8.8.2023 | 22:42
Að opinbera sum leyndarmál óvart
Þrumuveður reið yfir í dag en fengu Skagamenn að njóta þess? Heldur betur ekki. Kannski heyrðist ekki í þrumum fyrir viftunum sem snúast í flestum herbergjum hér, það gæti auðvitað verið.
Það verður smám saman ægifínt í Himnaríki, ekki eins heimilislegt og var eftir bakveikikastið þegar ég reri úr mér bakheilsuna með látum. Nú þarf rafvirkinn að fara að koma og sækja kassann með krimmmunum, lesefni næsta vetrar. Ég hef ekki sömu þörf og áður til að eiga bækur, alltaf hægt að finna eitthvað á Storytel ef mann vantar og vera þá ekki lengur með troðfullt heimili af bókum sem á kannski að lesa aftur seinna. Svo eru náttúrlega líka til bókasöfn.
MYND I: Minning frá því þegar Keli og Krummi fóru í fýlu, yfir kosningaúrslitum, minnir mig. Í dag er alþjóðlegur dagur katta ... og ég gleymdi að kaupa rjóma og rækjur, því er við hæfi að birta þessa sirka tíu ára gömlu mynd.
Við stráksi förum til Reykjavíkur í vikunni, mæting á staðinn er klukkan eitt og við erum búin kannski hálfþrjú. Strætó fer héðan kl. 9.57, komutími í Mjódd 50 mín. síðar, næsti fer ekki fyrr en eftir hádegi. Heimferð: Fyrsti vagn sem hentar okkur til baka fer kl. 15.29 (gæti verið verra) og við komin heim um 16.20. Næstum sex og hálfur tími ... og verkefni sem ég hélt að ég hefði nægan tíma til að klára en hef ekki, komst að því í dag, verður tekið með í strætó og lesið yfir þar og víðar, ef ég verð ekki búin með það áður. Sem betur fer þurfum við ekki að fara út fyrir Mjóddina og ef þið sjáið manneskju með blaðabunka í annarri og rauðan penna í hinni, gangandi þar um - er það ég. Stundum væri gott að eiga bíl til að spara tíma, en oftast alls ekki.
Ég viðurkenni að það óx mér í augum að panta afmælistertu með áletrun nú í ár eins og síðustu 35 árin eða svo, bakaríið hér sendir ekki heim. Þannig að núna mun enginn vita hvað ég verð gömul. Það er ekki jafnauðvelt og margur heldur að komast til að sækja á svona risastórum degi þar sem allt verður að ganga upp. Allavega mikið aukastress og þegar ég gerði það síðast (afmæli stráksa) voru komnir snemm-gestir sem biðu brjálaðir á bílastæðinu.
Hörður, vinur minn, hringdi í gær. Hann ætlar af öllum kröftum og mætti að reyna að koma í afmælið. Stráksi komst inn í símtalið og ákvað að segja eitthvað eitursterkt til að gulltryggja að Hörður kæmi.
Gurrí er búin að panta svaka góðar tertur, sagði hann, símtalið var í hátalara.
Usss, drengur, urraði ég, bannað að segja frá ómyndarskap mínum, þetta heitir að opinbera leyndarmál heimilisins, viltu kannski svið í kvöldmat?
Stráksi hljóp öskrandi í burtu (leikræn þjáning, hann vissi að ég var að grínast með sviðin) og mér tókst að sannfæra Hörð um að honum hefði misheyrst illilega, auðvitað myndi ég baka hverja einustu ögn frá grunni. Majónesið í brauðtertunum yrði líka gert frá grunni, úr majónestrénu sem ég hef ræktað á svölunum í allt sumar og allt annað eftir því.
Sennilega sendi ég um 150 manns boð í þennan afmælishóp minn á feisbúkk, eins og oftast áður, og oft koma í kringum 50. Ég sé að aðeins um 100 hafa áttað sig og gengið í hópinn (já, ég veit að ég hefði frekar átt að stofna viðburð). Ég mun sennilega móðga um það bil 50 manns heiftarlega, með þeim sem hafa feisbúkkið sitt stillt þannig að það er ekki hægt að bjóða þeim í hóp. Eins og önnur sýrlenska grannkonan, Hanna mín, Ásta í bókasafninu og MIKLU FLEIRI, svo sést mér örugglega yfir nöfn - svo ég bið ykkur bara innilega afsökunar sem ... farið ekki nógu oft inn á feisbúkkið ykkar eða eruð með lokað fyrir hópaboð ... Ég reyndi.
MYND 2: Á laugardaginn verður alþjóðlegur dagur unga fólksins sem skýrir af hverju mér finnst ég stundum ekki árinu eldri en 25 ára. Það var ógeðslega fúlt að bakarinn skyldi ekki heyra betur en þetta þegar ég pantaði tertuna í fimmtugsafmælið mitt.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.