3.2.2022 | 16:10
Tvífarar, læknasnobbsættfræði og áhrif fb-gríns um Trump
Skammdegið hefur aldrei angrað mig, samt er ég ekki kertaljósatýpan (kannski vegna kattanna, held ég sé alveg rómantísk ...) og svo sef ég eins og skata á sumrin þótt gluggatjöldin séu ekki dregin fyrir og jafnvel glaðasólskin í herberginu. Sennilega er ég eins ekta Íslendingur og hægt er að vera - mér finnst bara krúttlegt þegar fólk birtir af sér myndir frá Spáni í sólinni og langar ekki neitt í hitann. Spurning um að biðja Kára að rannsaka þessi gen. Við erum reyndar nánast náskyld, sexmenningar úr Þingeyjarsýslu, ég frá Flatey, hann Hrísey eða Brettings-hvað þetta heitir allt, ég kom þangað síðast þegar ég var fimm ára. Annar þekktur læknir sem rífur kjaft á köflum, Óttar Guðmundsson, er enn skyldari, við erum fjórmenningar í gegnum mömmuætt föðurmegin, Helluvað, Rangárvöllum-ættina. Mamma var búin að monta sig af skyldleikanum, hún, hjúkkan, lifði og hrærðist í þessum sjúkrahússheimi alla sína tíð og veit auðvitað að læknar eru guðir, þess vegna montar maður sig af skyldleika við þá. Ég fer ekki á Íslendingabók nema ég sé skotin í einhverjum ... Gáði þó áðan að gamni, hvort Runólfur, hinn nýi forstjóri Landspítalans, væri skyldur mér - og jú, heldur betur, við erum í áttunda og níunda. Systkinin Árni Geirsfóstri Bjarnason (f. 1710) er forfaðir minn og Þorgerður Bjarnadóttir (f. 1712) formóðir hans. Læknar í fjölskyldunni fyrirfinnast því miður ekki nær en þetta, bara sálfræðingar, pípari, félagsráðgjafi, músíkþerapisti, leikari, tölvuséní, kvikmyndatökukona, rithöfundur og fangavörður, svo fátt sé talið. Hugsa sér hvað væri hentugt að hafa lækni, svona lækni sem gæti skrifað upp á vissar pillur til að flýta endanlegri för covid-keppsins - ef slíkar pillur eru til. Ég var með algjöran hardcore-antimedicine-heimilislækni í bænum í gamla daga. Eitt sinn heyrði ég af lyfi sem tæki af manni allan aukamör á örfáum vikum. Því miður var þetta þunglyndislyf svo læknirinn spurði hvort ég væri þunglynd ... ég neitaði því og fékk fyrirlestur um að ég væri ekkert of feit, bara heilbrigð ung kona sem ætti ekki að miða sig við Kate Moss. Myndin er af TVÍFARA, ekki tvíbura, mínum úr fyrra lífi. Þegar ég fékk áður fyrr spurninguna: Ég kannast svo við þig, þekkjumst við? svaraði ég stundum: Ja, margir rugla mér saman við Elísabetu Taylor, getur það verið? Af því að ég vissi ekkert hverju ég ætti að svara og feimni fékk mig stundum til að segja svakalega lélega brandara. En svo segir hirðvéfrétt mín að við ET (hehe) tengjumst svona líka sterkum böndum.
Diddi, sérlegur hirðsmiður Himnaaríkis, kom í gær til að skoða aðstæður áður en hann lagar gluggana tvo og litlusvaladyrnar. Fínustu gluggar, sagði hann, en xxxxxxxxx, tungumál smiða er eins og kínverska í mínum eyrum svo ég hef þetta eins vel eftir honum og ég get. Svo datt honum í hug að setja sérstakan kant (ekki rétt orð, skyggni kannski?) neðst á litlusvaladyrnar en á þeim mæðir stundum mikið, svalirnar snúa að algengustu roks- og rigningaráttinni hér, suðaustur. Himnaríki stendur við opið haf og ekkert skjól af Reykjanesskaganum ... Vil það frekar en ekkert útsýni.
Var pínku spæld yfir því að hann skyldi mæta með engum fyrirvara, allt í drasli og hann búinn að smíða allt svona fínt fyrir mig. Það er nánast aldrei drasl hjá mér eftir að ég losaði mig við helminginn af eigum mínum (2020). Ég var byrjuð að taka fatahengið (fyrrum þvottahús) aðeins í gegn áður en það yrði draslstaður heimilisins, og það lá (og liggur enn) fatahrúga á gólfinu eftir grisjun. Átakanleg myndin af fatahenginu sýnir þó ekki hrúguna sem væri þá neðst til vinstri og inniheldur; úlpu, regnkápu, trefla, gamlar úlpur, peysur og annað vesen. Kistan hægra megin undir glugganum er þó ekki smíðuð af Didda o.co, heldur af IKEA og sérútbúin til að hýsa hreinlætisaðstöðu kattanna. Snilld.
En ekki nóg með þetta heldur voru eldhúsvaskurinn og bekkurinn sitt hvorum megin við með óhreint leirtaui kvöldsins og dagsins áður því ekki var búið að taka úr uppþvottavélinni ... ég var nefnilega hálflasin í rúman sólarhring, næstum tvo, hafði rétt orku til að vinna kl. 12-16 og elda kvöldmatinn, ekki meira en það. Held að ég hafi nánast klúðrað þriðjudags-laxinum með ferskum aspas vegna slappheita. Þetta var kunnugleg pest, hálfgert raddleysi (sexí viskí-svefnherbergisrödd), slappelsi og þreyta, sem ég fæ sirka annað, þriðja hvert ár og stendur í einn til tvo daga, svo ég fór ekki í covid-próf. Síðast þegar ég fékk aðra kunnuglega fékk ég einmitt neikvætt út úr PCR-prófi sem ég þorði ekki annað en að fara í, ásamt kvefuðum drengnum sem hefði ella og eðlilega ekki mátt mæta í skólann nema vera neikvæður. Nú er ég orðin alveg stálslegin.
Kannski varð smjörsósan ekki nógu góð (samt ágæt) af því að ég á ekki töfrasprota, notaði Phillips-handþeytarann, kaupár: c.a. 1980, en sísprækur. Alveg spurning um að kaupa sér samt græjuna, þetta var í annað sinn sem ég hefði þurft sprota, og svo væri líka gott að eiga kjöthitamæli. Ég hef farið mjög grimmt eftir c.a.-tímanum sem gefinn er upp og hann hefur alltaf verið góður. Mér er farið að líða svolítið eins og stjörnukokki. Hvað næst? Steypujárnspottur?
En varðandi covid ... sama hvað fólk æpir og öskrar um að þetta sé bara venjuleg skaðlaus flensa, sem það er auðvitað ekki, tek ég undir með einum fésbókarvini sem kærir sig ekki um að fá pestina, hann telur hafa verið ákveðið að nú væri tímabært að smita alla landsmenn, annað væri of mikið vesen. Hann vildi meina að þetta gæti tekið 4-6 vikur og fram að því ætlaði hann að haga sér eins og síðustu vikur og vona að hann sleppi. Ég er sama sinnis, ég er ekki hrædd, eins og kóvitar myndu fullyrða, bara kæri mig ekki um að fá kvikindið, ekki einu sinni svona þríbólusett.
Í gær kom í ljós að borðtölvan mín, nýleg, virkaði ekki sem skyldi. Góða fólkið í Reykjadal var tilbúið til að leyfa mér að millifæra greiðslu fyrir helgardvöl drengsins af því að mér gekk ekkert að finna út úr þessu nýja og fína kerfi. Ég viðurkenni að ég var farin að finna fyrir beiskju og örlitlum vanmætti ... Svo datt út mikilvæg vinnumappa í einni af vinnunum mínum, og áður en ég leyfði mér að fá taugaáfall bað ég samstarfsfélaga að athuga hvort mappan væri á sínum stað. Jú, hún var það og þá ekkert að gera annað en að endurræsa tölvukvikindið mitt. Borðtölvu. Þá fór allt að sjást og án þess að tengja þetta við Reykjadal, ákvað ég að gera síðustu tilraunina til að komast inn og greiða. Þá var allt í einu allt komið í lag, einfalt og fljótlegt. Held að allir hafi haldið að ég væri orðin allt of gömul til að geta tileinkað mér nýjungar svo ég lét vita að allt væri greitt, þakkaði þeim þolinmæðina og sagði hver ástæðan var. Aldur skiptir ekki máli nema í ostaheiminum, segja fróðir.
Ég er svo hrædd um að ég hafi á einhvern hátt orðið til þess að Trump bauð sig fram til forseta. Eitthvað var ég að gantast á fésbókinni fyrir níu árum um glæsta og yfirþyrmandi brúðkaupstertu hans (Sjá mynd nr. 3).
Mögulega er ég fiðrildið sem blakaði vængjunum (hafa ekki allir séð þá bíómynd?) svo úr varð fellibylurinn Trump? Gæti það ekki alveg verið? Ég er nú einu sinni áhrifavaldur í bloggheimum þótt ég hafi á einhvern óskiljanlegan og fáránlegan h átt hrapað niður í sjöunda sæti í gær, eins og mamma sagði mér í morgunspjallinu okkar.
Minn tími mun koma ... aftur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 49
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 884
- Frá upphafi: 1523199
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 794
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
HarrÝ er himnezk !
Steingrímur Helgason, 3.2.2022 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.