13.8.2023 | 17:51
Af afmæli, útliti og aldri ...
Hamfarahlýindi er eina orðið sem ég finn yfir ástandið heima hjá mér í gær. Ef einhver viðstaddur hefur ekki trúað á hlýnun jarðar, gerir hann það núna. Hugsa sér, það við Atlantshafið á ÍS-landi. Ekki bara funheitt í Himnaríki, heldur hafði ég fregnir af því að hiti hafi einnig hækkað til muna í Víti. Einhver sagði mér að svona gott veður á afmælisdegi táknaði að ég hefði verið góð stúlka í heilt ár. Hmmm, hugs, hugs.
Það hreyfði varla vind, ástandið var reyndar oggulítið skárra úti á svölum en góður gestgjafi þarf líka að vera inni til að hella upp á könnuna og fylla á. Ég myndi segja að paratabsið (sem elsku Hilda mín kom með - ÁSAMT FLEIRU, elsku krúttið) ofan í íbúfenið hafi gert nánast kraftaverk en ég sat þó meira en oft áður á meðan stráksi sá um dyravörslu.
Gærdagurinn hófst á því að fínasta skip (sjá mynd) pósaði fyrir framan glugga Himnaríkis. Einhver hefur ekki nennt að keyra göngin á leið í afmælið, hugsaði ég.
Einar, gamli strætóvinur minn og jafnaldri okkar Madonnu, mætti klukkan þrjú. Hafði tekið strætó frá Mjódd, setið í sólinni á Langasandi, eða farið í sjósund og mundi ekki mætingartímann. Ég var á nærbuxunum með klósettburstann í annarri og ryksuguna í hinni ... nei, djók, en ég var nú samt að setja nýsamanbrotin föt ofan í skúffu og var berhandleggjuð. Einar hefur marga fjöruna sopið, svo hann kveinkaði sér ekki yfir því. En hljóp samt út og kvaðst ætla að sóla sig utandyra til fjögur.
Um fjögurleytið mátti sjá múg og margmenni streyma að - þrátt fyrir algjörlega misheppnað afmælis-fésbókarboðskort ... en ég rak samt augun í nokkra sem fengu ekki boð en mættu samt, sem var æðislegt. Það var brjálæðislega fjölmennt í afmælinu 2018 og þá sendi ég ekkert boð. Einhverjir létu gabba sig á Fiskidaginn í gær, aðrir fóru á Hvanneyri (en komu samt á heimleiðinni), enn aðrir festust í Gleðigöngunni ... svo ég er alsæl með mætinguna, miðað við diskafjöldann komu hátt í fimmtíu. Ég er orðin svo þroskuð að ég er hætt að telja, fann heldur ekki gestabókina.
Núorðið vita allir af antíkskúrnum hér á Akranesi, fyrir aftan spítalann. Kristbjörg sendi mér mynd af hljómplötu í gær og textann: Er það þessi? Hjartað fór á fullt, gat það verið? Jú, þetta var Upplyfting og lagið Kveðjustund sem fyrirfinnst ekki á neinum veitum eða YouTube því annar söngvari, vel syngjandi kona vissulega, hafði verið fengin til að syngja það í CD-útgáfunni. Ég hafði sungið þetta fyrir Kristbjörgu fyrir hálfum mánuði í skúrnum: Ég hef aldrei áður elskað nokkurn eins og þig, ég hef aldrei áður upplifað, svona mikla sælu, svona mikla ást! lag sem svo margir elskuðu (elska) en voru búnir að gleyma eftir innrás geisladiskanna.
Þetta lag var í uppáhaldi á níunda áratugnum og þrjóskan í mér magnaðist bara með árunum, ég skyldi finna það. Ég fékk það einu sinni spilað á Rás 2 en þá var Hulda Geirsdóttir með yndislegan þátt frá miðnætti til eitt ... og ég hlustaði oft þótt ég þyrfti að vakna um sexleytið (til að ná strætó nógu snemma til að vera komin í vinnuna í Garðabæ klukkan átta), eða eftir fimm tíma. Akkúrat kvöldið þegar hún spilaði það hafði ég sofnað snemma ... búin á því. Hún hafði nennt að skottast á tónlistardeildina og sækja hljómplötuna sjálfa með upprunalega laginu, og skella því inn í kerfið hjá RÚV. En ég fékk aldrei að heyra það aftur. Þorði ekki að biðja gæana sem unnu áður með mér á X-inu (og ég á Aðalstöðinni á neðri hæðinni), nú á Rás 2, um að spila það því þeir héldu að væri kúl og hlustaði bara á Wu Tang Clan, efast um að þeir viti hvað upplyfting er nema í tengslum við tækjasal eða djamm. Það er hægt að vera kúl og hlusta á WTC OG Upplyftingu, er það ekki? Jú, ég fékk þessa plötu í afmælisgjöf í gær og þá uppgötvaði ég að enginn plötuspilari er til á heimilinu, ég gaf þann gamla fyrir ansi mörgum árum (og nánast allar plöturnar mínar, geymdi King Crimson og slíkt) því ég þyrfti aldrei framar á plötuspilara að halda. Mér skilst að ódýrir og góðir slíkir fáist núorðið.
