Óvænt jólavæmni ogkærkomin grímuskylda

A welcme home christmasDrengurinn er enn og aftur í helgargistingu - tíminn líður ótrúlega hratt - vikurnar fljúga. Dagskrá helgarinnar hjá mér, fyrir utan brennivín og karlmenn? (djók) Að klára að brjóta saman þvott, lesa og vinna svolítið, milljónirnir fara ekki af sjálfu sér á reikningana í Sviss. Ég er samt að fyllast af einhverri væmni, jólavæmni, sæt jólaauglýsing hjá Icelandair, líka frá BYKO ... nú horfi ég t.d. á voða kjút jólamynd á Stöð 2, (hjartnæm, segir auglýsingin) til að hlusta á meðan ég blogga. Snemmsofelsi í kortunum og strax í fyrramálið gerist eitthvað spennandi. Ekki allir vita nefnilega að dyrabjallan er komin í lag. Nú vita það allir. Hjartans elsku rafvirkinn kom í gær.

 

 

Það eru að minnsta kosti tvær bækur í þessari jólavertíð sem banna manni að vera aumingi (væminn), og ég hlusta alltaf á skipanir bóka en það er samt erfitt núna. Byrjunaratriðið í myndinni pirraði mig, sýnir þegar kona opnar dyr að kæli og hurðin opnast að veggnum, ætti að opnast frá hægri til vinstri, eins og á ísskápnum mínum, eftir að hirðsmiðir höfðu svissað. Þetta eru stóru málin í mínu lífi. Hvernig hurðir snúa. Það skiptir öllu máli.

 

Eldgömul mynd úr EinarsbúðSíminn hringdi fyrr í dag, Guðrún af Kópavogi boðaði sig í heimsókn á Skagann um hálffimmm. Við ákváðum að djammma ærlega og fórum í Einarsbúð sem er sennilega jafnflott búð og Kaupfélag V-Hún. og þá er mikið sagt.

 

Myndin er af Ernu í Einarsbúð, Ellý og Halldóru - tekin fljótlega eftir að ég flutti á Skagann.

 

En hálkan úti ... hún er hræðileg, við lögðum lævíslega eins nálægt Einarsbúð og við gátum og löbbuðum mjög asnalega hvar sem hálkublett var ekki hægt að forðast. Að þessu leytinu til er sturlað gott að grímuskylda skuli vera í gildi. Ég var búin að segja Guðrúnu að sætustu karlarnir á Skaganum kæmu í Einarsbúð ... það þyrfti ekki annað en að hinkra aðeins við mjólkurkælinn. Við héngum þar í góðan hálftíma en það var fátt um fína drætti, þannig að hún heldur ábyggilega að ég hafi ekki verið að segja satt. Föstudagar fyrir jól, sennilega allir almennilegir karlar að baka og þrífa. Við fengum okkur bara tilfinningaríkan og góðan mat hjá Flamingo sem lét okkur gleyma öllum sorgum.    

 

Velkominn voffiJólamyndin er um afar rosalega góða unga konu - nánast hver stund dagsins fer í góðgerðastörf, allir elska hana, hún tekur meira að sér starf við pakkaúthlutun til fátækra barna þótt hún hafi ekki tíma. Hún hjálpar til í súpueldhúsi daglega og er ráðgjafi hjá hernum, eina launaða starfið, og hjálpar uppgjafahermönnum við aðlögun og takast á við líf eftir her. Hún reynir að fá jólafrí fyrir her-hjón sem eiga litla dóttur, skjólstæðing góðu konunnar. Þrjóski hermaðurinn sem hún átti að aðstoða til að aðlagast er allur að koma til. Þiggur að fara með henni á kaffihús að fá heitt súkkulaði og mamma hennar sem á staðinn sér stjörnur og meira að segja litla stelpan með foreldrana í hernum, reynir að koma góðu konunni og hermanninum erfiða saman ... Eru ekki alþingisumræður einhvers staðar, var búið að ræða fjárlögin í þaula? Djók, hún er fullkomin! Held að sú góða ætli að reyna að fá herinn til að senda sjeffertíkina til hermannsins, hann saknar hennar, sem ég skil svo vel og myndin orðin helmingi betri fyrir bragðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 730
  • Frá upphafi: 1525185

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 634
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband