1.8.2022 | 15:28
Vísvitandi blekkingar í sjónvarpi
Fyrr á þessu ári lagði maður nokkur spurningu fyrir lesendur Reddit-síðunnar og vildi vita hvort einhver þarna úti hefði tekið þátt í raunveruleikaþætti á borð við Supernanny eða Wife Swap og þá hversu mikið hefði verið í alvöru og hvað verið sett á svið, hafði þetta einhver áhrif á líf fólksins? Svörin létu ekki á sér standa:
Kunningi minn var í þættinum Property Brothers (tvíburarnir á Stöð 2 stundum - sjá mynd, og já, ég þekki þá í sundur).
Samkvæmt honum sáust bræðurnir aðeins þegar kvikmyndavélarnar voru í gangi. Öllum húsgögnunum var fleygt út og í staðinn komu önnur, vissulega falleg húsgögn en óhentug og ekki í góðum gæðum. Fjölskyldan þurfti að endurnýja margt eftir árið og fékk ekkert af gömlu húsgögnunum til baka.
Ég var barn að aldri þegar fjölskylda mín tók þátt í Wife Swap.* Við áttum að skipta við sveitafjölskyldu og láta sem við værum ekta borgarfjölskylda þótt við byggjum í úthverfi. Fjölmargt var tekið algjörlega úr samhengi og mikið drama búið til úr engu. Mér var gefið að sök að vera leikjasjúkur svo ég missti Xbox og Gameboy þessa viku. Nokkrum dögum eftir að myndatakan hófst kom starfsmaður þáttarins til mín og rétti mér Game Boy sem hann sagðist hafa fundið. Það hefði svo sem ekki átt að koma mér á óvart að konan sem kom í stað móður minnar stóð mig að verki við að spila.
* Wife Swap. Eiginkonur skipta um heimili í viku, þessir þættir voru sýndir hér, á Stöð 2, minnir mig.
Ættingjar mínir tóku þátt í Nanny 911. Þau Þau eiga tíu börn og sannarlega hægt að stjórna ýmsu og breyta. Þegar þátturinn var svo sýndur sáum við hversu miklu er hægt að breyta og þar með blekkja áhorfandann. Frændi minn var gerður að ömurlegum föður og honum bárust verulega andstyggilegar hótanir frá ókunnugu fólki sem trúði bullinu.
Ég þekki konu sem tók þátt í Wife Swap. Það kom ekki fram í þáttunum en maðurinn hennar hélt fram hjá henni með hinni konunni og úr varð erfiður skilnaður.
Ég get aldeilis bætt við þetta þar sem ég tók sjálf þátt í íslenska raunveruleikaþættinum Heilsubælið í Gervahverfi fyrir allmörgum árum. Ég get fullyrt að allt var sett á svið, allavega langflest.
Ég var dubbuð upp sem sjúklingur (blár sloppur) á kvöldvöku án þess að vera veik og þetta var drepleiðinleg og mjög endaslepp kvöldvaka, aðeins það besta úr henni sýnt í sjónvarpinu. Ég var gestur í brúðkaupi sem var sennilega ekki alvörubrúðkaup og við máttum ekki einu sinni hlæja sem var mjög erfitt þegar tengdapabbinn hélt ræðu og líkti brúðgumanum við ryksugu.
Þetta var ekki gott heilsuhæli, þori að segja það núna, og það er ekki lengur starfrækt, sem betur fer. Það hafði þau hroðalegu áhrif á mitt líf að ég er brjáluð í hvítlauk sem hefur haft ömurlegar afleiðingar á félagslíf mitt, ekki síst hraðstefnumótin.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 17
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 651
- Frá upphafi: 1506004
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 528
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.