30.12.2021 | 16:40
Grunsamlegt fótasnyrtirí, furðufréttir og fyrsta áramótaheitið
Hver þarf fljúgandi bíla þegar hægt er að fara í fótsnyrtingu, hugsaði ég hugsandi þegar ég sveif út af snyrtistofu í morgun. En það var samt eitthvað grunsamlegt í gangi. Ég komst ekki á netið í símanum mínum á biðstofunni og það hringdi ýmsum viðvörunarbjöllum, afskaplega lágvær og sefandi tónlist hljómaði í kerfinu, mér var boðið eitthvað að drekka og svo man ég nánast ekki meira. Sá í þoku grímuklætt fólk og ýmis tól og tæki, minnir mig, líka góða lykt. Árin mín í leyniþjónustunni (við að greina grunsamlegar tölur) komu kannski aftan að mér, einhver heldur að ég viti meira en ég veit að ég viti, en ég lærði þar að bregðast við öllum tilraunum til dáleiðslu með dekuraðferð. Eins og venjulega varð mér hugsað til nuddarans á síðustu öld (dekurafmælisgjöf) sem reyndi ákaft að selja mér Herbalife og gat ekki bæði nuddað og talað í einu. Hryllingur. Kannski var verið að kenna mér þolinmæði og æðruleysi.
Flamingo, sýrlenski hollustu-skyndibitastaðurinn var opinn, ekki Kaja, rólegt að gera en var víst troðið af fólki þar annan í jólum, fólk kom frá Reykjavík til að næra sig. Sumir elda aldrei, þá er nú gott að hafa okkur, sagði indæli afgreiðslumaðurinn sem gerði handa mér gómsæta kjúklingavefju (nr. 1 á matseðlinum fyrir ofan afgreiðsluna, svo er réttur nr. 10 þar alveg sturlað góður. Myndin er úr Skessuhorni, ég vona að ég hafi mátt ræna henni). Ekki kann ég að segja takk á úrdú (þetta var pakistanski maðurinn) til að slá um mig, svo ég sagði bara takk. Maður getur ekki alltaf slegið í gegn. Annars, eftir að ég hætti að taka strætó daglega hefur mér farið aftur í að læra ný tungumál. Nú man ég t.d. ekki lengur í hvaða landi maður segir dabrí til að bjóða góðan dag. Slóvakíu? Ég get ekki sagt dabrí við alla bílstjóra þar til einhver segir það á móti. Fer nánast ekkert í Reykjavíkurstrætó, heldur allra minna ferða með einkabílstjórum úr fjölskyldunni sem er sérlega hentugt, þægilegt og skemmtilegt.
Gamlárskvöld virðist ætla að ganga upp í bænum. Þannig að ef ég kemst ekki heim þann fyrsta janúar gerir það ekkert til. Elsku dúllan sér til þess að kettina skorti ekkert. Hún er ein af kattahvíslurunum í lífi mínu og ef ég þekki hana rétt kemur hún nokkrum sinnum á dag til að kíkja á þessa vini sína - sem elska hana heitt á móti. Í stað þess að ég gefi Hildu + 1 gott að borða á nýárs ætlar hún að elda lambahrygg með hvítlaukskartöflum (ég mátti velja um lamb eða hangikjöt, brúnaðar eða hvítlauks) og svo fæ ég heimskutl á sunnudeginum og kettirnir hafa ekki einu sinni tekið eftir því að ég brá mér af bæ.
Skoðanamyndandi fréttir (æsandi, gera suma sturlaða af reiði ef þeir er fyrir skapofsa) verða sífellt vinsælli en fara sífellt meira í taugarnar á mér. Í gær áttum við öll að hata Gilzenegger af því að hann braut viljandi sóttvarnarreglur á Tenerife og gortaði sig af því. Spurning hvort hann hafi verið í jólakúlunni sinni á veitingastaðnum ... ekki að ég hafi endilega áhuga á að vita það, mér finnst miklu verra að konan hans, nafna mín, skrifi gælunafn sitt með ý (Gurrý).
