11.8.2023 | 22:44
Flókin nöfn á jarðeldum og furðusaga af fésbók
Ferðamenn og kannski sérstaklega jarðvísindamenn frá útlöndum hljóta að verða smám saman stressaðari þegar þeir heimsækja Ísland, grunar mig, því það er ekkert eðlilegt sem þetta fólk þarf að læra að segja til að vera fólk með fólki. Eyjafjallajökull er náttúrlega snilld til að pína fólk, ekki minna frábært er Fagradalsfjallseldar og nú það nýjasta, ef spár jarðvísindafólks ganga eftir: Núpshlíðarhálseldar. Prófið að segja það hratt nokkrum sinnum. Það kom frétt í gær um að næsta gos gæti orðið þar (þau færast víst í austur með tímanum) en ég kom ekki til Þingvalla fyrr en á þrítugsafmælinu mínu og vissi varla hvar þeir voru ... og hef aldrei heyrt nafnið Núpshlíðarháls, þar sem gýs næst, kannski. Ég ætla sannarlega ekki að skammast í stressuðu, illa launuðu, ofhlöðnu verkefnum fjölmiðlafólki en svona landafræðifávitar eins og ég þurfa alltaf KORT við fréttina. Vissulega hægt að gúgla en kommon, ég er enn beisk síðan bloggið mitt var eini netmiðillinn sem birti mynd af eldgamalli tertusneið úr brúðkaupi Karls og Díönu (1981) þegar kom frétt um að brúðkaupsgestur hefði ekki borðað sína, heldur ákveðið að geyma hana og selja löngu síðar. Fréttin birtist en engin mynd af tertusneiðinni sem var þó mjög svo finnanleg fyrir þá sem nenntu að leita. Sjá nöldur yfir þessu í þónokkrum bloggfærslum.
Annað slagið kenni ég útlendingum íslensku á námskeiðum og ég hika ekki við að pína frábæru nemendur mína til að bera fram viðbjóðslega erfið orð. Enginn þeirra þorir að segja að íslenskan sé erfið, því þá býðst ég til að kenna þeim að telja upp í hundrað á dönsku (tala dönskuna með mjög ýktum hreim, kartöfluíkoki) ... eða segi eitthvað á borð við: Minä rakastan sinua (ég elska þig) á finnsku og ber það fram svo harkalega að nemendur mínir verða óttalegnir og halda að finnska sé flóknari en hún er. Íslenska sem sagt bara pís of keik og þeir heppnir að fá að læra hana. Alltaf að taka fólk á sálfræðinni.
Merkilegt hvað þau geta, áhugasöm og þrá ekkert heitar en að fá vinnu og skapa sér betra líf. Og okkur vantar svooo fólk. Það fluttu 17 þúsund útlendingar hingað í fyrra (vissulega frá réttum löndum og með réttan húðlit) til að vinna, mest við túrisma, skilst mér. Svo hef ég orðið vör við að Rúmenum er að fjölga. Strætóbílstjórinn minn á miðvikudagsmorgun er Rúmeni og líka maðurinn sem kom með Eldum rétt-kassann á mánudaginn, svo hef ég kynnst aðeins rúmenskri konu sem býr hér. Ég er næstum farin að efast um að fólkið sem streymir þaðan hafi allt saman tengsl við blóðsugur - en ... Drakúlakastalinn er nú samt í Rúmeníu og það segir sína sögu!
Ég fæ nokkra nágranna í afmælið mitt á morgun, fleiri en oft áður. Einn úr minni blokk, held ég. Alla vega tvær konur úr Nýju blokkinni við hliðina; hundahvíslarann og svo aðra sem ég kynntist bara á röltinu og í strætó, frá Sýrlandi. Þriðji granninn er í blokk í sjónfæri frá Himnaríki, hún er frá Úkraínu og var svo ótrúlega eitthvað við hæfi með því að eignast barn 12. ágúst fyrir ári og mun taka drenginn með sér, sá á eftir að ræna athyglinni frá hinu afmælisbarninu ... Sú frá Sýrlandi á þrjú ótrúlega kurteis og indæl börn sem mæta vonandi líka. Hún er orðin ansi fær í íslensku eftir að hafa búið hér og unnið í tæpt ár en börn hennar enn betri. Hún sagði um daginn að veðrið (hitamolluógeðsveðurfyrirbrigðið) sem hefur ríkt undanfarið væri eins og ljúft vor í heimalandi hennar. Ég er að kafna í þessu d.a.h. (íslenskt blót) "vori", það voru 19 gráður á Akranesi í dag og LOGN!!! Sem betur fer fékk ég dásamlega frænku til að aðstoða mig við ryksugun og slíkt, annars hefði ég hlaupið út í búð og keypt viftu til að hafa um hálsinn. Frænkukrúttið var ansi smámunasöm sem er gífurlegur kostur í þrifum, hún sá fjögur kattahár á efsta teppinu (værðarvoð) í teppakörfunni og ég náði mynd af henni við að fjarlægja þau, Mosi (t.v.) starði á hana í forundran, eins og ég. Sjá mynd.
Jæja, Himnaríki er að verða ansi fínt (tandurhreint), nánast ekkert eftir að gera. Ég stalst í nokkrar rommkúlur áðan svo ég er ekki alveg allsgáð, er því að hugsa um að skella mér upp í rúm og lesa og slaka á fyrir læti morgundagsins. Maður verður ekki rúmlega fimmtugur á hverjum degi! Örlítill frágangur og að brjóta saman þvott bíður bara til morguns. Svona getur nú dálítið romm gert mann kærulausan.
- - - - - - - - -
P.s. Ég mun seint vorkenna "vesalings" útgerðarmanninum með eldspýturnar sem var ekki til í að "tapa" 57 milljónum með því að gera það eina rétta og hætta við að kaupa heilt hús á þrjár milljónir. Megi draugagangur halda fyrir honum vöku allar nætur, myndi ég segja ef ég tryði á drauga. Ég er ekki lögmaður en ég trúi því varla að þetta hafi verið löglegt.
Þessi saga sem tengist útgerðarmanninum með eldspýturnar beint, gengur á feisbúkk ... svona fer kannski útburður fram þegar um fatlaðan, auðblekktan einstakling er að ræða til að Fréttamynd ársins verði ekki til.
Hann (pólski, fatlaði maðurinn í Keflavík) var ekki borinn út 3. ágúst eins og sagt var í fréttum. Í gærmorgun (9. ág) kom lögreglan og handtók föðurinn á heimilinu og fór með hann. Síðan kom lögreglan aftur og bauð unga fatlaða manninum út í bíl, hann hélt að hann væri að fara í bíltúr með lögreglunni, en þegar hann kom heim til sín aftur var búið að skipta um skrár í húsinu og hann á götunni. Þetta hefur ekki komið í fréttum og þarna eru greinilega brögð í tafli.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 1526441
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.