15.12.2021 | 13:58
Jólametnaður og vafi um tilveru prinsessu
Nú er hreinlega að verða jólafínt í Himnaríki. Ég skellti bara rúmteppunum í stofunni ofan á hreina þvottinn í körfunum, eina óyfirstíganlega verkið, breiddi þau smekklega yfir svo þetta er orðið eins og hús fyrir kettina. Skelli svo seríu á. Ég á mjög ráðagóða fb-vini.
Annars gengur allt mjög vel og metnaður í hámarki nú fyrir jólin. Ég bakaði piparkökur í gær og skreytti í alla nótt, ákvað að hafa tónlistarþema og Mía systir var orðin alveg rosalega fúl, svo hætti hún bara að svara í símann. Hún er tónlistarkennari með meiru, en hvernig gat ég skapað Jólaóratóríu Bachs á piparkökunum án aðstoðar hennar? Hún getur bara sofið í jólafríinu. Við enduðum á að hafa Píanókonsert nr. 1 eftir Tchaíkovskí. Líka kröftugt en ég tók bara píanónóturnar.
Indæl kona, hélt ég, garðyrkjufræðingur, skellti bara á mig þegar ég ætlaði að leita ráða hjá henni! Ég var einlæg en glettin og sagði: Ég hata garðyrkju, er sem sagt ungbarnssál þótt ég hafi fæðst á Íslandi, hehehe, en þarf nauðsynlega að skreyta piparkökur nú í nótt, hvaða blóm passa best með nótum, hverju mælir þú me- Di, di, di, di. Ég mun ALDREI líta þessa konu réttu auga eftir þetta, slekk reyndar alltaf öskrandi á sjónvarpinu þegar þátturinn hennar hefst, hélt að það væri vegna þess að hún hefur Ý í gælunafni sínu! En nei, ég hef bara fundið á mér illskuna hið innra.
Ég stórefast samt um að ég leyfi nokkrum að borða fíniríið. Ekki nema Guðni forseti komi í heimsókn sem eru talsvert litlar líkur á. Það næsta sem ég hef komist honum er að vera í sama tímariti í viðtali, hvort með sinn köttinn sem báðir fengu enga óskabyrjun í lífinu. Keli minn af Kattholti, naumlega bjargað úr poka í holu í Heiðmörk í desember fyrir 11 árum. Þótt köttur forsetans fái kannski þríréttað, rækjur og rjóma, kavíar og kampavínsblandað vatn og búi á sjálfum Bessastöðum, er minn líka með þetta fína, fína sjávarútsýni - og ég er iðulega heima til að klappa honum, þeytist ekki um allt í opinberum heimsóknum, eða móttökum þar sem kattahár á fatnaði eru bönnuð. En forsetinn er auðvitað velkominn. Ég myndi samt segja: Viltu nokkuð piparkökur ... sem tók mig fjórtán klukkutíma að skreyta án atrennu? Grátklökk röddin. Ef hann þiggur samt, mun ég einfaldlega kjósa Ástþór næst.
Myndin átakanlega sýnir hvað gekk á hjá kisunum í morgun - gæti tengst loftfimleikum Kela ... eða Krumma ... eða Mosa.
Eitt truflar mig alveg rosalega. Af hverju fáum við ekki að sjá litla barnið þeirra Harrys prins og Meghan Markle, meint yngra barn, stúlkuna? Var kannski ekkert barn? Bara þykjustuólétta til að reyna að draga úr árásum Piers Morgan á þau?
Urðu þau fyrir vonbrigðum með útlitið á henni? Er hún þybbin og með gleraugu, sem sagt með þá útlitsgalla á fólki sem Hollywood kálar iðulega fyrst í bíómyndum.
Mér datt þetta í hug þegar kom í fréttum að undankeppni Eurovision verði í kvikmyndaveri í Gufunesi á næsta ári. Miðað við það og allar tæknibrellur kvikmyndanna og að við gætum allt eins sent Frank Sinatra út fyrir okkur að syngja í aðalkeppninni, væri vel hægt að feika tilveru heillar prinsessu. Tekur kannski öll hirðin þátt í þessu? Er verið að draga athygli okkar frá einhverju? Andrés er reyndar kominn í skammarkrókinn og mjög langt er liðið frá hneykslinu sem Sophie olli, sem er gift Játvarði, og Karls og Kamillu-hneykslinu. Kannski er Piers Morgan bara að hjálpa bresku konungsfjölskyldunni og Harry ákvað að fórna sér. Þetta meikar sens.
Það er allt hægt að falsa nú til dags! Ja, ekki kannski alveg allt. Ég ætlaði að vera svolítið umhverfisvæn og sparsöm og búa til hluta af jólagjöf til drengsins, nammið sem hann elskar mest, eða gera nokkur heimatilbúin Kinder-egg. Það heppnaðist ekki vel og var ekki einu sinni gott á bragðið. Don´t try this at home.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 27
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 657
- Frá upphafi: 1525018
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 559
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.