Eins og ég hef áður nöldrað yfir varð ég oft steinhissa á fréttaflutningi sumra á Íslandi um Trump þar sem við lá að fréttaþulur segði: Fávitinn hann Trump setti enn eitt drengjametið í lúðahætti í dag þegar hann ... Að flytja frétt um hann án þess að glotta, segja bara frá staðreyndum hefði ekki fengið mig til að halda að fréttamaðurinn væri hrifinn af Trump, orðum hans og gjörðum. Meira að segja RÚV sem ég treysti svo vel gerði þetta stundum. Ég var sennilega búin að segja frá snappvinkonu minni í USA sem mér til mikilla vonbrigða kaus víst Trump í bæði skiptin ... en hún sagðist ekki hafa kosið hann vegna mannkosta hans, samskiptahæfni og almennrar skynsemi, heldur til að gefa skít í peninga- og spillingaröflin sem svo mörgum fannst Hillary standa fyrir. Skelfilegt að hafa ekki val um eitthvað betra en þau tvö. En alla vega, fréttaflutningur á meðan Trump var við völd var ekki alltaf fagmannlegur - það þurfti ekki að troða því ofan í kok á okkur hversu vanhæfur hann væri. Auðvitað að segja frá öllu ruglinu í honum - en fagmannlega.
Svo er það elskan hún Anna mín Kristjánsdóttir, nú búsett á Tenerife og sjötug í dag, hún má vart segja eitthvað í gríni um t.d. ískuldann sem hún þarf stundum að afplána þar (18 gráður kannski) án þess að búin sé til um það frétt. Kommentin geta verið leiðinleg: Er þetta frétt? Sú er athyglissjúk ... og svo framvegis. Svo er einmitt dagurinn í dag og á morgun rétti tíminn til að skammast í Erni Árnasyni sem vogar sér að selja flugelda á góðu verði. Árlega eineltið ... Starfsemi björgunarsveitanna er það sem fær langflesta til að kaupa flugeldana þar. Ég er alla vega alltaf hrifnari af því að tala upp ágæti einhvers en að reyna að afla því stuðnings með því að rífa eitthvað annað niður. Þess vegna tala ég svona vel um sjálfa mig (Þingeyingur, ég má það) í stað þess að reyna að rústa keppinauta mína hér á Moggablogginu til að komast á topp fimm sem mér hefur því miður ekki tekist. Eins og mamma segir, ég þarf að fara að skrifa um samsærið, að covid hafi verið búið til svo að hægt væri að fækka jarðarbúum með bólusetningum tilraunalyfja að undirlagi Bill Gates og lyfjarisanna, sem eru sennilega eðlufólk. Eitt, sem sagt það fyrsta af stórkostlegum áramótaheitum mínum, er að komast á topp fimm. MEÐ ÖLLUM RÁÐUM. Þið sum fyrir ofan mig getið alveg eins hætt að blogga, bara núna. Ætla að kaupa aðstoð frá auglýsingastofum og alls konar frasafræðingum sem nóg er orðið af, markþjálfum og alls konar. Ég skal, ég get, ég vil, ég ætla, ég mun ...
Í gær kláraði ég bókina sem ég geymdi mér til jóla, bókina hennar Lilju Sigurðardóttur, Náhvít jörð. Einhvern tíma í nótt var mér orðið skítsama um mætingu í fótsnyrtingu, ég yrði að klára ... og mikið þótti mér vænt um að konan í Kvennaathvarfinu skyldi heita Gurrí (með einföldu). Virkilega fín, vel skrifuð og spennandi bók. Lilja kann þetta svo vel og heldur manni vel við efnið, svo vel að það var engin leið að hætta. Elska bækurnar hennar. Mig langar samt rosalega mikið að vita sirka í hvaða húsi á Vesturgötuni hér á Akranesi vondi karlinn í Gildrunni og þeim bókum (fv. eiginmaðurinn) bjó, ef hún hefur haft sérstakt hús í huga.
Mér er frekar illt í bakinu núna en dettur ekki í hug að taka íbúfen, ég komst að því í gær að það er enn verið að rannsaka það - svo það er tilraunalyf! Er engu að treysta í þessum heimi? Ekki einu sinni íbúfeni?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 26
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 655
- Frá upphafi: 1524970
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 556
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Íbúfen er bara fyrir hesta.
Tomas Runar Andresson (IP-tala skráð) 4.1.2022 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.