9.3.2023 | 22:57
... svo vond að hún hafði ekki auga fyrir náttúrufegurð
Mikið er ég farin að njóta þess að hlusta á sögur í gegnum Storytel og mikið svakalega skiptir miklu máli hvernig lesarinn er. Hann má ekki vera áhugalaus, heldur ekki áhugasamur, leiklestur er algjört eitur og getur breytt lífi manns, held ég. Eins og blogglesendur mínir vita er ég ansi hreint hrifin af karlkyninu og reyndar kvenfólki líka, en ég hef verið afskaplega heppin með nánast allt karlkyns sem hefur komið inn í líf mitt en mér var farið að vera illa við karla eftir að hafa hlustað á nokkrar bækur eftir sama höfund. Eiginlega konur líka, því lesarinn (kona) breytti röddinni alltaf eftir því hver talaði í sögunni. Stundum hækkaði hún röddina ef karlmaðurinn var sérlega vondur og talaði með svo ljótri rödd að ég fann hatrið magnast upp. Konuraddirnar voru varla mikið skárri því ef einhver konan var sérlega góð var hún látin tala eins og manneskja sem stælir og gerir grín að væmnu fólki. Það var ekki hægt að stilla á hálftíma eða 45 mínútur og ætla sér að sofna við þetta. Alltaf þegar vondur karl brýndi raustina hrökk ég við í rúminu og nánast stökk upp beinstíf af stressi. Þessar bækur voru talsvert betri til að hlusta á þegar þvottur var brotinn saman eða stórtiltekt í gangi. Samt er ekki hægt að kenna lesurum um allt, stundum mættu höfundar aðeins passa sig. Þarna í einni bókinni var ein konan svo vond að hún hafði ekki auga fyrir náttúrufegurð.
Ég hlustaði nýlega á bók sem ég prófarkalas fyrir löngu og lesarinn bjó til nokkrar villur. Aldrei hefði ég hleypt UNGA-barni í gegn, hvað þá að kona leit niður á fæturnaR á sér! Fljótlega fæ ég spennandi verkefni, en það er að prófarkahlusta bók, það er greinilega nauðsynlegt. Ég hef lent í að hlusta oftar en einu sinni á sumar setningar ...
Ég finn fjarsýnina læðast inn. Því fleiri bækur að hlusta á, þeim mun færri bækur eru lesnar upp á gamla mátann - því minni æfingu fá augun og þá kemur ellifjarsýnin loksins sem hefur látið bíða eftir sér í alla vega 20 ár.
Mikill annríkisdagur í gær. Við stráksi plús fleiri stefnum á nokkurra daga frí í ögn hlýrra loftslagi, ekki sólarströnd þó, í kringum páska, og þar sem ég vil alltaf hafa allt á hreinu ákvað ég að sækja um nýtt vegabréf fyrir drenginn þótt hans gamla rynni ekki út fyrr en í maí, gilti í mánuð frá komu. Það reyndist þjóðráð því okkur hefði annars verið snúið við á vellinum, sögðu dásemdarstarfskonurnar hjá sýslumanni, þetta land heimtaði minnst þriggja mánaða gildistíma eftir af vegabréfinu við komu þangað. Magnað hvað það er alltaf góð og hlýleg þjónusta á opinberum stöðum hér á Akranesi. Konan hjá skattstjóra á næstu hæð fyrir neðan var ekki síður mikil hjálp við okkur því allt varð svo flókið eftir að stráksi varð átján ára.
Við hlupum svo upp á spítala. Ég hafði hringt daginn áður til að panta örvunarbólusetningu fyrir okkur, við fórum síðast í ágúst. Þegar ég pantaði spurði ég indælu konuna: Er ekki mælt með að fólk geri þetta, sérstaklega áður en það fer til útlanda?
Eftir smáþögn kom kurteislega: Hver og einn verður að gera það upp við sig.
Ég lét þetta svar ekki hræða mig frá því að panta og þegar ég mætti í gær voru þar tvær indælar konur, sú sem sprautaði var sérlega mjúkhent. Ég þekki ekki alltaf jarðsprengjusvæðin til að varast þau og spurði alveg hugsunarlaust:
Hvernig er það aftur, eru ekki tvær vikur í að þetta verði virkt?
Þögn. Það er best að þú gúglir það, var svarið.
Ég kinkaði kolli og þakkaði fyrir okkur. Ég var svolítið ringluð og ákvað að leita huggunar í Einarsbúð, þar er alltaf áfallahjálp að fá og almennilegt avókadó. Mér fannst ég finna samsærisþef. Kannski var þetta tilviljun en kannski hafði heilsugæslan verið tekin yfir ... en þá af hverjum, Trump, Margréti? Eða hafði sóttvarnarlæknir sent minnisblað með áminningu um að gæta ískalds hlutleysis - sem virkaði svona svakalega ruglandi? Þarf að nota hlutleysi á fólk sem hringir sjálft og pantar tíma? Mér fór að líða eins og ég hefði gert mistök, mögulega misst af einhverju mikilvægu í fréttunum, ekki lesið réttu greinarnar á netinu, pottþétt með allt of bjartsýna og glaða feisbúkkvini, hætt að horfa á sjónvarp að mestu og komin með 5G í símannn án þess að biðja um það, allt svo spúkí.
Það var eins og við manninn mælt, rétt áður en ég gekk inn í Einarsbúð fór Kanaútvarpið að hljóma í einum jaxlinum í mér.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 1526441
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.