28.12.2021 | 18:11
Bless, löggudraumar og covid-móðgandi frændi
Ástarfleyið er eitthvað sem virðist eiga að höfða til mín og er ýtt að mér án miskunnar, eða hefur verið gert síðustu dagana, síðmiðaldra skutlunnar á Skaganum sem íhugar ekki neitt síkt eftir vesenið með veðurfræðinginn forðum.
Meira að segja er reynt að höfða til ótta við dauðann án ástar til að fá mig til að skrá mig. Ég fer bara, þegar ég sé svona auglýsingar, að hugsa um óheppnu búðina í Kringlunni sem auglýsti á plastpokum sínum: Fegurðin kemur innan frá! Eins og feitabollurnar sem keyptu fötin þar gætu verið sætar að utan, as if. Bara fáránlegt og huggaði okkur alls ekki neitt.
Ég viðurkenni samt að ég er spennt fyrir einhverjum sem hefur vit á eldgosum og jarðskjálftum. Held að allt of margir meðlimir séu á fb-síðunni Jarðsöguvinir - Friends of Historical Geology en hún höfðar samt mun meira til mín sem stefnumótasíða en Ástarfleyið. Ég geri núorðið aðeins þær kröfur til karla að þeir andi og það væri gríðarlega mikill bónus ef viðkomandi gæti talað um jarðsögu, eldgos, kvikuhreyfingar og jarðskjálfta af einhverju viti.
Þegar ég horfði á Kastljós í gær skemmti ég mér vel, enda eitt af áhugamálum mínum í brennidepli þar. Það var ekki fyrr en eftir á sem ég nánast táraðist og gróf endanlega þá von mína að verða rannsóknarlögga. Ég er sennilega eina manneskjan á Íslandi sem hefði ekki getað sagt (til að bjarga lífi mínu) eftir á í hvers konar fötum Kristín var - flestir veðjuðu á að hún hefði svona góðan húmor ... eina sem ég hugsaði; hún er ekki í handprjónaðri peysu, nú verður ekki allt vitlaust hjá Handóðum prjónurum sem vilja vita í hvaða peysu hún var og hvar hægt væri að kaupa uppskriftina. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeirri síðu þegar þessir skjálftafræðingar hafa mætt í peysum. Ég kann ekki að prjóna, veit ekki af hverju ég sé samt allar þessar myndarskapssíður á Facebook, um prjón, matargerð og fleira. ég kunni t.d. ekki að búa til almennilegt hakk og spagettí fyrr en ég sá það gert í þættinum Með okkar augum. Nú rúlla ég þessu upp með alls kyns afbrigðum. Það sem áður hafði klikkað hjá mér var að setja ekki grænmetistening og tómat-puré. Alltaf að vesenast með krydderíið til að ná réttu bragði.
Ég heyri vel, þegar ekki eru hávær umhverfishljóð (ég væri löngu hamingjusamlega gift ef ég hefði ekki bara sagt HA? HVAÐ SEGIRÐU? á Borginni í gamla daga þegar sætu strákarnir sögðu eitthvað fallegt við mig, eins og ég hef áður sagt frá og má líka lesa um annað slagið í Sérstæðum sakamálum - enn í dag). En að læðast um hljóðan glæpavettvang í þögn - þá væri ég manneskjan sem heyrði brakið í skápnum. Ég er talnaglögg líka, svo kannski hefur elsku rannsóknarlögreglan einhver not fyrir mig þegar ég er ekki lengur í 180 prósenta vinnu við annað eins og núna. Svo gæti ég reynt að skerpa athyglisgáfuna varðandi klæðaburð fólks. Ég þekki ekki heldur bíla á lit eða eftir tegund, heldur bílnúmerum sem gæti mögulega komið sér vel hjá löggunni! Bíddu, var ekki auglýst eftir þessum bíl í september? myndi ég segja og þrítuga samstarfslögga mín alveg gapa af hrifningu. Jú, hvernig fórstu að þessu? Búið að mála bílinn og skipta um spegla, húdd, boddí, dekk, viftureimar og bara allt! Þú ert mesti fengur sem lögreglan hefur haft vit á að grípa - og samt komin yfir sextugt! Vá, hvað ég er hætt að vera með aldursfordóma.
Nú bíðum við bara eftir gosi. Það hreyfist vart hár á höfði okkar Skagamanna nema skjálftar fari yfir fjóra en ég heyrði smávegis brakhljóð (góð heyrn) þegar sá stærsti kom í dag og gestkomandi kona ruggaði smávegis í sófanum. Nú finnst mér að t.d. Magnús Tumi ætti að lýsa því yfir að það kæmi aldrei aftur gos á Reykjanesskaga, til að flýta fyrir því ... og fækka þar með jarðskjálftum.
Nú eru 62 Skagamenn í einangrun og 121 í sóttkví - endar eflaust með því að við fáum þetta öll. Ég skil samt ekki þá sem tala um covid eins og flensu. Sóttvarnir okkar hafa hægt á útbreiðslunni til að bjarga þeim viðkvæmustu sem fara kannski verr út úr þessu en við. Mig langar ekki í skert lyktar- og bragðskyn eða eitthvað þaðan af verra, svo ég vona að ég verði ein af þeim sem sleppur alfarið.
Í fjölskylduhittingi skömmu fyrir jól spurði einn frændi minn: Veistu um einhvern í fjölskyldunni / ættinni sem hefur fengið covid?
Ég fór að hugsa og datt hreinlega enginn í hug svo ég hristi hausinn og horfði spyrjandi á hann. Greindin skein úr grágrænum augum mínum. Frændi hafði víst rekist á fyrirlestur á netinu um covid-rannsókn, í fyrstu covid-bylgjunni í fyrra, þar sem kom fram að sumir færu betur en aðrir út úr covid ... eitthvað eldgamalt dæmi sem hann mundi ekki nógu vel, Neanderthal-eitthvað, sagði hann afsakandi, maður, api-eitthvað, en ef ættin mín sleppur alfarið erum við mögulega kannski þá apamegin?!? Hann lofaði að senda mér hlekk á þennan fyrirlestur ef hann fyndi hann. Frændi bætti samt við að ef eitthvað slíkt kæmi fram, myndi hann samt ekki sleppa því að fara í bólusetningu. Svo klóraði hann sér á síðunum, leitaði mér lúsa, rak upp ógnandi öskur og stökk hratt í burtu. Nánar um þetta síðar, ef frændi finnur fyrirlesturinn.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 33
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 662
- Frá upphafi: 1524977
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 563
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.