama nafni og sumarbúðirnar, starfsemi fyrir börn, ég hélt ég hefði borgað fyrir einkaleyfi.
Einkaleyfastofa: Þetta er ekki alveg algjörlega sama starfsemin svo Kringlan má þetta alveg.
Hilda fékk ekki endurgreitt þannig að ef Hótel Hollt sérhæfir sig í hollustu, verður jafnvel með gistipláss á efri hæðum og til öryggis heilhveitigardínur fyrir gluggum, er það bara alls ekki sama starfsemin. LAUGAvegur, LAUGARvegur ...
Í allan dag hef ég verið með sjónvarpið á, horft með öðru á arineld (meira kannski vitað af honum) og hlustað á jólalög, meira að segja afplánað eitt með Mariuh Carey. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst. Mig langar mun meira að horfa á eldgos á Reykjanesskaga í sjónvarpinu mínu (upptökur þess vegna) en vil hafa Rás 2 í rauntíma, ekki alþingis-varpið - er Alþingi ekki annars með sérrás í sjónvarpinu? Af hverju er hún þá líka nr. 11 í sjónvarpinu mínu? Ég mun þó horfa af athygli á þingmenn þegar farið verður að fjalla um skaðsemi forsjárhyggju í garð lýðsins og fagna þegar bæði Pepto Bismol og flensulyf verða leyfð hér á landi!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 149
- Sl. sólarhring: 202
- Sl. viku: 854
- Frá upphafi: 1525309
Annað
- Innlit í dag: 136
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 131
- IP-tölur í dag: 131
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Áslaug Þarna Sigurbjörnsdóttir fær ekki einu sinni hvítvín með humrinum í Melabúðinni, hvað þá Pepto við ræpu.
Þorsteinn Briem, 7.12.2021 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.