Tvöfaldan latte án geitungs, takk

Krummi í körfunniDrengurinn hefur verið í sumarbústað með dásemdarfólki síðan á miðvikudag í síðustu viku og mætir í Himnaríki aftur nú á miðvikudaginn ... og vá, hvað ég ætlaði að vera dugleg á meðan hann væri að heiman. Ég gat þó tínt í fullan kassa af krimmum til að gefa hirðrafvirkja Himnaríkis. Líklega í þriðja skiptið. Mér skilst að það sé mynd af mér (sem bætir ekki á mig 20 kg eins og svo margar ljósmyndir) í bílskúrnum fyrir ofan staðinn þar sem bókakassar frá mér eru geymdir og þar sem hann er rafvirki er búið að útbúa geislabaug fyrir ofan mig. Kannski misskildi ég hann en ég held samt ekki. Bækur eru besta.

 

 

Þessir dagar hafa að mestu farið í hvíld (eftir vinnu) - ég var eins og Krummi á myndinni nema með bók í annarri og kaffi í hinni ... (hann stelst stundum í teppakörfuna, enda fer teppið honum ógurlega vel) en orkan hefur nú aldeilis sprungið út í dag. Ég ryksugaði í hádeginu!!! Hver gerir slíkt? Hversu sturlað?

 

Stemmingsmynd frá FranceÉg bæði kaupi bækur og fæ gefins og núna á tæpum tveimur árum hefur heill hellingur safnast upp. Dásamlegt að grisja stundum.  Þetta væru eflaust tveir kassar ef ég væri ekki líka með Storytel sem er með nokkuð gott úrval af rafbókum - og er á Kindle líka þar sem ég fær útrás fyrir að lesa erlendar bækur. Þótt mér finnist betra að lesa sumt á netinu eru bækur af pappír og prenti samt frekar ómótstæðilegar - og tímarit. En að hlusta á bækur er svo seinlegt - en gaman á á ferðalögum í bílnum hennar Hildu systur ... sem sleikir nú sólina úti á Íslendinganýlendunni Tenerife. Frekar heitt, sagði sólbaðsdrottningin of Kópavogur svo ég giska á 30-40 gráður. Annars lét hún vel af sér, hún fann smiðinn sinn og frú, sá flottar öldur ... og rataði til baka á hótelið sitt, geri aðrir betur. 

 

Svo heyrði ég óhljóðin í frænda (fjanda) í dag og eftir símtalið sendi hann mér stemningsmynd frá Frakklandi ... landinu þar sem fólk talar furðulegt tungumál og ómögulegt að fá almennilegt kaffi nema kunna að tala málið. Í París 2018 bað ég um „double latte, please“ (tvöfaldan latte, takk) og fékk tvo einfalda latte ... og afsökunarbeiðni þegar hann sá furðusvipinn á mér. Næst mæti ég með teikningu. 1/3= 2x espressó, 2/3 = heit mjólk (155°F). Þetta var samt á Starbucks þar sem rétta leiðin er að segja þetta eins og ég gerði.

„Without wasp,“ þarf ég líka að læra að segja á frönsku áður en ég heimsæki fjanda næst.  Eða heimsækja hann í janúar, febrúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 21
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 173
  • Frá upphafi: 1529795

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband