25.2.2022 | 14:04
Elsku Tommi ...
Slæmar fréttir bárust í gærmorgun af innrás Rússa í Úkraínu en það var ekki það eina slæma, einnig barst sú sorgarfregn að Tommi, fv. strætóbílstjóri, hefði orðið bráðkvaddur. Hann varð ekki nema 62 ára sem er enginn aldur, ég veit það af reynslu. Við hittumst sjaldan en vorum alltaf miklir mátar, mér þótti mjög vænt um hann. Ekkert mjög langt síðan hann hirti mig og stráksa upp á Skagabrautinni og skutlaði okkur þangað sem við ætluðum að fara og það var svo gaman að spjalla við hann, eins og alltaf.
Ég sá einhvern veginn alltaf fyrir mér að við yrðum á Höfða (dvalarheimili) að rífast um hvað væri góður matur og hvað ekki. Það besta sem hann vissi var þessi gamaldags íslenski matur sem ég get ekki hugsað mér; hræringur, súrsað slátur, þorramatur eins og hann leggur sig. Flest annað kallaði hann þarmakítti.
Myndinni nappaði ég af síðunni hans Svavars, frænda hans og einnig fyrrum bílstjóra.
Sögurnar hans Tomma voru svo fyndnar. Lýsingar af fárviðrinu í Finnafirði og sögur úr hans eigin lífi. Einnig að heyra hann lýsa þeim hryllingi sem myndi hellast yfir þjóðina ef til dæmis Framsóknarmanni yrði fórnað, það kæmu yfir okkur skelfilegar hörmungar, drepsóttir og slíkt (hvaða F-manni var óvart fórnað í lok árs 2019?). Miklu nær að fórna sjálfstæðismanni, vildi hann meina, og var að sjálfsögðu að tala um mannfórnir á blótum Ásatrúarmanna sem færu að sjálfsögðu fram ef drukkið væri of mikið öl ...
Og eldsnemma einn morguninn á strætó fyrir löngu, þegar við vorum að beygja inn í Grundahverfið á Kjalarnesi rann vagninn til í lúmskri hálku yfir á hina akreinina - og akkúrat að koma bíll á móti. Tommi bjargaði því meistaralega.
Vá, ekki hefði ég viljað vera ökumaðurinn í þessum bíl, sagði ég.
Ekki hefði ég viljað vera nærbuxurnar hans, drundi í Tomma og farþegarnir skelltu upp úr, enda lá Tomma ekki lágt rómur. Ekkert langt síðan ég bloggaði um spjall okkar eitt sinn í strætó, þegar við biðum í Mosó eða Mjódd eftir seinum farþega. Ég spurði Tomma hvað hann væri að lesa þá dagana. Jólabókaflóðið stóð sem hæst og ég bjóst við að hann hefði kannski lesið eitthvað af því sama og ég. En nei. Ég er að lesa ritgerð um svarthol eftir Carl Sagan, sagði Tommi (ég man þetta ekki alveg orðrétt) en við bæði hlökkuðum mikið til að fylgjast með geimsjónaukanum James Webb. Tommi átti sama afmælisdag og mamma, 5. maí, og lengi átti ég köttinn Tomma sem bílstjóranum Tomma þótti gaman, enda kattavinur.
Ég bloggaði oft um strætóferðirnar með Tomma, svo oft að Magga systir hans var farin að kalla mig mágkonu sína og sjálf gekk hún lengi undir heitinu Magga mágkona í blogginu mínu, áður en ég tók þrettán ára pásuna.
Birti hér aftur mynd af honum með rauða hárkollu á Írskum dögum ... og mig minnir að það hafi komið mynd af okkur tveimur í Séð og heyrt út af einhverju. Ljósmyndari kom í Mosó til að mynda, þetta var áður en endastöðin var færð í Mjóddina.
Svo var það tónlistin ... við gátum spjallað endalaust um góða tónlist, deildum ást á sömu hljómsveitunum, eins og Jethro Tull - og við vinnuna í gærmorgun, eftir að hafa fengið sorgarfréttirnar, spilaði ég bara Jethro Tull, annað var ekki hægt. Tommi og Nonni Allans hafa séð um geggjaðan árlegan útvarpsþátt á Útvarpi Akranes (Sundfélagið útvarpar heila helgi undir jólin í fjáröflunarskyni) á föstudagskvöldinu - og svo ótrúlega gaman að hlusta.
Æ, heimurinn hefur misst litríkan og frábæran mann, mikið á ég eftir að sakna elsku Tomma.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 27
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 940
- Frá upphafi: 1520823
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 813
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.