14.2.2022 | 14:42
Stóla- og bakaríshneyksli og veiðilendur í Mjódd
Utanbæjarfólk á borð við mig safnar saman erindum til að reka í borgarferðum sínum. Þegar ég hossaðist mjúklega með strætó sl. laugardag voru tvö aðalerindi til borgarinnar; raða bókhaldinu fyrir endurskoðandann með aðstoð litlu systur og kaupa skrifborðsstól. Hvernig hefði sárasaklausa Skagakonuna átt að gruna að ætlast væri til að landsbyggðartúttur tækju sér frí úr vinnu til að komast á virkum degi því sterkir og góðir skrifborðsstólar eru ekki til sölu um helgar. Bara á skrifstofutíma! Ég kom með fúlgur fjár, veskið svo þungt að ég gekk skökk, sársvekkt á bakveiki eftir að hafa verið ansi lengi á sama stólnum sem fyrrum framkvæmdastjóri einnar vinnunnar minnar leyfði mér að eiga þegar skipt var um stóla. Mögulega 20-25 ára gamall stóll. Eflaust dúndurgóður á sínum tíma en fyrir löngu hættur að vera það. Myndin er af eins stól og ég hafði setið á í áratugi áður en ég fékk þennan gamla sem ég er á núna. Aldrei of illa farið með gott bak ...
Haldið var í Skeifuna, í A4 - ég viðurkenni að það var ekki bara til að kaupa skrifborðsstól, heldur líka til að hitta Diego, Skeifuköttinn fagra. Þegar hann reyndist hvergi sjáanlegur ofan á prentarapappír (í stærð A4) hefði mig átt að gruna hið allra versta ... eða að skrifborðshúsgagnadeildin væri lokuð, þar misstu þau af góðri sölu þrátt fyrir dásamlega þjónustu og heilmikla samúð með mér. Ákvað að fara í Pennann þarna rétt hjá, þar gæti nú varla verið lokað, svo margir þyrftu að nota helgarnar til að kaupa nauðsynjar ... En það var lokað þar líka. Kannski verð ég að nota þennan áfram næstu 20 árin. Frekar léleg þjónusta við okkur tútturnar.
Eins og þetta hefði ekki verið nóg. Ég ákvað að kaupa eitthvað gott með kaffinu, húsið fullt af börnum (með mér og drengnum) og gífurleg skrifborðsstólsvonbrigðin kölluðu á huggun. Við fórum í Bakarameistarann í Mjódd og þar ætlaði ég að kaupa tertuna sem ættingjar mínir kalla Gurríartertu: rúllutertu með góðu kremi og banönum, uppáhald síðan 1995 og keypt við ýmis hátíðleg tilefni. Við erum hætt með hana, sagði afgreiðslukonan án nokkurrar miskunnar.
Já, af því að hún seldist svo vel? hugsaði ég beisk en þessi terta var þónokkuð ódýrari en þessar venjulegu fínu sem ég tími aldrei að kaupa. Með gúgli komst ég að því að Gamla bakaríið á Ísafirði (myndin þaðan) gerir svona tertur og alveg spurning að sýna þakklæti í verki fyrir það með að verja þar eins og einni helgi á Ísafirði í sumar, þar ríkir ekki kattahatur bæjarfulltrúa, eins og á sumum stöðum fyrir norðan. Okkur systur langar á Vestfirðina og ég myndi kaupa bananarúllutertu. Það var einmitt bananarúlluterta sem ég keypti um árið í Bakarameistaranum í Mjódd þegar stúlkan sagði: Á ég að setja hana í kassa fyrir þig? og ég ætlaði að vera voða fyndin: nei, takk, ég ætla að borða hana hérna ... sem mögulega gæti á einhvern hátt verið ástæða fyrir því að tertan fáist ekki lengur. Svona þegar ég fer að hugsa. Eftir að ég gekk í fb-hópinn Sögur af dónalegum viðskiptavinum, hef ég ekki þorað að reyna að vera fyndin. Ég hefði elskað svona bull þegar ég vann við afgreiðslu, en á síðunni komst ég að því að meirihluti afgreiðslufólk hatar brandarafólk.
Um leið og ég flutti frá Reykjavík fór allt til fjandans.
1. Póstnúmerum er breytt, gamla húsið mitt tilheyrir nú í 101 Rvík., eflaust hækkað verðið á því - þá of seint fyrir mig.
2. Bananarúllutertan hættir í sölu hjá Bakarameistaranum örfáum árum eftir að ég flyt til Akraness.
3. Alvöruskrifborðsstólar eru ekki seldir um helgar.
4. Sú þjónusta að hafa kaffihús opin þannig að fólk komist í kaffibolla eftir vinnu, ekki lengur veitt. Fólki beint á bari. Allir í sleik. COVID breiðist hratt út.
5. Og margt, margt fleira.
Bókhaldsvinnan gekk aftur á móti vel, enda hafði ég flokkað allt eftir mánuðum og síðan eftir lit kvittananna. Hilda gretti sig yfir litaröðuninni, vildi frekar eftir stærð - en það tafði snillinginn hana ekki lengi.
Nú er ég komin með YouTube-tónlistarveituna sem er svipuð og Spotify - skilst að Spotify hafi hlunnfarið tónlistarmenn, borgað þeim smánarlega lítið fyrir hverja spilun en átti samt stórfé til að fá einkarétt á hlaðvarpi sem var var víst eitt sinn gott (Rogan) en nú er fólk fúlt yfir rasisma og falsfréttum, ef marka má marga á Facebook. Davíð frændi skutlaði mér heim í gær og við skutluðum mér yfir á YouTube-veituna. ég hafði lagalista S opinn og fann sömu lögin í Y. Leyfi stráksa að fá loks einokun á Spotify (ekki áskrift). Svo gerðist algjört kraftaverk, Davíð þurfti Apple ID-ið mitt til að opna á enn eina sjónvarpsveituna fyrir mig ekki-sjónvarpssjúklinginn, Amazon til að ég geti horft á Jack Reacher-þættina sem hafa fengið mjög góða dóma, OG ÉG MUNDI AÐGANGSORÐIÐ! Horfði á einn þátt undir svefninn í gær ... skemmti mér vel.
Myndin hér að ofan er af leikaranum sem leikur hann, sá er hávaxinn eins og persónan í bókinni. Tom Cruise var góður en ekki nógu sannfærandi í þeim tveimur bíómyndum sem hafa verið gerðar um Reacher. Hann er svipað stór og ég, í kringum 1,70. Sem er ekki sama og tæpir tveir metrar.
Svo þarf ég að biðjast afsökunar á kærastaleysinu, ég lofaði að vera komin með gæja á Valentínusardag en ... ég sagði ekki hvaða ár. Svona færð, bæði hálka og snjór, og mér dettur bara ekki í hug að reyna að eltast við menn núna. Það er alveg óvíst að Eldum rétt-maturinn komist til mín í dag, en ég hugsa samt að ég geymi nautasteikina rómantísku þar til á fimmtudag, verði með fisk eða kjúkling í kvöld - ef maturinn kemst Kjalarnesið sem ég efast um.
Spurning hvort björgunarsveitir aðstoði - svo Skagamenn verði ekki hungurmorða. Lokað til miðnættis, hótar Vegagerðin. Hvar er Akraborgin núna?
Ég hljóp inn í Nettó í Mjódd örstutt í gær og sá þar mögulegar veiðilendur við kælinn þar sem tilbúni maturinn fæst, 1944 og slíkt. Þar voru tveir frekar girnilegir karlar sem horfðu harmþrungnir á bakkana - og völdu eflaust bjúgu eða lambalæri í örbylgjuna í hundraðasta skiptið. Þá langaði svo mikið að láta bjarga sér. Sjáum til næst þegar ég hef tíma. Hvernig byrjar maður aftur samræður á veiðum? Kemurðu oft hingað?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 103
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 1218
- Frá upphafi: 1521206
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 994
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Við kælinn sexí karlar tveir,
keytan lak úr hári,
úr þeir voru ekki leir,
Eiríkur og Kári.
Þorsteinn Briem, 14.2.2022 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.