18.1.2022 | 15:33
Erkióvinir, óvæntur hatari og spáð í bolla
Í gærkvöldi, komin upp í, skannaði ég Instagram og Snapchat, eins og svo oft á kvöldin. Las um ástir og örlög þessara vina og vandamanna sem ég sé svo miklu oftar en mitt eigið fólk ... Lítil leikskólastúlka, dóttir áhrifavalds, smituð og líður svoooo illa, elsku dúllan, á meðan ættingi minn á níræðisaldri með undirliggjandi hjartasjúkdóm, verður útskrifaður sem covid-sjúklingur í dag eftir að hafa farið ótrúlega létt út úr veikindunum (þríbólusett). Fólk fellur fyrir covid í stríðum straumum þessa dagana, mörg smit um allt land og enn fleiri sitja í sóttkví. Ég slapp ekki við covid í nótt, dreymdi að ég hefði smitast, ekkert skrítið eftir að hafa séð að svo margir heimilisvinir af Insta væru meira og minna með þetta. Ég er ekki berdreymin, svo það komi nú fram.
Loksins snjór, gæti þessi mynd heitið en sá sjaldgæfi atburður átti sér stað hér á Akranesi að hægt var að renna sér á snjóþotu niður hól og næstum út í sjó. Gaman að sjá skaflana á Langasandi ... Það er víst framtíðin; meiri rigning, minni snjór. Á meðan það merkir minni hálku er ég nokkuð sátt. Hafa ekki ótal lög verið samin um rigningu? Hlustaðu á regnið, Mér finnst rigningin góð ... Hún er ekki alltaf lárétt og stundum bara ljúf, ekki síst ef maður á regnkápu úr Bjargi (yndisleg búð á Skaganum).
Nokkrir vinir (af Instagram) létu ganga texta um J.K. Rowling rithöfund, sem ég las mér til mikillar furðu. Ég hafði næstum blandað mér í umræðuna hjá Einari Kára um þennan höfund Harry Potter og slaufunarmenningu - en það var af því að ég vissi ekki alla málavöxtu. Mér dauðbrá þegar ég las textann í gærkvöldi, ég hélt í alvöru talað, að hún hefði misst eitthvað vanhugsað og af vanþekkingu út úr sér í eitt skipti um trans fólk og skildi ekki alveg lætin yfir því. Þannig er það þó alls ekki, og samkvæmt þessum texta hefur hún talað meðvitað gegn trans fólki - sem er allt annað. Trans fólk er afar jaðarsettur og viðkvæmur hópur og mikið ofbeldi hefur viðgengist gegn honum í heiminum og sjálfsmorðstíðni há innan hans. Það er enginn að biðja um forréttindi fyrir trans fólk, bara tilverurétt og sjálfsagða virðingu. Þótt einhver skrifi dásamlegar bækur þýðir það ekki að viðkomandi sé almennileg manneskja. En mér leið samt nánast eins og jólasveinninn hefði dáið, þegar ég las þetta.
Við stráksi borðuðum algjöran veislumat (fyrsta rétt vikunnar af þremur) í gær, lax og læti. Það verður ávanabindandi að panta frá Eldum rétt. Diskurinn hjá mér hefði litið út alveg eins og á myndinni ef ekki væri fyrir fótósjopp til að hressa upp á birtu og liti. Virkilega bragðgott, litríkt og hollt. Ég hef neitað mér um margt til að geta boðið okkur stráksa upp á þetta, eins og ... ja, dýr ilmvötn nota ég til dæmis aldrei, mig langar ekki í ferðalög til útlanda fyrr en EC (eftir covid), koníak hef ég aldrei drukkið svo ég spara mikið þar líka. Eigi er ég fatasjúk og nú þegar spara ég helling með því að sleppa sykri, engir nammidagar hér. Drengurinn fer með sælgætið sem hann kaupir sér sem ríkisleyndarmál sem er sérlega hjálplegt. Og í alvöru, covid-keppurinn er á undanhaldi. Ég lyfti lóðum daglega við skrifborðið fyrst ég get ekki enn hoppað og skoppað eftir íþróttameiðslin í stiganum þegar ég ætlaði út með endurvinnslupappír og -plast. Já, og besta ákvörðunin sem ég tók varðandi heimsenda matinn var að skera niður allt sem skera þurfti í byrjun, fara síðan einstaklega auðveldlega eftir öllum tímaáætlunum - sem ég nánast klúðraði við eldun eins réttar í síðustu viku, af því að ég var ekki nógu snögg að skera niður grænmetið. Ég nota ekki lengur helminginn af leirtauinu og þetta er allt að venjast.
