30.8.2023 | 15:32
Otandi samfélagsmiðlar
Miðlarnir ota að okkur alls konar efni, oft kostuðum auglýsingum en líka annars konar og skemmtilegra efni. Facebook minnir mig stundum á Bold and the Beautiful þegar kemur að því að vera með eitthvað ákveðið málefni, þema. Í gamla daga, þegar ég treysti mér til að horfa á þættina (aðallega til að geta boldað um þá) man ég eftir því að t.d. málefni heimilislausra voru til umræðu, alla vega í heila viku, og Stefanía heitin lét sig þetta varða, hvort hún vann ekki í súpueldhúsi í hátt í 2 mínútur í einum þættinum ... Alnæmi var tekið fyrir, minnir mig, einnig fordómar í garð þeldökkra sem varð til þess að einn gaurinn (Rick?) var látinn giftast þeldökkri konu til að sýna hvað þau í þáttunum væru innilega fordómalaus ...
... já, en sem sagt, Facebook er með þemu og kannski í nokkra daga, upp í viku, birtast myndbönd af einhverju tilteknu. Núna eru það ótrúlega sætir hvolpar sem koma á ný heimili þar sem fyrir býr hundur og mjög krúttlegt að sjá þá fara að leika sér eftir fimm mínútur. Þetta er svolítið eins og Stubbarnir fyrir fullorðna, og eykur vonandi kærleikann í garð dýra. Eitt sinn lenti ég í hálfgerðu orðaskaki við mann sem sagði kattaeigendur vera mestu óvini fugla, nánast gerðu út gæludýr sín til að myrða unga. Ég nenni yfirleitt ekki að munnskrifhöggvast, en gerði það þarna. Kvaðst vera hinn mesti fuglavinur. Nefndi vini mína mávana því til sönnunar, en þá voru þeir ekki réttir fuglar til að eiga að vinum, heldur bannsett óféti ... sem ég er alls ekki sammála. Stórir, flottir og klárir fuglar, það þarf enginn (sem býr við sjóinn) að setja mikið í lífrænu tunnuna ... Svanir gæða sér líka á andarungum og enginn vill losna við þá, líklega út af ævintýrinu um Dimmalimm, samt eru sumir svanir mannýgir. Jú, mér finnst þeir mjög fallegir. Munið þið ekki þegar bæði dúfur og hrafnar voru flokkuð í ömurlega flokkinn? Dúfum var miskunnarlaust útrýmt í Reykjavík, með eitri á húsþökum, en hrafninn (uppáhalds hér) var sem betur fer friðaður.
Í gær var svo ekki þverfótað fyrir vissri aðferð til listsköpunar (sjá efri mynd t.h.) sem fólk sýndi í myndböndum. Þá hellti viðkomandi málningu yfir striga, í rétt rúmlega dropatali, ýmsum litum sem hver var settur yfir annan, og svo var striganum snúið á alla enda og kanta þar til málningin var í alls kyns mynstrum og náði yfir allan strigann. Þetta sýnir bæði og sannar að það er engin nauðsyn á því að vera með rándýran listaháskóla!
Svo var auglýsing í gær um galdurinn við að klæða sig sexí (sjá efri mynd t.v.) til að næla sér í réttan mann ... Ég hef aldrei kunnað að veiða menn með lengdum augnhárum og veðurbörðum barmi, finnst ég líka hreinlega of ung til að binda mig enn einu sinni, en hver veit hvað veturinn ber í skauti sínu. Aldrei að segja aldrei.
Í morgun var Mogginn áberandi á fésbókinni, eða viðtal á forsíðu við mann sem talar um að aukin vanskil landsmanna auki á gróða hans. Svona játningu sér maður ekki á hverjum degi, eða að opinbera ánægju yfir því að græða á erfiðleikum annarra. (Ég tók skjáskot af þessu hjá Fb-vini). En tímarnir hafa vissulega breyst. Reglulega birtist á fésbókinni minni kostuð auglýsing frá söfnuði sem ég hef löngum dáðst að fyrir að gera góðverk án þess að stæra sig af því. Nú les ég, ekki jafnánægð, minnst vikulega: Fylgstu með náungakærleikanum á samfélagsmiðlum XXX (xxx er nafn safnaðarins). Eitt sinn (undir aldamót) fékk ég meðlim þessa safnaðar í útvarpsviðtal til mín og m.a. hrósaði honum og þeim fyrir þeirra góða starf. Það var á viðorði flestra hversu mikið þau gerðu fyrir illa stadda, verkin auglýstu þau, ekki auglýsingar um góðmennsku þeirra.
Það var svo sem innprentað í mig í æsku að maður hreykti sér ekki af góðverkum sínum - eða montaði sig almennt af sjálfum sér. Það þýddi auðvitað að frekar erfitt var fyrir mína kynslóð að sækja um vinnu og eiga að telja upp hæfileika okkar og getu eftir að búið var að segja svo oft við okkur, hvað heldurðu eiginlega að þú sért? Það er vissulega til millivegur og mjög fínt að krakkar í dag séu meðvitaðir um hæfileika sína og ánægðir með sig ... upp að vissu hámarki þó.
Jæja, nú ætla ég að hætta, setja handklæðin í þurrkarann, taka á móti sendingu úr Einarsbúð (áttavitar, álpokar, nesti, rafhlöður, allt til í Einarsbúð fyrir storminn) og gefa svo fátækum og svöngum fuglum eitthvað að borða, þið getið fylgst með fuglakærleika mínum á snappinu og fésbók ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 183
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.