Óvæntur stuðningsaðili Póstsins ...

covidCovid nálgast með ógnarhraða (ég þekki svo marga smitaða) svo ég hamast við að elda góðan mat áður en ég missi bragðskynið og bera á mig unaðslegan ilm áður en ég missi lyktarskynið. Alla vega elda. Það vantar fjóra upp á að 400 Skagamenn séu með covid. Yndislegt frændfólk liggur, eða börnin, og viss systir fékk það næstum því. Við ákváðum að treysta á neikvætt heimapróf sem hún tók og fékk neikvætt úr, og að hún hafi ekki knúsað vissan iðnaðarmann sem kom til hennar og greindist með covid í dag ... sennilega. Fólk í sama húsi og Himnaríki hefur fengið þetta. Ég hef alls ekki lokað mig inni, reyndar farið minna út VEGNA HÁLKU og snjóa og hefði mögulega farið í bæinn í dag ef veðurspáin hefði verið betri. Hef notið þess að horfa á skafrenninginn í dag og kettirnir eru líka mjög hrifnir og þrá að gluggaveiða hann. Án hans hefði ég sennilega skotist út í bakarí og keypt mér eina bollu. Í tilefni konudagsins á morgun en tertan sem allir bakarar baka af því tilefni er með hnetum, því miður. Svo bakarar geta bara hoppað!

 

666Hugumstóra frænka mín (ein þeirra) fékk venjulegt sendibréf frá Vottum Jehóva í gær, henni fannst það bara sætt og krúttlegt þótt það hafi ekki hreyft við henni á annan hátt en ég fékk algjört áfall þegar ég sá bréfið eða símanúmerið (munið, tölur skipta öllu) sem hún mátti hringja í til að frelsast ... eitthvað hafði Satan haft fingurna í þessu því númerið endaði á 666.

 

Svo mundi ég eftir því að sú tala er ekki rétt og skrifast víst á þýðingarmistök. Rétta djöfullega talan er 616. Rússar breyttu eitt sinn strætó númer 666 vegna þessa misskilnings ... í 616 en svo gat einhver fróð eða fróður leiðrétt það svo alveg spurning númer hvað strætóinn er núna. Og margir óttast töluna 666, eins og töluna 13. Segið svo ekki að tölur skipti máli en það er auðvitað kjánalegt að óttast þær, eins og ég gleymdi að segja frænku sem er sennilega í sjokki út af símanúmerinu.

 

Flott hjá Vottunum samt að styðja Póstinn sem glímir við mikinn fjárhagsvanda, eða hefur ábyggilega gert nánast síðan ég hætti að hafa efni á að senda jólakort um árið (1985). Hefði samt haldið að allar aukagreiðslurnar sem teknar eru af fólki sem kaupir vörur frá útlöndum í gegnum netið héldu öllu þar uppi en nei, nú fækkar pósthúsum ört, eins og bankaútibúum. Ef það væri ekki fyrir veðrið (ég meina þetta í alvöru) myndi ég hugsa mér til hreyfings - en ég á erfitt með hita og skort á fjölbreytileika í veðrinu ... Munið þið þegar alls staðar var hugsað um að veita þjónustu og gróðinn var ekki aðalatriðið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 1118
  • Frá upphafi: 1521106

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 908
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Kræst
  • Afmæli stráksa
  • Berdreymi ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband