Brim í Brighton og aðför að okkur áhrifavöldum ...

sikksakk í snjónumDæmigert alveg að þegar ég ákveð að gerast áhrifavaldur fer skatturinn að rannsaka slíkt fólk, skv. fréttum dagsins. Ég get þó huggað skattmann með því að ég hef ekki fengið eitt einasta korn frá einum eða neinum sem er bara skandall þegar svona flottur stjörnubloggari á í hlut. Ef ég fengi eitthvað myndi ég með aðstoð endurskoðanda míns gefa allt upp. Að sjálfsögðu. Þessar götur gera sig ekki sjálfar og einhver verður að borga laun sumra ráðherra þótt þeir séu sennilega frekar mikið andsnúnir útlensku fólki sem vill setjast hér að vegna stríðs og rauna heima fyrir. Hvað eru aftur margir Íslendingar sem búa í öðrum löndum? Og hvað var aftur verið að tala um marga sem við þyrftum virkilega mikið að fá hingað til lands til að landið fúnkeraði?

 

Í eina skiptið sem ég sveik undan skatti, eða reyndi það, var það óvart og svo klaufalegt að góði maðurinn hjá Skattinum hló bara og sektaði mig ekki því þetta var svo augljós gleymska, launin voru frá ráðuneyti, stök verktakagreiðsla. Þegar þarf að vera í milljón störfum til að ná endum saman getur eitthvað gleymst. Og svo loksins þegar allt varð svo auðvelt að það þurfti bara að kíkja og ýta svo á Senda til að skila skattskýrslunni, er ég komin með endurskoðanda. Dæs.

 

Myndin hér að ofan var tekin í gær úr einum af þríhyrningslaga gluggum Himnaríkis og sýnir svo ekki verður um villst skemmdarverkið á ósnortnum snjónum þarna hægra megin. Sökudólgurinn sést meira að segja kominn inn á Höfðabraut. Hann slapp næstum því, það tók tímann sinn að finna símann og svo að munda hann sem myndavél. 

 

Brim í BrightonAf því að ég er nörd datt mér ekkert annað í hug en að kíkja á vefmyndavélar í Bretlandi þegar ég heyrði í hádegisfréttum að þar hefði verið gefin út rauð veðurviðvörun. Ég hélt til Brighton og sá svo fagurt og tryllt brim að ég ætla að gista einhvern daginn á hótelinu sem heldur utan um þessa vefmyndavél, helst í vondu veðri.

Ég lét Hildu systur vita. Auðvitað. Svar hennar: „Við þangað.“ Systraklikkun, myndi kannski einhver segja en það verður bara að hafa það. Ég viðurkenni að mér tókst að vinna í dag ÞRÁTT FYRIR brimið á vefmyndavélinni, en það var erfitt. Allar dauðar stundir sem upp komu fóru í að mæna á öldurnar og óska þess að vera í Brighton. Þær eru oft glettilega stórar öldurnar hérna við Langasand en talsvert prúðari en þetta.

 

 

Hér er hlekkurinn, ef einhvern langar að sjá dýrðina, aðeins þó farið að sljákka í veðrinu, en oft er sjórinn minn vel hress daginn eftir svona hvassviðri.

https://www.skylinewebcams.com/en/webcam/united-kingdom/england/brighton/brighton-pier.html 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 22.12.2020:

Allir íslenskir ríkisborgarar eru íslenska þjóðin en hér á Íslandi býr fólk af um 160 þjóðernum og tugþúsundir Íslendinga búa erlendis, langflestir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). cool

Þeir sem eru íslenskir ríkisborgarar eru Íslendingar, hvort sem þeir búa hér á Íslandi eða erlendis, en svokallaðir Vestur-Íslendingar eru kanadískir og bandarískir ríkisborgarar og þar af leiðandi Kanadamenn og Bandaríkjamenn.

Undirritaður hefur búið í mörgum ríkjum, þar á meðal Svíþjóð, en aldrei verið Svíi og alltaf verið Íslendingur.

Þeir sem búa hér á Íslandi, landsmenn, eru nú um 368 þúsund, þar af um 51 þúsund útlendingar, einnig langflestir frá Evrópska efnahagssvæðinu. cool

23.3.2019:

Rúmlega 47 þúsund Íslendingar búa erlendis

14.12.2020:

Um 317 þúsund Íslendingar og 51 þúsund útlendingar búa hér á Íslandi

 

Þorsteinn Briem, 18.2.2022 kl. 16:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu eiga Mörlendingar að sakna þeirra tíma þegar þeir drukku frá sér ráð og rænu á föstudags- og laugardagskvöldum en álitu þá drykkjusjúklinga sem fengu sér rauðvínsglas á miðvikudagskvöldi. cool

Í góðu lagi var að menn keyptu brennivín en þeir máttu alls ekki kaupa bjór, unglingar voru almennt sauðdrukknir á útihátíðum og slagsmál á sveitaböllum þóttu sjálfsagður hlutur.

Hommar voru barðir sundur og saman og flúðu land.

Gert var grín að andlega veiku fólki, Ómar Ragnarsson leitaði uppi alls kyns furðufugla, enn skrítnari en hann sjálfur, sýndi þá í sjónvarpinu og hlegið var að þeim.

Og barnaníðingurinn Bjartur í Sumarhúsum var aðalhetjan.

Mörlendingar sváfu hjá ættingjum sínum og skyldleikaræktin því í heiðri höfð en útlendingar sáust varla á landsbyggðinni, hvað þá svart fólk. cool

Helga Rafnsdóttir á um 99 þúsund afkomendur

Og tengdamóðir mín fyrrverandi á Húsavík spurði þegar hún átti þar von á heimsókn svartrar söngkonu:

"Borða svertingjar pönnukökur?" cool

frétt ársins

Þorsteinn Briem, 18.2.2022 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 27
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1142
  • Frá upphafi: 1521130

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 931
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Kræst
  • Afmæli stráksa
  • Berdreymi ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband