22.7.2022 | 14:13
Að kveðja aukakílóin
Enn ekki komin með veiruna þrátt fyrir allt knúsið í fyrradag. Ekkert annað en kraftaverk miðað við útbreiðslu og fjölda faðmlaga. Hálsbólgan sem hrjáði mig í gær og þóttist vera eitthvað, hvarf við C-vítamín-freyðipillu gærkvöldsins. Maður finnur víst ýmis kvefeinkenni þegar álagi léttir, sagði Anna vinkona í gær og hún veit hvað hún syngur.
Þú ert nú meiri blúndan, sagði Inga vinkona vingjarnlega í gær þegar ég haltraði um Himnaríki með kræsingar úr erfidrykkjunni til að troða í andlitið á henni, sennilega ekki nógu hratt ... Jú, ég hafði verið í öðruvísi skóm í útförinni, reyndar frá ellefu um morguninn og til fimm, fínum kellíngaskóm sem eru samt afar þægilegir og ekki með hælaháir. Í kjölfarið viðurkenndi ég fyrir henni að ég væri við það að leggjast í kör vegna hreyfingarleysis - sjúkraþjálfarinn í henni glaðvaknaði og hún hefði eflaust tekið mig í meðferð á staðnum ef þessi ferðaglaða dásaemd hefði ekki verið að fara til útlanda síðar sama dag. Þetta er sko vinkonan sem skrapp til Íraks í páskafríinu í ár. Dvaldi reyndar á kúrdíska svæðinu, hjá þarlendu vinafólki.
Hún talaði um gönguferðir við Himnaríki (ég hata þær) og bara í fimm mínútur til að byrja með, síðan sex mínútur, þá sjö ... og svo framvegis. Hálftímahreyfing á dag væri ljómandi fín. Hilda gerði þetta eftir tímabil hreyfingarleysis og fer létt með 40 mínútur núna, eða það sem Golíat og Herkúles þola, frændhundar mínir. Vona bara að húsverkin sem þarf að fremja seinna í dag í Himnaríki teljist sem hreyfing en skrambans Covid-keppurinn situr sem fastast. Mér líst ekkert á megrun samt.
Undanfarið hef ég til dæmis ekkert borðað eða drukkið nema vatn frá kl. 20 á kvöldin til 12 á hádegi næsta dag og það er minna mál en ég hélt. Ég sveik það samt daginn sem mamma dó og fékk mér kaffibolla um morguninn, kaffirjóminn telst nefnilega matur. Get bara ekki svart kaffi. Sykur er sjaldan innbyrtur og gróðinn af þessum smávægilegu breytingum er nánast algjör skortur á bjúg sem hefur af og til angrað mig síðustu áratugi.
Það er auðvitað ákveðinn ókostur að vera frekar sátt í eigin skinni - nema ... mér finnst samt fúlt að fljúga ekki jafnléttilega upp stigana eftir að covid-keppurinn hreiðraði um sig. Í sjálfsblekkingarkasti fyrir nokkrum vikum var ég að spá í að byrja aftur að reykja en smókurinn sem ég tók var ógeð, lungun görguðu svo hátt og villt ég reyni það ekki aftur.
Neðri mynd: Dulbúin Herbalife-auglýsing, þú svarar og fljótlega færðu einkaskilaboð og tilboð um prufur, gæti verið erfitt að sleppa. Þessi auglýsing er þó heiðarlegri en þær sem ég hef áður séð, fyrst stendur: Þið sem svarið gætuð átt von á laufléttri spurningu og gjöf. Það segir manni að þetta sé jafnvel ekki venjuleg könnun sem hefur enga eftirmála. En ég varð fúl þegar ég féll í þessa gildru eitt árið. Ég á minn Herbalife-díler, ef mig langar sem gæti vel orðið, man alveg að þetta var fínasti morgunmatur, og orkugefandi - en síðan eru sennilega 20 ár.
Hér á Skaganum er dásamlegur róló "fyrir aldraða" (sjá staðsetninguna á efri mynd) í örfárra mínútna göngufjarlægð en hinum megin við íþróttavöllinn eru sniðug úti-líkamsræktartæki fyrir fólk á öllum aldri og alveg sérlega skemmtileg. Inga sagði að þetta væri til víða um heim og mjög vinsælt. Ég fór í göngutúr fyrir viku með Hildu og hundunum hugumstóru sem elska Langasand. Birtan var svo sterk og súrefnið svo mikið þarna úti að ég fékk sjóntruflanir ... Blúnduskapurinn orsakaði fljótlega bakverk svo ég stoppaði hjá tækjunum og settist meðan Hilda og voffar kláruðu göngutúrinn. Ég greip í eitt tækið, það eina sem var laust. Börn elska þetta og sennilega best að þjálfa sig þar þegar þau eru í skólanum, leikskólanum eða sofnuð. Kannski verð ég svaka liðug og fer að þjóta upp og niður stigana ef ég prófa þetta daglega, nú þarf ég bara að finna galdurinn við að standa upp, klæða mig í strigaskóna og tölta út á róló.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 21
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 1529795
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 154
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.