Vísvitandi blekkingar í sjónvarpi

Fyrr á þessu ári lagði maður nokkur spurningu fyrir lesendur Reddit-síðunnar og vildi vita hvort einhver þarna úti hefði tekið þátt í raunveruleikaþætti á borð við Supernanny eða Wife Swap og þá hversu mikið hefði verið í alvöru og hvað verið sett á svið, hafði þetta einhver áhrif á líf fólksins? Svörin létu ekki á sér standa:

 

Jonathan og ScottKunningi minn var í þættinum Property Brothers (tvíburarnir á Stöð 2 stundum - sjá mynd, og já, ég þekki þá í sundur).

Samkvæmt honum sáust bræðurnir aðeins þegar kvikmyndavélarnar voru í gangi. Öllum húsgögnunum var fleygt út og í staðinn komu önnur, vissulega falleg húsgögn en óhentug og ekki í góðum gæðum. Fjölskyldan þurfti að endurnýja margt eftir árið og fékk ekkert af gömlu húsgögnunum til baka.“

 

Ég var barn að aldri þegar fjölskylda mín tók þátt í Wife Swap.* Við áttum að skipta við sveitafjölskyldu og láta sem við værum ekta borgarfjölskylda þótt við byggjum í úthverfi. Fjölmargt var tekið algjörlega úr samhengi og mikið drama búið til úr engu. Mér var gefið að sök að vera leikjasjúkur svo ég missti Xbox og Gameboy þessa viku. Nokkrum dögum eftir að myndatakan hófst kom starfsmaður þáttarins til mín og rétti mér Game Boy sem hann sagðist hafa fundið. Það hefði svo sem ekki átt að koma mér á óvart að konan sem kom í stað móður minnar „stóð mig að verki“ við að spila.“

* Wife Swap. Eiginkonur skipta um heimili í viku, þessir þættir voru sýndir hér, á Stöð 2, minnir mig.

 

„Ættingjar mínir tóku þátt í Nanny 911. Þau Þau eiga tíu börn og sannarlega hægt að stjórna ýmsu og breyta. Þegar þátturinn var svo sýndur sáum við hversu miklu er hægt að breyta og þar með blekkja áhorfandann. Frændi minn var gerður að ömurlegum föður og honum bárust verulega andstyggilegar hótanir frá ókunnugu fólki sem trúði bullinu.“

 

Ég þekki konu sem tók þátt í Wife Swap. Það kom ekki fram í þáttunum en maðurinn hennar hélt fram hjá henni með hinni konunni og úr varð erfiður skilnaður.“

 

HeilsubæliðÉg get aldeilis bætt við þetta þar sem ég tók sjálf þátt í íslenska raunveruleikaþættinum Heilsubælið í Gervahverfi fyrir allmörgum árum. Ég get fullyrt að allt var sett á svið, allavega langflest.

Ég var dubbuð upp sem sjúklingur (blár sloppur) á kvöldvöku án þess að vera veik og þetta var drepleiðinleg og mjög endaslepp kvöldvaka, aðeins það besta úr henni sýnt í sjónvarpinu. Ég var „gestur“ í brúðkaupi sem var sennilega ekki alvörubrúðkaup og við máttum ekki einu sinni hlæja sem var mjög erfitt þegar tengdapabbinn hélt ræðu og líkti brúðgumanum við ryksugu.

Þetta var ekki gott heilsuhæli, þori að segja það núna, og það er ekki lengur starfrækt, sem betur fer. Það hafði þau hroðalegu áhrif á mitt líf að ég er brjáluð í hvítlauk sem hefur haft ömurlegar afleiðingar á félagslíf mitt, ekki síst hraðstefnumótin.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 651
  • Frá upphafi: 1506004

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband