10.2.2022 | 18:45
Sextán ár og enn er von
Tíundi febrúar í dag, og nákvæmlega 16 ár síðan ég flutti í Himnaríki, 300 Akranesi. Seldi 56 fermetra íbúð á Hringbraut (þá 107 Rvík, nú 101) og fékk 99 fermetra með sjávarútsýni og borgað á milli sem dugði meðal annars fyrir yfirdekkingu á antíksófa og stólum, innrömmun á málverkum, ísskáp og baunavél (kaffi). Bjó á Hringbrautinni í átján ár, upp á dag og varð annar eigandi íbúðarinnar á sjötíu árum, þarna í gömlu Verkó og ég vona að gömlu hurðirnar og efri eldhússkápurinn hafi fengið að halda sér. Afrekaði meira að segja fá hina dásamlegu Völu Matt í heimsókn, Innlit-útlit á SkjáEinum, og veit ekki enn hvort ég á að vera móðguð þegar hún talaði um hversu gaman væri að koma í venjulega íbúð. Sindri Sindrason hefur ekki sýnt hinn minnsta áhuga á að koma í Himnaríki, mögulega fæla stöku þvottafjöll frá, það er sennilegt.
Þarna 2006 hétu heimiliskettirnir Tommi og Kubbur (kvk) en núna ráða ríkjum heiðurskettirnir Keli, Krummi og Mosi. Ég kvaddi með krókódílatárum geitungana og umferðarhávaðann og fékk í staðinn sjávarnið og máva. Verulega góð skipti. Mávar eru vanmetnir, þeir eru æði og sérlega duglegir að borða afganga á sumrin. Krummi sér um málin yfir vetrartímann. Og í stað Kjötborgar fékk ég Einarsbúð þar sem sama ljúfmennskan ríkir. Þetta voru góð skipti þótt mér þyki alltaf vænt um höfuðborgina mína samt.
Mynd nr. 1 sýnir Akranes um svipað leyti og ég flutti þangað, mikið verk óunnið og Himnaríki enn ekki byggt, hvað þá Jaðarsbraut og íþróttamannvirkin. Langisandur var alltaf svo stór og mikill í minningunni (náði samt mynd) en sjórinn (kk) kominn svo miklu nær, allt karlkyns vill vera sem næst mér, held ég oft. Ef sest á mig fluga, er það strákur, ekki spurning.
Á mynd nr. 2 frá 2015 má sjá hverju ég hef áorkað í smíði húsa, göngustíga hér við sandinn og fleira, mér tókst meira að segja að færa Esjuna talsvert nær Akranesi en áður var. Himnaríki sést lengst til vinstri og fyrrnefnd tiltölulega nýkomin þá, Esja fyrir miðri mynd.
Mér líður afar vel hér í Himnaríki og held að sjórinn minn spili stórt hlutverk í því. Mannbætandi og heilandi að fylgjast með þessari elsku, síbreytilegri og flottri. Mín vegna mætti þó alltaf vera brim, mér finnst það langflottast. Bláfáninn mætti líka hanga uppi yfir vetrartímann líka, svo gott að fá vindáttina beint í æð ... en það er kannski óþarfa frekja, nægir alveg að fá oftar brim.
Enn er gífurleg vinnuþrælkun Guðríðar í gangi, stefni á að klára verkefnið alveg á næstunni, hafði hugsað mér að blogga ekkert fyrr en því væri lokið, en sextán ára afmæli í Himnaríki kallar nú alveg á blogg, finnst mér.
Ég hef heldur ekki alveg afskrifað að vera komin á fast á mánudaginn kemur. Enn er von! Ég pantaði alla vega rómantískan mat fyrir tvo frá Eldum rétt fyrir okkur þrjú, ef það gengur upp, og fæ mér bara núðlur.
Samt hugsa ég stundum með hryllingi til þess að hitta kannski hinn fullkomna mann, ljúfan, fyndinn, skemmtilegan og auðvitað stórmyndarlegan - og svo þegar við værum gift færi hann að reyna að sannfæra mig um að jörðin væri flöt. Það væri vissulega pínku fyndið en samt ekki næstum því strax. Kannski um áttrætt. Eru stefnumót ekki einmitt til að ganga úr skugga um slíka hluti og flokka frá? Svo er heldur ekkert víst að slíkur maður vildi nokkuð með kringlóttjörðung að gera.
Vá, hvað okkur Skagamenn fer að vanta fleiri kaffihús fyrir stefnumót. Við erum með Kaju sem er æði og svo Grjótið sem er samt meiri matsölustaður þótt þar sé selt kaffi. Galito er með fínt kaffi og eftirrétti (köku, minnir mig). Læt svo vita hér hvernig gengur, auðvitað montar maður sig af ástamálum eins og öðru.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.3.): 0
- Sl. sólarhring: 116
- Sl. viku: 1094
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 887
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.