31.7.2022 | 22:25
Lestrar- og jarðskjálftahelgin mikla
Þér ætlið þó ekki, kæra fósturmóðir, að láta mig þurfa að neyðast til að njóta matseldar yðar í kvöld, sagði drengurinn kurteislega skömmu eftir hádegi í dag, rétt áður en hann fór í sund. Ég get verið móðgunargjörn en af því að hann sagði njóta, tók ég þessu vel. Svo bætti hann við: Eigum við máske að fá okkur þverskorna ýsu og volgan hræring í eftirmat, stórkostlega matmóðir mín? Mig hefur ætíð langað til að bragða slíkan afbragðsmat sem ég hef bara heyrt af, fóstra mín góð.
Mynd: Beðið eftir gosi.
Ég pantaði borð á Galito klukkan sex sem varð næstum því til þess að við misstum af stóra skjálftanum (5,5). Drengurinn var kyrr og fann hann, ég var á hreyfingu, að undirbúa brottför mína af heimilinu, heyrði brak og þyt og sá svo bara gimsteinana á lampanum í glugganum dingla ansi hreint kröftuglega og hugsaði hlýlega til Grindvíkinga.
Þetta átti ekki endilega að verða brjáluð lestrarhelgi, líka smávegis vinna, en mér tókst nú samt að komast yfir tvær skrambi fínar bækur á kostnað þess að baka súkkulaðiköku. Undir yfirborðinu var ansi grípandi og spennandi, vildi helst ekki að henni hefði verið líkt við vissa bók, það var hálfgerð Höskuldarviðvörun í því. Ekta sálfræðitryllir þar sem enginn var sá sem hann sýndist og ástæða fyrir öllu ...
Ég hef átt í hálfgerðu ástar- og haturssambandi við bækur Sophie Kinsella eftir að hafa lesið kaupalka-bækurnar því mér fannst hún gera lítið úr konum þar (átti að vera fyndið en mér var ekki skemmt) og ég átti ofboðslega erfitt með að samsama mig með söguhetjunni sem fór út í búð til að kaupa trefil en kom heim með þrjá af því að þriðji var ókeypis - þannig sparaði hún!?! Mér fannst eins og hún hefði fengið innblásturinn úr reykmettuðum bakherbergum karlaklúbbanna þar sem stóra samsærið var búið til, að innræta því í konur að þeim þætti svo gaman að fara í búðir, bara svo karlarnir slyppu. Ótrúlega margar konur féllu fyrir þessu en sífellt fleiri hafa þorað síðustu árin að opinbera að þeim leiddist að kaupa inn. Nýrri bækur Sophie eru betri, finnst mér, samt skín alltaf í það hjá henni að konur á framabraut verði ekki jafnhamingjusamar og hinar - það sé t.d. miklu betra að elda mat og þrífa klósett en vera sístressaður meðeigandi á lögfræðistofu. Mér fannst nýjasta bókin, Engin heimilisgyðja, samt skemmtileg. Þetta er bara nöldur í manneskju sem las alltaf margar bækur með boðskap og innrætingu þegar hún var krakki.
Dæmi: Pollýanna (læra að gleðjast yfir hækjum í jólagjöf), Leyndarmál Winters gamla (gamall geðillskupúki endurheimti fjölskyldu sína og lífshamingju í gegnum trúuð börn sem frelsuðu hann), Blómakarfan (kona skyldi alltaf merkja körfur sem hún fléttar svo hægt sé að finna hana löngu síðar og biðjast fyrirgefningar á að hafa þjófkennt hana blásaklausa og rekið út á gaddinn með litlu dótturina). Man mest eftir Pollýönnu, hinar hef ég ekki lesið síðan ég var lítil.
Ég hef aldrei skilið almennilega fyrr en kl. 18 og svo aftur kl. 19 í kvöld hvað það er að vera létt á fæti. Hélt alltaf að þetta væri orðatiltæki hjá lötu fólki sem segði við yngra eða grennra fólk: Æ, þú ert svo létt á fæti, ertu til í að sækja vatnsglas fyrir mig / rétta mér fjarstýringuna. En þegar við stráksi gengum heim eftir fínasta mat hjá Galito í kvöld fannst mér ég nánast svífa (báðar leiðir) og tengi það hiklaust við minnkandi covid-keppinn. Eina sem ég geri samt er að borða á milli kl. 12 og 20 ... og bara eins og venjulega, hvorki meira né minna, nema sykur í lágmarki. Samt seinlegur fjandi fyrst ég hreyfi mig ekki meira, ég hefði kosið að vera alveg laus við keppinn fyrir afmælið, 12. ágúst, en ég var svo sem ekki búin að ákveða árið.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 12
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 646
- Frá upphafi: 1505999
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 523
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.