Lofuð myndbirting og covid-gleymskupúkar

Fótur og fitSannarlega engar ýkjur að segja að það hafi ríkt óvissuástand, næstum hættustig fyrir framan Classic-hárstofu í dag, svo margir spenntir að sjá nýju klippinguna. Ég fór út bakdyramegin dulbúin eins og löggan lagði til og svo brjálæðislega heppilega vildi til að gamall og góður fyrrum strætóbílstjóri sá aumur á mér og bauð mér far á jeppanum sínum. Hann þekkti mig þrátt fyrir hauspokann enda séð mig í gegnum árin í alls konar ástandi í strætó. Huggulega, óhuggulega og allt þar á milli. What happens í myrkrinu in Hvalfjarðargöng stays there ...

Hann er sestur í helgan stein og sagði mér í óspurðum fréttum að hann hefði fjárfest í framtíðinni. Æði, hugsaði ég, í Apple eða Samherja? en svo var nú ekki. Hann fór í magaermi eða hjáveituaðgerð fyrir mánuði og hefur þegar lést um 16 kíló. Það er samt ekkert miðað við vin hans sem missti 100 kíló ... sem eru 200 smjörlíkisstykki eftir svipaða aðgerð - en ég gleymdi að spyrja á hvað löngum tíma. Þetta lengir án efa lífið.

 

Mynd I: Mynd, eða það gerðist ekki, lofaði ég nýlega. Hér má sjá lætin á Þjóðbraut upp úr kl. 16 í dag.

 

Fyrir klippHann var svo sætur að skutla mér til Gísla rakara þar sem drengurinn var í klippingu. Ég sagði honum að síðast þegar mér hefði verið boðið far þegar ég var á hraðferð, hefði það verið af elsku Tomma, líka fyrrum bílstjóra. Ég klökknaði hreinlega við að minnast á hann, Tommi fór allt of snemma, hans er sárt saknað, við vorum sammála um það.

 

Elsku hárgreiðslukonan mín notaði sumarfríið sitt í covid-veikindi. Hún sagðist meðal annars vera mjög gleymin eftir veikindin sem sannaðist heldur betur þegar hún ætlaði að rukka mig og ég sagðist vera búin að borga. Maður getur greinilega stórgrætt á þessum covid-gleymskupúkum. (En auðvitað borgaði ég.)

 

Kona sem var í klippingu um leið og ég talaði líka um covidið sem hún fékk, líka í sumar, og að hún sé ekki enn farin að fá sér kaffi sér til gleði og hressingar á morgnana, bragðskynið hafi raskast og hana langi ekkert í kaffi. Hljómar ekki vel. 

 

Við stráksi fórum svo í bókabúðina á leiðinni heim. Hann er vitlaus í litlu bækurnar eftir Ævar vísindamann, greinilega alinn upp af brjáluðum bókaormi. Ég keypti mér bók eftir gamlan kunningja, Einar Örn Gunnarsson, Ég var nóttin, heitir hún og kápumyndin af manneskju spila á píanó.

Það var svo eins og við manninn mælt; um leið og við stráksi vorum búin að borða ER-hamborgarann og ofnsteiktu kartöflurnar, hringdi bjallan. Þetta var Pósturinn að koma með sendingu; bókina Ég var nóttin, áritaða af Einari sjálfum. Ekki átti ég nú von á því en varð voða glöð. Einhver heppin/n fær hitt eintakið af bók hans í afmælis- eða jólagjöf. Mikið hlakka ég til að lesa hana, hef alltaf verið hrifin af bókum Einars. Læt ykkur vita hvort hún er algjör snilld eða einfaldlega bara stórkostleg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 1506019

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband