27.12.2021 | 16:43
Örlagaríkt eplavín og Refsara-Facebook í ruglinu
Jólafríi lokið og alvara lífsins tekin við. Þvílík letijól, að mestu í þoku því Halla frænka gaf okkur systrum sérdeilis gott heimalagað eplavín sem sló í gegn hjá okkur á meðan við þræluðum og púluðum á aðfangadag. Engin miskunn hjá Svanhildi af Kópavogi þegar á að skræla epli og súkkulaði í salat. Eftir eitt staup af eplavíni varð ekki aftur snúið og þá, um miðbik undirbúnings, nenntum við þessu ekki lengur, Hilda fíraði upp í grillinu á pallinum austanverðum. Við tróðum öllu matardraslinu þangað og héldum áfram að skála fyrir öllu því dásamlega sem árið hafði fært okkur, ábyggilega covid líka, þetta var mjög sterkt vín. Ég man ekki mikið eftir kvöldinu, bara gleðiöskrum fólks yfir sérlega flottum jólagjöfunum, þynnkan er enn að drepa mig. Ég hitaði 1944-rétti ofan í jóladagsgestina sem ég hef grunaða um að hafa kippt þeim mat með, bara til að fá eitthvað. Hvernig ég komst heim frá Reykjavík er ekkert annað en hulinn harmur, skilst mér, sem inniheldur skíðahúfu og erma-straubretti, svo fátt eitt sé talið.
Sem betur fer var þetta lítil flaska og restin, nokkrir dropar, gladdi líka mömmu og Davíð frænda síðar um kvöldið.
Drengurinn hefur tilkynnt öllum (óumbeðið) sem vilja hlusta að ég ætli í sykurbindindi eftir áramót (átti að vera leyndarmál) - af því að ég bað hann um að hætta að bjóða mér nammi sem hann lumar alltaf á og vill dreifa gleðinni. Ég freistast alltaf. Sko, ég fer aldrei sérferð í sjoppu eftir sælgæti en ef það er til í Himnaríki finnst mér kjörið, jafnvel snjallt, að borða það, jafnvel klára. Bestu molarnir eru búnir í Nóakonfektinu sem ég fékk í jólagjöf, sjúkk, með dyggri aðstoð jóladagsgesta, takk kærlega, og ég gleðst í raun yfir því að hafa ekki fengið bara fyllta mola. Þá væri ég búin með þá og kæmist ekki lengur á milli herbergja sem væri agalegt. Það þarf að klára hangikjötið úr Einarsbúð sem fékk hæstu einkunn gestanna þriggja. Stráksi borðar sem betur fer annars staðar í kvöld, honum leist ekkert á hangikjöt þriðja kvöldið í röð þótt honum þyki það hrikalega gott, Bjúgríður verður því að fórna sér á altari nýtninnar. Krummi (fuglinn) er nú samt alltaf svolítið svangur svo hann fær restina, sem verður pottþétt. Þessi covid-keppur situr sem fastast á mér en hefur ekkert stækkað samt! Vildi að ég gæti kennt bólusetningum um. Æ, geri það bara samt. Sé að Fréttin, bloggsíða gegn bólusetningum, kennir bólusetningum um óvænt og sorgleg andlát ungra fótboltamanna, sem gerðist því miður stöku sinnum fyrir covid líka. Allt notað til að hræða fólk.
Frænda mínum, sem gengur oft undir nafninu Halldór fjandi, var fleygt öfugum út af Facebook - sem eyddi að auki reikningi hans og traðkaði ofan á minningum hans og færslum síðustu ég-veit-ekki-hvað-margra ára. Honum varð á að óska sjálfri Nönnu Rögnvaldardóttur gleðilegra jóla og notaði orðið heillin (heil lin?) sem minnti mögulega aðeins of mikið á helförina forðum, við höldum það, hneyksluðu Facebook-vinir hans. Þetta var ekki bara 24 klst. refsing, heldur hvarf síðan hans endanlega sem er ömurlegt.
Mikið á ég eftir að sakna fjanda af Facebook. Hvernig væri að fullvissa sig um að brot hafi verið framið áður en svona lagað er gert? Hvaða drasl er Facebook að verða? Halldór, komdu bara hingað á Moggabloggið. Þú yrðir fínt mótvægi við bullið í sumum hérna, eins og í fallegu frænku þinni af Himnaríki.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 37
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 1524981
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 567
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.