6.3.2023 | 14:46
Bráðum of háöldruð fyrir myndatöku
Muna ekki hjartkærir blogglesendur mínir eftir því þegar Krabbameinsfélagið fórnaði okkur Skagakonum fyrir kannski tíu árum og vildi fá okkur til borgarinnar í brjóstamyndatöku? Einhverjar ástæður voru taldar upp, þær héldu ekki vatni, en þetta fækkaði Skagakonum sem mættu í myndatöku sem virðist hafa verið ætlunin. Getur orðið dýrkeyptur sparnaður ... Ég gladdist innilega þegar Heilsugæslan tók við þessu í fyrra en sama ruglið virðist vera í gangi þar og vér Skagakonur ekkert of góðar til að skutlast í bæinn. Frekar mikið vont fyrir bíllausar skvísur og tekur aldrei minna en rúma fjóra tíma, ef miðað er við mætingu kl. 10 og að allt gangi upp, veður, stundvísi strætó og lítil bið á Lansa. Ég hélt að sólin væri farin að skína á mig í þessum málum þegar elsku frábæra Jóhanna Harðar, fyrrum ritstjórinn minn með miklu meiru, aumkaði sig yfir mig nýlega og bauð mér far til Reykjavíkur þegar hún færi næst ... hún hafði séð mig spyrjast fyrir um þetta á netinu - en heilsugæslan á Facebook virti mig ekki svars.
Myndin er bara til að gleðja ... tengist ekki umræðuefninu.
Úps! Í ljós kom að Jóhanna má éta það sem úti frýs, ekki svo dýrmæt lengur, hún er víst orðin sjötug og það tekur því ekki að mynda svo "háaldrað" kvenfólk, skildist mér á henni nema hún notaði mun sterkari orð. Þá á ég ekkert of mörg ár eftir í að naga þröskuldinn ... Ég hef spurt vinkonur hér á Skaga af og til ... en þær hafa þá verið búnar að fara suður eða ætla að sjá til, ég spyr yfirleitt þegar ég fæ boðun. Það er sérstaklega eitt sem veldur því að ég á erfitt með að vera lengi að heiman - en því styttri tími sem ferðin tekur, því betra og minna stresssandi fyrir mig ... og aðra manneskju.
Er það bæjarstjórnin hér á Akranesi eða Heilsugæslan sem getur mótmælt þessu fyrir hönd Skagakvenna? Eða skiptir engu að ná upp góðri mætingu aftur? Skreppirí í bæinn er ekki til í minni orðabók, ekki með strætó, veðrið þarf að vera gott, eða strætófært og það tekur alltaf einhverja klukkutíma. Fór einu sinni í bíó með syni mínum - á laugardegi, minnir mig, og við vorum í sjö tíma í bænum - misstum reyndar af einum vagni. Myndin var ekki þess virði sem var verst. Það var ekki Da Vinci code, heldur sú sem kom á eftir, Tom Hanks og fornir leyndardómar-eitthvað, mér leið eins og ég væri að horfa á tölvuleik ... leysa þetta borð, svo næsta, og næsta ...
Er ég virkilega eina manneskjan sem er svekkt yfir þessu myndatökurugli? Ég mætti eins og klukka á tveggja ára fresti frá því ég varð fertug og alveg þangað til þessi furðulega ákvörðun var tekin. Regína bæjarstjóri mótmælti þessu harðlega á sínum tíma en án árangurs. Þá hét ég því að Krabbameinsfélagið fengi aldrei krónu frá mér, eða nokkra velvild nokkurn tíma og hef staðið við það.
Nú þarf ég að skreppa á fund ... mér liggur samt margt á hjarta, eins og fáránlegar bækur ... ég hef komið mér upp skelfilegum bókmenntasmekk á síðustu árum ... og sitthvað fleira. Meira á morgun.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.