Hugguleg hot og sjávarútsýni

Sofí sofDagurinn byrjaði ótrúlega vel. Það varð ekkert úr snemmsofelsi, gleymdi mér yfir Merkingu sem er ljómandi fín bók, og opnaði augun nánast á sekúndunni 12 á hádegi, sem sagt seinvaknelsi, eða bara útsofelsi. Aðeins fólk með tandurhreina samvisku getur sofið til hádegis, hugsaði ég með mér þrátt fyrir að samviskubit sé inngróið í konur af minni kynslóð. Ó, ég verð að ..., ó, ég hefði átt að ... ó,ó, æææ ... Sönn saga.

 

Það alveg rignir yfir mig beiðnum um nafnið á jólamyndinni væmnu og sætu sem ég horfði á í gær. A Welcome Home Christmas, heitir hún og var á dagskrá Stöðvar tvö í gær. Myndin á eftir henni var líka jólamynd en stranglega bönnuð innan sextán. Um gjörspilltan ungling, forríkan (eða amma hans er rík) sem sendir leigumorðingja á jólasveininn (Mel Gibson) eftir að hafa fengið kol í skóinn (pakkann) en það er álíka og kartafla í bomsurnar hérlendis ... ég gat ekki hætt að horfa þrátt fyrir allan skort á væmni í þessari mynd. Kona jólasveinsins er leikin af ættleiddu stelpunni í bresku myndinni góðu Secrets and Lies. Þetta er sennilega það mesta og lengsta sem ég hef horft á sjónvarp í talsvert langan tíma. Þegar ég gat horft á eldgos í beinni, nánast afvandist ég sjónvarpi en aðallega kannski línulegri dagskrá, það er svo gott að ráða því sjálf hvenær er horft á eitthvað girnilegt - hættan er þó að það verði jafnvel aldrei. Finnst fleirum en mér fúlt þegar rás 11 á sjónvarpinu mínu, sem er íþróttarás RÚV, er notuð til að sýna íþróttaleiki? Ekki ...? Kannski ég ætti bara að fá mér útvarp með fjarstýringu.

 

VinningurFacebook var að rifja upp bók sem ég las fyrir 11 árum (vinnutengt), fólk ætti endilega að gefa henni tækifæri. Hún heitir Biðukollur út um allt. Aðalsöguhetjan er hjartahrein dauðvona kona sem sækir mikla visku til sorphreinsunarmanns, í fimm mínútur á hverjum miðvikudegi, en hann kennir henni að berja fólk með orðum. Hann er líka eini karlinn í sögunni sem ekki er „þroska-heftur“, eins og höfundur orðar það. Og auðvitað fór þessi bók mín á nytjamarkað í Reykjavík í fyrra, hún var reyndar ekki of gömul fyrir Búkollu en ég hafði engan tíma til að flokka í: gamalt sem nytjamarkaðir í öllum heiminum taka við og í nýlegt sem Búkolla tekur aðeins við. Þetta átti ekki að hljóma svona beiskt. 

 

Óska eftir að komast í kynni við fjölskylduföður á Vesturlandi sem nýlega hefur komist yfir mikla peninga. Ættleiðing, hjónaband eða villt ástarsamband kemur til greina. Búseta í Borgarnesi engin fyrirstaða (gleymum ekki leið 57). Upplýsingar sendist blogginu í umslagi merktu „Hugguleg hot kattaskvísa og sjávarútsýni“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 719
  • Frá upphafi: 1525174

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband