2.2.2022 | 13:51
Ástir og ananas, nýr Royal-búðingur og fleira konunglegt
Margt í gangi núna, fréttir dagsins tengjast vissulega margar covid: mörg smit á Eir, Hrafnhidur og Bubbi smituð, forsetasonur einnig með covid, fleiri að draga tónlist sína úr Spotify-veitunni og Harry og Meghan hafa biðlað til Spotify um að halda í hemilinn á Rogan, og allt í þessum dúr. Það allra mest spennandi er að nýr Royal-búðingur hefur litið dagsins ljós. Einhver framsýn/n hjá Royal hóf samstarf við Nóa Síríus og til varð nýi búðingurinn. Síríuslengju- og lakkrísbúðingur. Royal hefur verið nánast óbreytt áratugum saman - en svo fóru að koma nýjar sortir eins og Bananasplitt og saltkaramellu. (Ég fylgist með fréttum en allt of sjaldan búðingur í eftirmat, sem gæti þó breyst núna). Dæmigert samt að þetta komi núna þegar ég er í sykurbindindi en ég bíð spennt eftir því að Tinna Royal ríði á vaðið og smakki. Hún er mesta Royal-kona sem ég þekki og henni að þakka að ég á lítinn Royal- búðingspakka sem jólakúlu.
Ég sá grein í gær um mistök sem hafa orðið á konunglegum viðburðum í Bretlandi við hin ýmsu tækifæri, virkaði spennandi. Eins og að David Beckham hafi mætt í konunglegt brúðkaup með orðuna sem drottning sæmdi hann á sínum tíma, nælda í jakkann - en hægra megin þegar hið rétta var að hafa hana vinstra megin. Glöggir fjölmiðlamenn með alla hirðsiði á hreinu bentu honum á þetta og þegar myndir voru teknar af David í sjálfri athöfninni var allt komið í lag. Tek það fram að þetta var í Hello-blaðinu breska, á netinu, en ekki sem frétt. Mér fannst þetta samt svo hræðilega drepleiðinlegt að ég nennti ekki að lesa greinina til enda. Skyldi hafa verið rangur litur í brúðarvendi þeirrar sem var að gifta sig? Einhver í brúnum sokkum, ekki fjólubláum? Það hlýtur að hafa verið til eitthvað meira krassandi ... David sagði reyndar frá því að Victoria, konan hans, hafi síðustu 25 ár borðað það sama í kvöldmatinn, gufusoðinn fisk með grænmeti, engin sósa, engar mjólkurvörur, ekkert kjöt. Þegar hún gekk með dóttur þeirra hafi hún rænt sér bita af diski Davids (óléttugræðgi) og það hafi verið ein hamingjuríkasta stund lífs hans. Hversu leiðinlegt er þetta hjónaband? Myndin af honum var tekin í brúðkaupi Katrínar og Vilhjálms og þá var Victoria komin átta mánuði á leið. Hún var sípissandi eins og aðrar óléttar konur og svo vel var hugsað um hana að hún sat á bekk þar sem hún sá vel brúðhjónin og bara fimm skref á klósettið, ef hún þyrfti. Svona fréttir finnur maður þegar gúglað er eftir myndum.
Fyrir níu árum upp á dag spurði ég vini mína á fésbók hvort þeir myndum eftir sérstökum og skemmtilegum þýðingum á erlendum heitum bíómynda (stundum út í hött).
Ég nefndi sjálf myndina Super8 sem hét í íslenskri þýðingu: Leyndarmálið í lestinni. Jú, það komu nokkur skemmtileg dæmi, eins og Elvis Prestle-myndin Blue Hawaii sem hét Ástir og ananas. The Fisher King hét einfaldlega Bilun í beinni útsendingu (frábær mynd). Lethal Weapon: Tveir á toppnum og Die Hard: Á tæpasta vaði - en einhver vildi meina að tvær myndir hefðu gengið í bíóhúsum undir því nafni á sama tíma.
Skyldi Blue Hawaii (1961) vera bíómyndin sem ég sá mjög ung að árum, eina atriðið sem festist í minni mínu var reið ung stúlka sem barði baðströndina með handklæði sínu vegna einhverra vonbrigða. Ég man bara að mér fannst mjög gaman þótt ég skildi hvorki upp né niður. Það verður því nostalgíusjokk ef ég sé þetta atriði aftur einhvern tíma. Verst að ég er ekkert sérlega mikið fyrir gamlar myndir.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 19
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 851
- Frá upphafi: 1523233
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 769
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.