Oft gaman að rifja upp minningar þessa dags fyrir visst mörgum árum í gegnum Facebook. Alveg var ég búin að gleyma Nú-inu, tölvupósti sem maður fékk daglega og þurfti, ef ég man rétt, að velja einn möguleika af þremur, og gat fengið vinning ef maður var heppinn ... Þann 18. janúar 2010 fékk ég sérdeilis flottan vinning, eða 2 vikur frítt í Ju Jitsu sem gæti verið sjálfsvarnaríþrótt. Fyrir 11 árum, (2011) grét sonur minn af gleði inni í stofu. Handboltinn. Fyrir sex árum var ég stödd í spilavíti með Elfu vinkonu og endaði næstum því í Kanada, ekki löng saga. Og fyrir tveimur árum varð hrina jarðskjálfta suðvestur af Reykjanesskaga.
Ég horfði með öðru á gamalt Útsvar (2008?) þar sem erkióvinir mínir og Skagaliðsins, Kópavogsliðið, mætti til að rústa, ekki skemmta sér, gríðarlega vel undirbúið lið, áður í Gettu betur, skilst mér, sá sem hljóp fyrir liðið Kópavogsmeistari í spretthlaupi, ef ég giska rétt ...
Afsakið beiskjuna (og sorrí, Hilda), staðan var um tíma 50-25 Kóp. í hag - gegn stórvinum mínum af Álftanesi en þar eru fra vinstri: Andri, sem vann með mér í fiski í Eyjum sumarið 1974, Anna vinkona og Hilmar Örn sem kenndi mér að lesa í tarot á námskeiði í kringum 1984-1985.
Níundi áratugurinn var sérlega andlegur og dulrænn. Margt fólk þyrsti í þetta. Man eftir að hafa séð í blaði götumynd frá Garðastræti í Reykjavík þar sem Sálarrannsóknarfélag Íslands var til húsa, myndin sýndi langa biðröð fólks sem vildi ganga í félagið! Ég lít á spádóma sem samkvæmisleik, eins og þegar ég lagði spil fyrir útvarpshlustendur á Aðalstöðinni á síðustu öld, það var mjög gaman! Mér fannst fólkið sem hringdi ekkert endilega taka þetta mjög alvarlega heldur.
Ég var alin upp við þetta. Móðuramma mín var mikill spíritisti og ég sótti ófáar bækur eftir Elínborgu Lárusdóttur fyrir hana í bókasafnið. Föursystir mín sá lengra en nef hennar náði og pabbi hafði gaman af því að spá í bolla fyrir okkur unglingsdæturnar en sá samt aldrei neitt í bollanum nema peninga og tengdasyni handa sjálfum sér. Það var samt gaman. Mamma spáði einu sinni í bolla upp á grínið og þegar það rættist nokkrum dögum seinna, þorði hún ekki að koma nálægt þessu framar. Ég veit að svokallaðir stólpar í bolla tákna fólk. Doppur standa víst oftast fyrir peninga. Hringur í botninum er fyrir trúlofun, stundum fóstur og ólétta, bara skoða vel. Hattur er tákn fyrir nýtt starf og mig minnir að fugl standi fyrir fréttir. (Gangi ykkur vel og ekkert að þakka.)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 21
- Sl. sólarhring: 161
- Sl. viku: 625
- Frá upphafi: 1523375
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 554
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hahaha.
Ég las: "heimsenda mat" og hugsaði; matur til að borða á heimsenda?
Guðrún (IP-tala skráð) 18.1.2022 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.