15.2.2023 | 22:09
Mosi heimsfrægur og ónýtur bolludagur
Hitti fólk frá ýmsum löndum í kvöld (Danmörku, Rússlandi, Hollandi, Litháen, Úkraínu, Bandaríkjunum og Íslandi)á Rauða kross-hittingi yfir góðum mat. Ein þeirra, frá Maine í Bandaríkjunum, já, eins og Stephen King, búsett á Akranesi með karl og krakka, fékk fyrirspurn frá vinkonu ytra sem sýndi henni mynd af kettinum mínum, Mosa(sjá mynd) og spurði: Býrð þú ekki á þessum stað, Akranesi? Jú, jú, það hélt mín kona og sagðist meira að segja þekkja konuna sem deildi myndinni á View from YOUR window (ekki sama síða og síðast) þar sem Mosi er orðinn stórfrægur um allan heim, 58 þúsund sem höfðu lækað (hafðu það, Ronaldo montrass). Þetta þýðir að ég er að verða hálfdrættingur á við hann Hilmar vitavörð sem hefur borið hróður Akraness um víða veröld, hver þekkir ekki Akranesvita?
Sérlega lærdómsríkur kvöldverður hjá RK á ýmsan hátt ... hömm! Inga vinkona kleip mig fast þegar ég talaði um komandi Bolledag við danska fólkið sem varð eitthvað skrítið í framan. Hún hvíslaði að mér að þetta væri danskt slangur yfir r...-dag (r = orð sem tengist kynlífi og hestamennsku). Fyrrnefnda bandaríska konan heyrði ekki samtalið nógu vel og mér datt ekki í hug að segja henni hvað bolledag þýddi þegar hún spurði, hún er allt of ung, en svo hálfri mínútu seinna rak hún upp óp við eldhúsvaskinn og þá vissi ég að Inga hefði kjaftað. Þarna lauk sennilega æsku hennar og sakleysi.
Myndin af Mosa og sjónum mínum er í miklu uppáhaldi, ég hafði skroppið fram í eldhús til að sækja mér kaffi og þegar ég kom aftur að skrifborðinu sat Mosi þarna, eins og aðstoðarprófarkalesari. Ég hafði prófað að senda hana í venjulegu View from my window-síðuna en henni var hafnað þar af því að Mosi the cat tók athygli frá útsýninu, mjög strangar reglur þar - en myndin sem ég birti á síðasta bloggi hlaut þó náð þar. Þetta er voða gaman, ég er að herða upp hugann að spjalla við nokkra aðdáendur Mosa og sjósins míns sem bíða á Messenger ... ég hef fengið fyrirspurn á spænsku hvort ég bjóði gistingu og ef það verður rosalega mikið um heimsóknir ferðafólks næsta sumar til Akraness þá þakka ég það BARA þessum myndabirtingum mínum. Fleiri en ég sem elska sjóinn minn. Ég mun að sjálfsögðu auglýsa Himnaríki til sölu á svona síðu þegar að því kemur til að fá milljón dollara fyrir milljón dollara útsýnið. Einhver milljarðamæringurinn úti (eða kannski íslenskur bankastjóri eða kvótaerfingi) gæti viljað vetrarbústað við hafið með Einarsbúð í grennd.
Þegar Eldum rétt-bílstjórinn mætti á mánudaginn með þriggja daga birgðir af mat sagði ég glaðlega við hann: Mikið er ég glöð yfir því að þú hafir ekki komið fyrir klukkutíma, þegar ég var í sturtu. Það kom fát á hann, hann nánast fleygði í mig kassanum og renndi sér niður handriðið til að komast hraðar í burtu. Nú held ég að ég viti hvaðan klisjan og ruglið um horní hás-vævs kemur, þetta er bara misskilningur, ekkert annað, ég kann ekki að daðra og myndi aldrei segja eitthvað sem gæti virkað tvírætt nema óvart í heimsku minni. Ég lagðist samt í sjálfskoðun á meðan ég setti matinn inn í ísskáp. Er sniðugt að segja eitthvað svona við ókunnuga bílstjóra? Eru bílstjórar kannski viðkvæmari en þú hélst? Getur verið að sendlar, vottar og rafmagnsmælalesarar komi alltaf tveir saman út af svona misskilningi, eða með stóran kassa af mat í fanginu eins og skjöld? Á maður kannski bara að tala um stýrivexti og bremsuklossa við þá?
Matarmyndin ... ég nota alltaf bygg í stað hrísgrjóna, er með æði fyrir því og stráksi líka. Hver vill eiga marga poka af hrísgrjónum fyrir tvo - og valhnetur sem áttu að vera í salati gærdagsins?
Ég gætti þess vandlega að hamstra ekkert þegar ég pantaði mat í dag. Keypti reyndar tvo pakka af Húsblöndu-espressóbaunum (Einarsbúð er æði) í stað eins, og sex kaffirjóma þótt ég ætti eitthvað svipað fyrir. Ég lifi af og held sönsum ef verður verkfall í tvær vikur - með því að bjóða engum í kaffi. Mér finnst alveg líklegt að ég hamstri þó bollur um helgina í Kallabakaríi, en alls ekki á mánudaginn, ég mun aldrei líta Bolledag réttum augum aftur. Er eitthvað að Dönum að hafa sérstakan dag fyrir þetta? Kannski á laugardegi í viku 33? Og er það þá heill dagur af slíku djammi og dásemd? Veit einhver hvaða dagur þetta er? Elskan hún Kamilla staðfesti við mig þetta sem ég var að fárast yfir í síðasta bloggi, maður setur ekki dökkt brauð undir rækjur á dönsku smörrebröd-hlaðborði! Og hana nú!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 3
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 467
- Frá upphafi: 1526436
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 402
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.