Mynd: Hinn úkraínski Igor, eins árs í gær, mætti auðvitað.
Jú, gestum var vissulega bannað að færa gjafir og ég atyrti einn gestinn sem ætlaði þá að taka gjöfina til baka en ég hélt svo fast að mér tókst að halda henni. Ég fékk plötuna, ég fékk æðislega vatnslitamynd, smávegis beilís og freyðivín (í smáflöskum), handáburð, ólífuolíu, súkkulaði, ost, kex, klúta, púða og ýmsar æðislegar dásemdir sem við stráksi orguðum yfir, snekkjan sem vinir mínir höfðu safnað fyrir handa mér, var líka æði en það verður dýrt að borga hafnargjöldin, hugsa ég.
Ég kláraði eldhúsið (enn í íbúfenvímu) og fór svo í gjafaupptakelsi með drengnum um leið og ég nýtti mér tæknina og skellti hinsegin dagskrá RÚV á endursýningu. Þar sáum við Hörð okkar syngja og fleira skemmtilegt. Gat samt ekki klárað að horfa sökum þreytu. Til að gera langa sögu stutta vaknaði ég í morgun þegar klukkan var níu eitthvað (9.57) sem var tveimur tímum á undan áætlun.
Aldurinn ... já. Ég viðurkenni að besta ráðið til að vera eilíflega ungleg er að leyfa ekki neinum að taka myndir af mér (ekkert að þakka fyrir ráðið).
Madonna (16. ágúst) sleppur ekki eins vel frá ljósmyndurum og finnst hún sennilega þurfa að taka til sinna ráða til að virðast yngri ... til að verða ekki útskrifuð úr lífinu eins og margar okkar. Frægum konum leyfist síður að eldast en öðrum. Ég sá fólk missa sig á fésbók yfir hinni dásamlegu Goldie Hawn, eða útliti hennar, hún er að verða 78 ára, eins og það sé skylda hennar að líta út eins og hún gerði í Private Benjamin, þeirri frábæru bíómynd sem væri gaman að sjá aftur, áratugum seinna. Skyldi hún hafa elst vel? Sumar gamlar bækur sem ég byrja á hlusta á á Storytel get ég ekki hlustað á lengi, gefst ég upp á þeim, þoli ekki t.d. hugsunarganginn og misréttið sem ríkti og þótti eðlilegt. Get það ekki ...
Þessi mynd gæti svo sem verið einstaklega slæm af Madonnu, það hlýtur að koma fyrir hana eins og aðra að myndast illa.
En aldur skiptir auðvitað ekki máli nema maður sé ostur og útlit ekki máli nema maður sé hestur, reyni ég að sannfæra mig um.
Gallinn við að nota hina aðferðina mína til að vera ungleg, eða gegn hrukkum, er stærra fatanúmer. Svo þegar maður reynir að gera eitthvað í þessu (annað en að ganga, ég hata göngur) mótmælir bakið. Ég þarf samt eitthvað að gera. Þeim fjölgar bara sjokkunum. Nýlega sótti ég um inngöngu í fésbókarhópinn Rúllum yfir heiminn (rule the world, hélt ég) því mig langar til að breyta heiminum í betri stað. Svo var þetta bara styrkjandi og eflandi huggunarhópur fyrir frekar kringlótt fólk OG ÉG FÉKK INNGÖNGU í hvelli, það án nokkurs vesens. Oft þarf maður að sverja eitthvað til að komast inn, lofa að auglýsa ekkert, ekki setja haturspósta og slíkt en ekki þarna. Ég var móðgandi velkomin.
Jæja, ég ætti sennilega að fara að hringja í vini og vandamenn, það þarf að klára rækjubrauðtertuna, jarðarberjamarenstertuna og eitthvað smávegis annað en sennilega fer svo afgangurinn í fiðraða og fleyga vini mína á morgun eða hinn. Einhver lagði frá sér brauðtertusneið á pappadiski, á svalahandriðið í gær. Jónatan IX var ekki lengi að ræna henni, kom eins og orrustuflugvél og greip hana í gogginn. Mávarnir svifu spenntir (og svangir) yfir okkur og aðrir fuglar fylgdust með af hliðarlínunni.
Það þarf að fita mávana áður en þeir fljúga suður á bóginn. Varla gaman að fljúga til Tene á fastandi maga. En ef þessi hryllings-Vítis-hiti heldur áfram finna þeir kannski ekki fyrir neinni þörf til að yfirgefa landið.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 10
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 474
- Frá upphafi: 1526443
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 409
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.