5.10.2022 | 13:27
Risaeðlum til varnar
Strætóbílstjórinn minn lét mig vita síðast þegar ég ferðaðist með honum að nú væri komið fínasta greiðslukerfi í gegnum gamla Strætó-appið - fyrir okkur landsbyggðarfólkið. Ég opnaði það í gær og þar beið tilkynning um Klappið og hlekkur að því.
Þegar ég ferðast um nýjar lendur Internetsins er ég mjög varkár og tek öllu bókstaflega. Af þeim sökum stoppaði ég við spurninguna: Nafn á greiðslukorti? Átti það við eiganda kortsins eða hvort þetta væri Visa/Euro eða eitthvað annað?
Ég ákvað að spyrja Facebook-vinina mína kláru og skynsömu og það vafðist ekki fyrir þeim. Þetta hlýtur að eiga að vera nafn þitt, er það ekki? Örugglega þitt nafn ... osfrv. En þegar ég ætlaði að fara að rita nafn mitt í reitinn komu í ljós leiðbeiningar um að nefna kortið einhverju nafni svo ég fyndi það í frumskóginum, eða eitthvað. Mér tókst í næsta skrefi að tengja Visa-kortið við og bingó, mikið yrði Guðjón bílstjóri ánægður með mig, því hann sagði að þetta munaði miklu fyrir bílstjórana, oft væri bras með greiðslukort ... Í ferlinu fann ég upp orðið: Netdraslviðbjóðsógeðsflækjur sem ég hefði auðvitað átt að nota sem nafn á Klapp-kortið. Lýsir sumu ferli afar vel.
Svo kommentaði Guðjón bílstjóri hjá mér: Þú veist að Klappið virkar bara sem skiptimiði á landsbyggðinni, er það ekki?
Það var þá sem ég uppgötvaði að ég hafði sett upp Klapp fyrir höfuðborgarbúa og tengt það Visa-kortinu mínu.
MYND: Þarna hægra megin lá vel lögð gildra fljótfæra fólksins ... sem ýtti á hlekkinn og þarf líklega að flytja til Reykjavíkur fyrir bragðið.
Misskilningur og fljótfærni kom mér svo sem í þetta. Ég las ekki alla leið, upplýsingarnar um Klappið voru ekki fyrir landsbyggðina og ég skil ekki hvað þær voru að troða sér í gamla appið sem átti að nota fyrir okkur. Sennilega þarf ég að eyða Klappinu og þar með tengingu við Visa, henda svo gamla appinu sem er í gemsanum mínum og sækja það aftur til að geta tengt það Visa ... eða bara halda mig heima.
Mér gekk ekki sérlega vel að læra á pöntunarkerfi hjá Eldum rétt - af því að það var ekkert endilega sýnilegt hvar ég ætti að panta. Um hríð fékk ég að panta símleiðis þar til ég lenti á dónalegri konu, en það er önnur saga. Eitt af því sem stoppaði mig var: ... enginn afhendingarmáti fyrir þetta póstnúmer - sem birtist snemma í ferlinu. Það var ekki fyrr en ég hringdi loks og spurði, og var sagt að ég ætti að horfa fram hjá þessu og ýta á Eldum rétt fyrst vinstra megin og svo aftur þarna hægra megin, ekki á Matseðlar vinstra megin, sem þetta small saman. Mjög einfalt kerfi nú þegar ég kann á það. Ég hef fiktað og farið illa út úr því.
Þegar ég þurfti að fara að nota Heilsuveru í bólusetningarferli okkar stráksa 2020-2022 fannst mér það ekkert sérlega gegnsætt eins og einhver hafði fullyrt, hvar var Innskrá-ið ... ó, þessi mynd af lykli var ekki upp á punt ... úps. (Talandi um covid: Viss sóknarnefndarformaður sagði við konu sem hún bolaði í burtu, að konan hefði rofið tengsl sín við guð vegna notkunar á sýnatökupinnum! Ég bara VISSI að þessir Satanspinnar kæmu beinustu leið frá víti)
Já, allt er svo afgreitt með risaeðlugangi (aldri) ... meira að segja fyrrum hjálparmaður minn kallaði mig risaeðlu og hló af því að ég kunni ekki á Makka, ég sem er hreykin PC-manneskja. Ég er vissulega fórnarlamb of mikillar hjálpsemi. Sonur minn sagði iðulega við mig: Ég skal gera þetta fyrir þig. Það var voða þægilegt að kaupa síma og láta hann taka innihald þess gamla og færa yfir ... en ekkert alls fyrir löngu hringdi öskufúl vinkona mín í son sinn eftir að hún gat ekki kveikt á sjónvarpinu heima hjá sér - hún hafði fengið aðstoð en enga kennslu.
Það eru þrjár sjónvarpsfjarstýringar heima hjá Hildu systur sem kann vissulega allt þar. tvær hjá mér. Ein fyrir sjónvarpið, önnur afruglarann og sú þriðja Apple-TV, held ég, sem ég er fús til að læra á EF ég fæ mér það heima. Ætti maður að fylla heilann á sér af upplýsingum sem gagnast manni kannski aldrei?
Vinkona mín til 35 ára, sagði reyndar við Fb-umræðuna um Klappið í gær að þetta app sem um var rætt (eða spurningin) fengi falleinkunn í hönnun hugbúnaðar ... sem jók sjálfstraust mitt til muna.
Ef Rússar ráðast nú á okkur á föstudaginn, í tilefni af sjötugsafmæli Pútíns, og taka rafmagnið af landinu? Þá hrynur allt því við þurfum alltaf að geyma öll eggin okkar í sömu körfunni. Aldrei neitt varaplan. Ég sá frétt um að fólk hefði ekki getað sótt lyfin sín heilan dag vegna bilunar í rafræna kerfinu ...
Ekki misskilja mig samt, ég vil ekki afturhvarf til fornaldar, síður en svo - en við þurfum B-plan í öllu eða vanda okkur betur. Ég er enn undrandi eftir að hafa farið með ungan vin minn á Vinnumálastofnun til að sækja um sumarvinnu fyrir hann á vernduðum vinnustað og þrátt fyrir að vera með vegabréf hans, gátum við eingöngu sótt um það rafrænt með rafrænum skilríkjum sem hann átti ekki til. Persónuvernd hefur án efa ýmislegt að athuga við persónuvernd margra fatlaðra einstaklinga sem eru neyddir til að fá sér t.d. Íslykil en þurfa alfarið aðstoð annarra við að nota hann.
Og að láta mig þurfa að læra á fokkings sportabler árlega út af sumarbúðum stráksa - appið hentar reglulegri íþróttaiðkun mjög vel og þá ekkert annað en frábært að hafa allt á sama stað. Sl. vor fór ég inn í appið í tölvunni minni til að reyna að rifja þetta tæki satans upp og fann þá nokkurra mánaða gamalt bréf frá sumarbúðunum, um covid-smit eftir að hann var þar í vetrardvöl yfir helgi. Ég varð eins og herptur handavinnupoki í framan. Hefði sannarlega ekki viljað hafa á samviskunni að smita viðkvæmt fólk í kringum mig en þetta slapp, sem betur fer.
Þessi varnarræða risaeðlunnar í Himnaríki var í boði seigfljótandi og langvarandi pirrings. Fólk má auðvitað taka þessum skrifum eins og það vill ... ég harðneita þó að vera talin síðmiðaldra kerling sem þolir engar breytingar en mér finnst þær stundum vera gerðar breytinganna vegna, stundum hugarfóstur einhvers sem ætlar að vera sniðugur og koma fyrirtækinu í nútímann ... en gerir það ekki nógu vel eða notendavænt.
Kannski finn ég bara sanna ást á árinu sem gerir allt þetta rafræna fyrir mig ... djók!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 470
- Frá upphafi: 1526947
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.