7.8.2023 | 15:19
Umræðuhefð og kannski misskilið grín
Drengurinn kominn heim úr helgargistingu og búinn að finna gleraugun mín. Það tók þrjár sekúndur, hann tafðist í tvær við að kíkja undir rúmið, þar sem þau voru ekki, heldur nánast beint fyrir framan hann. Hann hló, eins og mig grunaði. Hann fær svið í matinn í kvöld en það er eitthvað sem okkur finnst báðum frekar ókræsilegur matur. Ég borða bara eitthvað sjúklega gott á meðan. Á þessu heimili hlær maður ekki að óförum þess sem eldar matinn ... múahaha. Eldum rétt kom áðan svo við fáum reyndar ansi hreint girnilegan fisk í kvöld, þar slapp hann fyrir horn.
Umræðan á netinu (sjá mynd) getur verið svo fáránleg, oft hatursfull. Yfirleitt reyni ég að skipta mér sem minnst af og treysti mér meira að segja ekki til að lesa allt sem fólk skrifar ... Gat þó ekki orða bundist í gær yfir einhverju bulli um múslima, svo ég svaraði út frá minni reynslu ... Undarlegt svar kom frá manneskju sem hefur í stað myndar af sjálfum sér, prófílmynd af Mo Salah, fótboltasnillingi hjá Liverpool, á Facebook-síðu sinni ... það vill svo til að Mo Salah er múslimi (frá Egyptalandi. Kannski átti þetta að vera grín, einhver setti hláturkall á svar hans.
Eitt sinn skrifaði freki karlinn (á Sigló) grein fuglum til varnar og eitthvað ljótt um ketti, og ég skrifaði blogg til að reyna að leiðrétta rangfærslur hans, notaði háð sem mér finnst sterkara en reiði. Einhver hélt samt að ég hefði setið froðufellandi af reiði út í hann og úthúðað honum, svo grínið mitt var sennilega ansi mislukkað eða misskilið.
Það þarf alltaf að skella öllum í hópa. Fólk sem á ketti getur varla elskað hunda ... jú, ég dýrka hunda ... fólk sem á ketti hlýtur að hata fugla, alla vega halda með köttum gegn fuglum ... neibbs, nágrannafuglarnir eru vinir mínir og þekkja mig í sjón (ég kem oft út með mat handa þeim), ég er með inniketti og er því mjög fylgjandi að kettir séu lokaðir inni á meðan ungar komast á legg - en ég þoli ekki freka karlinn (kerlinguna) sem hikar ekki við að beita rangfærslum til að sanna mál sitt. Ég veit að það er ekki hægt að breyta skoðunum annarra með því að svara þeim á Facebook, jafnvel þótt maður hafi sannanir fyrir máli sínu.
Hmmm, ég sit hérna við tölvuna og nöldra þegar ég á að vera gera fínt í Himnaríki. Hvað myndi Freud segja við því? Helgin átti að fara í það og nú er bara hálfur dagur eftir. Komin með vinnumanninn heim og við erum bara að tjilla eins og unglingar. Það væri kannski snjallt að skella góðri tónlist á og drífa sig í stuð, taka íbúfen, skella á sig bakbeltinu, þvo tvær vélar, ganga frá hlutum á rétta staði, ryksuga (vinnumaðurinn), reyna að leggja saman róðravélina og ýta henni í kósíhornið. Gæti þó þurft að fá Guðna í Einarsbúð til að koma með vörurnar sem ég þarf bráðum að panta, hann kann á hana, gerði eitt handtak við hana og lagaði þegar hún var nýkomin til mín og virkaði ekki, svo ég treysti varla nokkrum öðrum. Jú, hann var að koma með vörur. Get ekki lofað þessa kaupmannsfjölskyldu nógsamlega.
Raunir mínar á tölvusviðinu eru enn í sprúðlandi stuði ... en ég gerði tilraun í gær til að stofna viðburð á Facebook til að bjóða í afmælið mitt. Leitaði til nokkurra til að vita hvernig ætti að gera það og fékk fín svör. Sé að bara hluti hefur séð boðið, fólk þarf nefnilega að ganga í hópinn sem ég stofnaði til að sjá dýrðina. Mér fannst skrítið að finna ekki tímasetningar til að skella inn og heldur hvergi möguleika fólks á að segja hvort það komi, sé áhugasamt eða nenni alls ekki. Það er eitthvað annað dæmi á feisbúkk sem er betra. Og af því að síðustu ár hafa verið svo spes, bjó ég ekki til viðburði eða hópa vegna afmælis, það var fljótlegt að hringja í litlu jólakúluna sem vissi svo sem öll fyrir hvenær borgaði sig að fara upp á Skaga í tertur og eðalkaffi. Og þau sem færa blóm, vita hvaða skelfilegu örlög bíða þeirra, er það ekki? Neðsta myndin var tekin í ágúst eitt árið.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.