Ástir og ananas, nýr Royal-búðingur og fleira konunglegt

Nýr búðingurMargt í gangi núna, fréttir dagsins tengjast vissulega margar covid: mörg smit á Eir, Hrafnhidur og Bubbi smituð, forsetasonur einnig með covid, fleiri að draga tónlist sína úr Spotify-veitunni og Harry og Meghan hafa biðlað til Spotify um að halda í hemilinn á Rogan, og allt í þessum dúr. Það allra mest spennandi er að nýr Royal-búðingur hefur litið dagsins ljós. Einhver framsýn/n hjá Royal hóf samstarf við Nóa Síríus og til varð nýi búðingurinn. Síríuslengju- og lakkrísbúðingur. Royal hefur verið nánast óbreytt áratugum saman - en svo fóru að koma nýjar sortir eins og Bananasplitt og saltkaramellu. (Ég fylgist með fréttum en allt of sjaldan búðingur í eftirmat, sem gæti þó breyst núna). Dæmigert samt að þetta komi núna þegar ég er í sykurbindindi en ég bíð spennt eftir því að Tinna Royal ríði á vaðið og smakki. Hún er mesta Royal-kona sem ég þekki og henni að þakka að ég á lítinn Royal- búðingspakka sem jólakúlu.

 

BeckhamÉg sá grein í gær um mistök sem hafa orðið á konunglegum viðburðum í Bretlandi við hin ýmsu tækifæri, virkaði spennandi. Eins og að David Beckham hafi mætt í konunglegt brúðkaup með orðuna sem drottning sæmdi hann á sínum tíma, nælda í jakkann - en hægra megin þegar hið rétta var að hafa hana vinstra megin. Glöggir fjölmiðlamenn með alla hirðsiði á hreinu bentu honum á þetta og þegar myndir voru teknar af David í sjálfri athöfninni var allt komið í lag. Tek það fram að þetta var í Hello-blaðinu breska, á netinu, en ekki sem frétt. Mér fannst þetta samt svo hræðilega drepleiðinlegt að ég nennti ekki að lesa greinina til enda. Skyldi hafa verið rangur litur í brúðarvendi þeirrar sem var að gifta sig? Einhver í brúnum sokkum, ekki fjólubláum? Það hlýtur að hafa verið til eitthvað meira krassandi ... David sagði reyndar frá því að Victoria, konan hans, hafi síðustu 25 ár borðað það sama í kvöldmatinn, gufusoðinn fisk með grænmeti, engin sósa, engar mjólkurvörur, ekkert kjöt. Þegar hún gekk með dóttur þeirra hafi hún rænt sér bita af diski Davids (óléttugræðgi) og það hafi verið ein hamingjuríkasta stund lífs hans. Hversu leiðinlegt er þetta hjónaband? Myndin af honum var tekin í brúðkaupi Katrínar og Vilhjálms og þá var Victoria komin átta mánuði á leið. Hún var sípissandi eins og aðrar óléttar konur og svo vel var hugsað um hana að hún sat á bekk þar sem hún sá vel brúðhjónin og bara fimm skref á klósettið, ef hún þyrfti. Svona fréttir finnur maður þegar gúglað er eftir myndum. 

 

Ástir og ananasFyrir níu árum upp á dag spurði ég vini mína á fésbók hvort þeir myndum eftir sérstökum og skemmtilegum þýðingum á erlendum heitum bíómynda (stundum út í hött). 

Ég nefndi sjálf myndina Super8 sem hét í íslenskri þýðingu: Leyndarmálið í lestinni. Jú, það komu nokkur skemmtileg dæmi, eins og Elvis Prestle-myndin Blue Hawaii sem hét Ástir og ananas. The Fisher King hét einfaldlega Bilun í beinni útsendingu (frábær mynd). Lethal Weapon: Tveir á toppnum og Die Hard: Á tæpasta vaði - en einhver vildi meina að tvær myndir hefðu gengið í bíóhúsum undir því nafni á sama tíma.

 

Skyldi Blue Hawaii (1961) vera bíómyndin sem ég sá mjög ung að árum, eina atriðið sem festist í minni mínu var reið ung stúlka sem barði baðströndina með handklæði sínu vegna einhverra vonbrigða. Ég man bara að mér fannst mjög gaman þótt ég skildi hvorki upp né niður. Það verður því nostalgíusjokk ef ég sé þetta atriði aftur einhvern tíma. Verst að ég er ekkert sérlega mikið fyrir gamlar myndir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 851
  • Frá upphafi: 1523233

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 769
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vigdís og Halla
  • Hvað er svona sæt kona eins og þú að ...
  • Stigagangurinn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband