27.1.2022 | 16:59
Fimmmenningarnir flottu og fimmta sætið
Ég hef nákvæmlega ekkert á móti Dönum þegar kemur að íþróttum (nema óvináttulandsleikurinn í fótbolta 1967, 14-2), og held að einhver hjá Hagkaupum hafi notað tækifærið til að fremja gott grín þegar Dönskum dögum var frestað. Frekar ótrúlegt að stórlið tapi viljandi bara til að spæla okkur. Vissulega svekkt yfir úrslitunum en þetta er samt bara leikur ... og miðað við að hafa misst alla þessa leikmenn í smit og ná samt að spila um fimmta sætið er ekkert annað en stórkostlegt. Ekki skemma menningarverðmæti í þjóðrembukasti! (Mynd: Hjálmtýr Heiðdal)
Sá að einhver hefur áhyggjur af því að við höfum tekið Trump á covidið, minna um sýnatökur - minna um covid. Geri mér enga grein fyrir því, hef aldrei, í þessi tvö ár, upplifað mig ófrjálsa eða hefta. Það segir kannski meira um lífsstíl minn og kröfur til lífsins en ég má líka tala, það er skrítið að sjá fólk segja að ALLIR séu að deyja úr þunglyndi yfir öllum þessum takmörkunum. Ekki ég. En einhverjir alveg örugglega.
Nú eru gluggar Himnaríkis orðnir hvítir og fallegir - vantar bara smiðina til að stilla betur opnanlegu gluggana tvo sem leka, svo þeir lokist betur. Þá held ég að Himnaríki geti ekki orðið fullkomnara, og nei, ég vil ekki lyftu, það er fínt að fá þessa hreyfingu. Ég flyt þegar það verður erfitt. Lalli málari á mikinn aðdáanda í Krumma (svarti og hvíti, Keli fjær, Mosi nær) sem gladdist ákaflega að sjá hann og þegar við Lalli settumst yfir kaffibolla í 5 mínútur lenti hann í hálfgerðri ástreitni af völdum Krumma. Enn eru, ef ég man það rétt, bara Inga og Lalli, fyrir utan mig, sem Krummi hefur stokkið upp á axlir á, sem er sérstakt ástarmerki Krumma. Inga er sjúkraþjálfari og þegar hún klappar honum veitir hún honum kannski óafvitandi nudd sem hann kann að meta. Inga hefur aldrei klappað mér svo þetta er bara gisk.
Mesta gleðifréttin í gær (seinnipartinn) var að tíkin Píla frá Bolungarvík skyldi finnast á lífi. Hún fældist við flugeldaskot á þrettándanum. Sást á lífi uppi í fjalli og þrjár björgunarsveitir tóku saman höndum og björguðu henni í gær. Ég er orðin svo væmin með aldrinum að ég fékk mörg kusk í augun. Hundar eru svo dásamlegir, þótt ég treysti mér ekki til að vera með hund uppi á 3,5. hæð.
Svona í lokin ... mamma hringdi í mig í morgun, ofsaspennt og hreykin, til að tilkynna mér að ég hefði loks náð markmiði mínu að komast á topp 5 á blogginu. Ekki hálfdrættingur á við þessa fjóra fyrir ofan mig, bætti hún við, en ég mætti vera stolt þótt ég bullaði yfirleitt allt of mikið, fyrir hennar smekk. Bíði fjórmenningarnir bara ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 24
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 719
- Frá upphafi: 1524917
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 615
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Rétt hjá þér, Gurrí, og þar að auki er bannað samkvæmt lögum að fjarlægja kórónuna af þaki Alþingishússins.


Þingsályktun er ekki rétthærri en lög og undirritaður veit ekki betur en að Mörlendingar noti enn íslenska krónu (kórónu) sem gjaldmiðil.
"Orðið króna er íslenskur ritháttur erlendu myntheitanna Krone, Krona, Kroon og Koruna."
27.1.2022 (í dag):
Forstöðumaður Minjastofnunar vill halda í kórónuna
"Alþingishúsið var friðað af menntamálaráðherra 14. desember 1973 samkvæmt 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969."
"Í lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er gerður greinarmunur á friðlýstum húsum og mannvirkjum og þeim sem friðuð eru.
Við gildistöku laganna 1. janúar 2013 voru öll hús og mannvirki í landinu sem eru 100 ára eða eldri friðuð, því nú er miðað við aldur húss en ekki ákveðið ártal."
Alþingishúsið - Minjastofnun
Þorsteinn Briem, 27.1.2022 kl. 17:15
Íslenski fáninn:


"The new flag of 1915 had a blue field with a red cross bordered in white. It is this flag that is used today. The design was proposed by Matthias Thordarson. He explained the colours as blue for the mountains, white for ice and red for fire [...]
The flag was officially accepted by the king 30 November 1918 and adopted by law as the national flag the same day. It was first hoisted (as a state ensign) 1 December 1918. On this day Iceland became a separate kingdom united with Denmark under one king."
The flag of 1915
"Landvættaskjaldarmerkið var tekið upp með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 sem er á þennan veg: "Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi."
Þorsteinn Briem, 28.1.2022 kl. 00:01
Í merki íslenskra Pírata er flattur þorskur, sem einnig var í danska ríkisskjaldarmerkinu.




"Íslenski skjaldarmerkisþorskurinn var látinn víkja úr danska ríkisskjaldarmerkinu en í staðinn kom fálkinn sem tákn Íslands."
"Með konungsúrskurði frá 3. október 1903 var ákveðið að skjaldarmerki Íslands skyldi vera "hvítur íslenskur fálki á bláum grunni""
Stjórnarráð Íslands - Saga skjaldarmerkisins
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:
"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."
Ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.
"Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar."
Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.
Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet II. Bretadrottning er þjóðhöfðingi Bretlands og fjórtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.
Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland."
Stjórnarráð Íslands - Sögulegt yfirlit
Þorsteinn Briem, 28.1.2022 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.