Útrás í stórborginni

Mér finnst alltaf frábært að koma í höfuðborgina ... geta væflast um nakin, setið drukkin á garðbekk, krotað á skilti í Kringlunni, sungið í strætó, horft lymskulega á lögregluna og verið algjörlega óþekkt. Þetta eru mínir bestu og mest afslöppuðu dagar þegar ég missi mig í stórborginni. Ef einhver kallar: "Gurrí," þá segi ég, "Neibbs, ég er systir mín." Þá liggja Mía, Hilda og Helga í því. Á Akranesi halda allir að ég sé fullkomin, enda haga ég mér óaðfinnanlega þar. Það er betra fyrir mannorðið að fá útrás í Kringlunni en í Einarsbúð.

Akraborgin mun liggja við Akranesbryggju á morgun, laugardag, og við megum skoða hana. Veit ekki hvaða upplýsingar þetta voru sem ég var fóðruð með ... að skipið sigldi á milli. Hefði verið mjög gaman, viðurkenni það vel.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Má ég koma á Akranes og leika mér svona.... hehehe ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Ólafur fannberg

jamm eða ég að hryðjuverkast...

Ólafur fannberg, 1.6.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þú ert nú orðin svo fræg í gegnum þetta moggablogg að það þýðir ekkert fyrir þig að ætla að væflast um nakin í Reykjavík. Einhver mun ná mynd og Pétur Gunnarsson mun svo skúbba fréttina.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.6.2007 kl. 17:28

4 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

verst að vera lasin og missa af þessu öllu - greinin í Ísafold sem allir eru að tala um myndi að sjálfsögðu falla í skuggann ef þú létir verða af þessu öllu saman.  eigðu gott frí kv Ingibjörg Þ

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 1.6.2007 kl. 20:04

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Má ég vera memm næst þegar þú ferð á Reykjavíkurflipp? Ég er líka svo óþekkt þar að það væri í góðu lagi. Og þó svo einhver þekkti okkur, what the heck? Hvað væri það versta sem gæti gerzt? Einhver hneyklaðist. Og bættur væri skaðinn.

En Akraborg: Verður ekki einhver ævintýramaður til að beita sér fyrir því að millilandasiglingar hefjist aftur Akranes-Reykjavík? Ef svo yrði, myndirðu frekar sigla? Gæti ekki Tommi bara orðið skipper?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.6.2007 kl. 22:30

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Akraborgin? Ertu að tala um Sæbjörgu?

Brynja Hjaltadóttir, 2.6.2007 kl. 01:20

7 identicon

Þú verður bara með grímu fyrir andlitinu, þá þekkir þig enginn.  Fínt að geta skandaliserað í Reykjavík, maður bara setur upp grímuna, slengir brjóstunum aftur fyrir axlir og slettir almennilega úr klaufunum

Sigga (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 1516321

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 669
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband