7.2.2022 | 17:19
Að skammstafa rétt og gluggar sem halda
Gluggarnir sem Diddi smiður gerði við í síðustu viku stóðust prófið í þessu villta óveðri sem lék við okkur landsmenn í nótt. Suðsaustanstormur. Ég hafði ákveðið að sofna snemma og rífa mig svo upp með látum eldsnemma og reyna að ná nokkrum eldingum, en nei. Sennilega var ég of spennt til að geta sofnað snemma. Og loks þegar ég sofnaði var það við brjálað vindgnauð. Litlusvaladyrnar sem snúa einmitt í suðaustur láku eins og Eurovision-lögin - bleyttu í gegn eitt þykkt baðhandklæði og nokkur dagblöð, ekki fór dropi á dagblöðin sem voru á gólfinu fyrir neðan þröskuldinn. Góð sjálfsvörn, myndi gamli karate-kennarinn minn kalla það. Geggjaður lás, myndu gömlu nemendur mínir í Ju Jitsu segja kátir. En auðvitað í gríni og meina að ég hefði nánast skellt í lás á alla bleytuna sem reyndi inngöngu í himnaríki. Þegar næsta svona veður kemur verður Diddi búinn að redda þessu.
Mynd: Svona leit ytri vettvangurinn út í morgun, snjólétt (Hilda) að vanda og sjórinn alveg geggjaður. Kvöldflóðið inniheldur stærri öldur, sýnist mér að verði, nú mætti vera bjart lengur.
Eins og glöggir blogglesendur mínir vita, hef ég áhuga á veðri og tölum (og vefmyndavélum, hekli, kisum, bóklestri og auðvitað friði á jörð eins og ég sagði svo eftirminnilega í fegurðarsamkeppninni um árið (Jómfrú Heimur-eitthvað) og allar fegurðardrottningar hafa sagt á eftir mér, sumar unnið meira að segja) en skammstafanir geta líka verið skemmtilegar. Nú langar mig svolítið til að bæta við millinafni til að herma eftir systkinum mínum og heita tveimur. Hrefna finnst mér fallegt og koma vel út en skammstöfunin samt verulega boring; GHH. Dæmi um það sem ég meina:
Davíð frændi!
Já, kæra Gurrí uppáhaldsfrænka mín í öllum heiminum. (Sviðsett samtal til útskýrinar)
Ef þú eignast einhvern tímann dóttur, væri þá ekki sniðugt ef hún yrði látin heita t.d. Lena Sigurfljóð Davíðsdóttir?
Ha, af hverju?
Nú, út af skammstöfuninni.
Guðríður almáttugur, sagði stórhneykslaður en samt súperindæll frændi minn sem léti dótturina frekar heita Tinnu. Eða Guðríði Oddnýju ... sem ég sætti mig alveg við.
Hægt væri að búa til sniðug orð úr upphafsstöfum nafna barna sinna ... ég gleymi t.d. aldrei manninum með upphafsstafina RÓS og fæddist um jólin, við vorum að gantast með þetta í síma í vinnunni hjá mér, ég þurfti að skrá nafn hans og kennitölu og rak augun í þetta skemmtilega mynstur. Maðurinn var sérlega hress og fannst þetta bráðskemmtilegt. Svo mætti hann í eigin persónu í vinnuna til mín og samstarfskona mín varð steinhissa þegar þessi ungi og myndarlegi maður mætti, heilsaði mér vingjarnlega og sagði: Ég er jólarósin. Þetta þurfti talsverðar útskýringar síðar en hún skildi samt ekki snilldina við þetta, held ég. (Hef áður sagt frá þessu hér en þetta bara smellpassar inn í umræðuna).
LED: Light Emitting Diode / Linda Emilía Davíðsdóttir?
GPS: Global Positioning System / Guðríður Pálína Schiöth?
PDF: Portable Document Format: Petra Dögg Fjóludóttir.
Jónína Árnadóttir er JÁ. Sigrún Ágústa Ármannsdóttir er SÁÁ. Og svo framvegis.
Vona að ég hafi gefið ykkur margar dásamlegar hugmyndir.
Það verður eitthvað gott í matinn í kvöld ... Eldum rétt-bílstjórinn mætti áðan með fullan kassa af fersku góðgæti. Ég reyni alltaf að gleyma því hvað ég pantaði tæpri viku áður svo ég verði alltaf jafnánægð og hissa, og ekki síst stórhrifin af góðum matarsmekk mínum. Fiskur í dag og fiskur á morgun, bara æði. Og hjartans Einarsbúð kom með restina af því sem vantaði núna rétt áðan. Nú getur tilveran haldið áfram.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.3.): 26
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1120
- Frá upphafi: 1521246
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 911
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.