Óvæntur matargestur og byrjað að hvessa ...

Elsku JónatanÓvæntur gestur mætti á svalahandriðið um kvöldmatarleytið í gær, klár gaur sem veit greinilega hvar uppruna súpueldhúss Himnaríkis er að finna. Hann fékk heila tertusneið að launum fyrir dirfskuna. Yfirleitt eru það bara smáfuglarnir sem þora að setjast á handriðið, síðan Jónatan I. var og hét, sá sem fékk mig til að sjá máva í nýju og betra ljósi, réttu ljósi. Sem skemmtilega og gáfaða ... sem geta ekkert að því gert þótt þeir séu stórir og sterkir fuglar sem garga í stað þess að syngja fagurlega. Lögfræðingur MAST sagði á Facebook-veggnum mínum í gær að mávar væru eiginlega lagðir í einelti, og ég trúi gamla strætóvini mínum.

Ein fb-vinkona mín varð eitt sinn vitni að því þegar gömul kona sem var að gefa fuglum veifaði viskustykki til að koma í veg fyrir að rangir fuglar fengju mat. Bara þeir fallegu máttu verða saddir. Ég vona innilega að hún hafi ekki átt ófrítt barnabarn sem fékk ekki pönnukökur hjá henni eins og hin barnabörnin. Ég hef sagt frá því áður þegar Jónatan fyrsti flaug á svalaglugga Himnaríkis og hálfrotaðist. Sonur minn fór út á svalir með vatn og brauð sem fuglinn vildi ekki, fylgdist svo með honum jafna sig. Vinir hans og ættingjar hvöttu hann óspart til dáða þar sem þeir flugu fyrir ofan hann og eftir um tvo tíma treysti hann sér til að yfirgefa svalirnar. Eftir það mætti hann alltaf á handriðið ef hann langaði í brauðsneið. Við hættum fljótlega að gefa honum svona nálægt húsinu ... og með árunum fjölgaði afkomendum hans sem biðu vongóðir á staurunum við sjóinn. Einar fór alltaf í kringum afmælisdag Madonnu (16/8) með leifar af kræsingum afmælisins og fann góðan stað við Langasand. Ég á mynd af honum með fjölmarga máva sem fylgdu honum eins og litlir hvolpar. Þeir þekktu sinn mann - og líka krummarnir.   

 

Hetjur á sjóþotumÞað er byrjað að hvessa nokkuð og hetjur sjóþotanna hafa svifið um sæinn um og eftir hádegi en strax um tvöleytið var orðið of hvasst. Þeir pökkuðu saman, nenntu eflaust ekki að fjúka á bryggjuna, skil það vel. Hviður komnar vel yfir 20 m/sek.

Ég þarf sennilega að leggja mig í dag til að missa ekki af stuðinu í kvöld (eða athuga hvort komist nokkuð vatn inn um eina óþétta glugga Himnaríkis - sem snýr akkúrat á móti veðrum, vindum og regni í kvöld. Í austur.

Það rétt náði að koma september en sumum finnst ansi bjánalegt að tala um haustlægð þegar enn er ágúst.

 

Mynd: Því miður verður bláfáninn tekinn niður innan tíðar, þótt Langisandur sé ómenguð bláströnd allt árið, og þá verður ekki nokkur leið að vita vindáttina nema reka fingur út um glugga ... eða kíkja í símann sinn ... eða á vedur.is. Dæs.  

 

Mömmu- og pabbabrandarar á Facebook

„Það eru ótrúleg afföll af bílum. Fæst alltaf miklu minna fyrir bílinn heldur en maður vonaði. En að fjárfesta í steypu er talið vera mun betra. Ég hef því ákveðið að næsti bíll sem ég kaupi verði steypubíll.“

 

„Þetta er stóra trampólínhelgin. Hver dettur í lukkupottinn og fær frítt trampólín?“

 

„Veit einhver hvar maður skráir sig í Skaftárhlaupið?“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 272
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband