3.8.2023 | 15:45
Dularfulla símtalið sem hvarf
Síminn hringdi hátt í morgun og vakti mig af værum blundi.
- Góðen dagen, sagði vingjarnleg karlmannsrödd þegar ég loksins svaraði. - Þetta er hjá Norske senderoðinu i Þingeyri. Ég er Lukas, þriðji sendiroðsfulltrúi.
- Bíddu, ha, eruð þið ekki til húsa á Fjólugötunni? stundi ég, varla vöknuð og ekki búin að drekka einn sopa af kaffi. Njósnarar kallast venjulega sendiráðsfulltrúar, eru þeir ekki alltaf að eitra fyrir fólki? Nístandi þögn skall á.
- Hvernig vedder du það? Röddin var orðin hvassari, einbeittari og meira rannsakandi, en enn kurteisleg. Svo hélt Lukas áfram. - Við spörum og spörum, ólíkt ykkur Íslendingum, og okkur fannst Þingeyri nógu líkt nafn og Þingholtin til að það gæti gengið upp að flytja. Við glemmede samt að gera ráð fyrir fjarlægðum og illa förnum vegum, himinháu flugfargjaldi (nú hló Lukas að óvart-brandara sínum) og slíku en við sparer mange mikkit í leigu, kostnaður hefur lækkað gríðarlega. Nýi þyrluflugvöllurinn verður sennilega byggður á gömlu lóðinni okkar við Fjólugötuna. Nógu langt frá skrækjandi skrílnum í Skerjafirði, bætti hann hneykslaður við.
- Hvað get ég gert fyrir ykkur? spurði ég. -Hafa komið kvartanir vegna fílabrandarans eða tengist þetta tímamótabloggfærslu gærdagsins?
- Filebrandere hvað? Ja, detta með hitastigin. Norska veðursíðan segir 11°C og íslenskar tölur 16°C. Manstu eftir hrunet, eller 2007-brjálæðinu þegar penge-utrase-víkingerne keyptu danske Tívolí og Legoland og heimtuðu ogso að borga miklu meira fyrir þakíbúðirnar í New York en það sem þær kostuðu?
- Hver gæti gleymt því, svaraði ég beisk.
- Har þú aldrei hugsað um mögulega mútuþæga veðurfræðinge á Íslandi? Það verður rokk og regning um verslunarmannahelgina en den islenske spa segir logn, sól og sextán stig. Finnst þér það ekkert grunsamlegt, svona år eftir år? Eyjamenn eiga penge, svo sannerlega. Og andret ... vi Nordmenn falser ekki norðurljós. Við gætum gert það en það er of dýrt. Við vil spare vores olíupengerne. Áhrifavaldar eins og du geta skaðað ímynd elsku Norge mitt. Þarf að þagga niður svona bull.
- Þetta var nú bara létt grín á blogginu, svaraði ég. - Við vitum öll að norska veðursíðan, yr.no, spáir best fyrir Noregi, samt bara grunsamlegar þessar hitatölur, öllu heldur kuldatölur hér sem eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.
Ætti ég að láta fílabrandarann fjúka til að spæla Lukas? Nei, það væri of grimmdarlegt og brandarinn hefur sært ótal marga góða og gegna Norðmenn ... en Lukas flokkaðist ekki undir það, fannst mér.
- Viltu heyra fílabrandarann? Ég sprakk á limminu. - Hann á að vera ansi lýsandi fyrir ýmis lönd sem gætu mögulega brjálast út í mig. Þennan brandara segir maður eiginlega bara í reykfylltum bakherbergjum ... eða við hetjur.
Löng, löng þögn.
- Låt de vaðe, sagði Lukas loks.
Og ég lét vaða:
Til stóð að halda gríðarlega fína ráðstefnu um fílinn eftir tvö ár. Þátttakendur voru beðnir um að vinna bók um fílinn og taka með sér. Bretar mættu fyrstir á svæðið og þeirra framlag var innbundið í leður og hét Elefant Hunting. Næstir skiluðu Bandaríkjamenn bók sem var í afar stóru broti, litrík og vel myndskreytt, Bigger and Better Elefants. Frakkar mættu með litla, gullfallega ljóðabók innbundna í rautt silkiflauel og hún hét einfaldlega Éléphant, mon amour, þar voru ástaljóð um fíla. Framlag Þjóðverja var átta binda inngangur að formála um sögu fílsins frá upphafi, Erzählung, Elefant, ekkert verið að flækja það. Bók Dana var matreiðslubók, Elefanter på hundrede måde. Norðmenn komu síðastir á ráðstefnuna og með bókina Vi Nordmenn sem fjallaði um Norðmenn.
- Stadalímyndir, klisjur, bull! var öskrað. Svo heyrðist hávær smellur.
- Lukas? Halló? Halló!
Ég horfði á gemsann minn og athugaði úr hvaða númeri þessi maður hafði hringt. Fannst trúlegt að hann hefði bara haft samband til að hræða mig, fyrir hönd félags viðkvæmra Norsara hér á landi. Íslenska félagið er mun fjölmennara, svo það komi nú fram. Gæsahúðin hríslaðist um mig. Það voru engin merki um eitt einasta símtal í dag. Það var horfið! Þetta var þá mögulega alvörusendiráðsfulltrúi!
Veit einhver hvað tekur langan tíma að keyra frá Þingeyri til Akraness? Sennilega ekki á hraðskreiðum og dýrum bíl. Er hægt að fá leynilegt heimilisfang í hvelli á ja.is? Er kannski nóg að líma nöfn fólks sem Lukas vill ekki trufla, yfir nöfn okkar stráksa á póstkassa og bjöllu? Hákon Haraldsson & Mette-Marit gæti dugað. Hugsið samt til mín.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.